Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Blaðsíða 556
554 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
til dæmis útstreymi ákveðinna gróðurhúsaloftegunda, magn úrgangs á einstakling eða
fjölda glæpa á hverja 100 þúsund íbúa. Vísirinn sem verður fyrir valinu verður að vera
viðeigandi, byggja á vísindalegum grunni, vera næmur fyrir breytingum, sýna í hvaða
átt þróunin er og veita upplýsingar um grunnástand (Becker, 2004). Þessi atriði eru
nauðsynleg til þess að tryggja að vísirinn sé að mæla það sem honum var ætlað. Vísar eru
vanalega margir og búin eru til svokölluð sjálfbæmivísasett. Dæmi um sjálfbæmivísasett
er vísasett Sameinuðu þjóðanna sem var hugsað sem eins konar fyrirmynd fyrir þjóðir
og samfélög sem vildu þróa með sér sjálfbæmivísa. Vísasettið skiptist í ljóra yfirflokka;
félagslega, umhverfislega, efnahagslega og stofnanalega. í hverjum þessara flokka em
nokkur þema og í hverju þema eru undirþema. í hverju undir-þema em síðan mismargir
vísar, það getur verið einn eða fleiri. í heildina em 59 vísar.
Alþjóðlegar stofnanir og samtök, þjóðríki, borgir og sveitarfélög hafa þróað með
sér sjálfbæmivísa. íslensk stjómvöld hafa meðal annars sett upp sjálfbæmivísa fyrir
landið í heild, en þeim hefur ekki verið beitt á neðri stjómsýslustigum hérlendis, til
að mynda hjá sveitarfélögum, borg eða bæjum. Þeir sjálfbæmivísar sem lagðir em
til gmndvallar um mat á sjálfbærri þróun á íslandi komu fyrst fram í þriðja kafla
skýrslunnar Velferð til framtíðar sem Umhverfisráðuneytið gaf út árið 2002. Kaflinn
nefnist Tölulegar vísbendingar og vom í þessari fyrstu útgáfu 17 markmið sett til
grundvallar sjálfbæmivísasettinu. Það skiptist í eftirtalda fjóra yfirflokka: Heilnæmt og
öruggt umhverfi, Verndun náttúru íslands, Sjálfbær nýting auðlinda íslands og Hnattræn
viðfangsefni. Þessir fjórir flokkar skipast síðan niður í 35 vísa (Umhverfisráðuneytið,
2002). Árið 2005 komu út önnur og endurskoðuð útgáfa af Tölulegum vísbendingum,
þriðja kafla skýrslunnar Velferð til framtíðar. Samkvæmt þeirri útgáfu era vísamir 59
talsins, allt frá því að vera sjö í flokki og upp í 21 (Umhverfisráðuneytið, 2005).
í þessari grein er þorpið Hvanneyri í Borgarfirði tekið sem dæmi um samfélag þar
sem sjálfbæmivísar ættu að geta orðið mikilvægt hjálpartæki til sjálfbærrar þróunar
nærsamfélagsins. Samfélagið á Hvanneyri hefur um margt sérstöðu. í Staðardagskrá 21
sem samþykkt var af sveitarstjórn Borgarljarðarsveitar árið 2006 er viðmð sú hugmynd
að þorpið Hvanneyri verði eins konar fyrirmyndarsamfélag hvað umhverfismál varðar
og þar verði unnið að framúrstefnulegum hugmyndum að umhverfismálum á landsvísu
(Borgarfjarðarsveit, 2006). Stærsti vinnuveitandinn á Hvanneyri er Landbúnaðarháskóli
íslands, en innan hans vébanda starfa íjölmargir sérfræðingar á sviði umhverfismála,
sem gætu komið að þessari vinnu.
Efni og aðferðir
Hérlendis hafa enn sem komið er ekki verið þróuð sjálfbæmivísasett fyrir minni
stjómsýslueiningar. Bandaríkin og Kanada hafa hins vegar verið í farabroddi í gerð
sjálfbæmivísa fyrir sveitarfélög, borgi og bæi og því var nærtækast að skoða dæmi
frá N-Ameríku. Þegar búið var að sigta úr það sem ekki hentaði vom 10 dæmi valin
sem leiðbeinandi viðmið. Ýmsar tölulegar upplýsingar var nálgast í gagnbönkum
Hagstofunnar, Byggðastofnunar, hjá Sambandi Sveitarfélaga á Vesmrlandi, Rarik og
Orkuveitunni. Auk þess sem almennra upplýsinga var aflað um Hvanneyri á vefsíðum, í
sögulegum heimildum og í samtölum við staðkunnuga
Ákveðið var að skipta sjálfbæmivísasettinu fyrir Hvanneyri niður í þrjá meginflokka í