Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Blaðsíða 569
567 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
Tilvísanir
Heimild: Kafli um landbúnað í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks fyrir
kjörtímabilið 2003-2007.
2 Hér er átt við aðlögunarsamning garðyrkjuafurða sem tók gildi í ársbyrjun 2002 og gildir út árið 2011
og varðar starfsskilyrði framleiðenda garðyrkjuafurða. Stuðningur ríkisins felst í beingreiðslum út á fram-
leiðslu á gúrkum, papriku og tómötum, niðurgreiðslum á raforku til lýsingar og styrkjum til uppsetningar á
lýsingarbúnaði. Hann varðar ennfremur styrki til úreldingar gróðurhúsa, framlög til kynningar-, rannsókna-,
þróunar- og endurmenntunarverkefna, auk ákvæða um verðlagseftirlit.
3 Heimild: Ríkisreikningur fýrir árið 2004; ríkissjóður A-hluti, bls. 100-101. Gjöld ráðuneyta eru flokkuð
eftir málaflokkum. Heildargjöld landbúnaðarráðuneytisins á árinu 2004 námu alls 12,429 milljörðum króna.
Þessi fjárhæð skiptist í þrjá hluta: (1) Landbúnaður og skógrækt: 10,694 milljarðar króna; (2) menntamál:
669 milljónir króna; og (3) Annað: 1,067 milljarð króna. Annars vegar, eru hér einvörðungu tekin með gjöld
í hlutanum „Landbúnaður" og „skógrækt“ að skógræktarmálum frádregnum, þ.e. 10,694 milljarðar króna að
frádregnum kostnaði vegna Skógræktar ríkisins (151 milljón króna), Héraðsskóga (96 milljónir króna) og
Landshlutabundinnar skógræktar (299 milljónir króna); samtals að fjárhæð 546 milljónir króna. Hins vegar,
eru tekin með gjöld úr liðnum „Annað“, þ.e. gjöld vegna „ýmissa verkefna" (2 milljónir króna), gjöld vegna
Rannsóknastofnunar landbúnaðarins (206 milljónir króna), gjöld vegna greiðslna vegna sauðfjárframleiðslu
(273 milljónir króna), gjöld vegna fiskeldisrannsókna (24 milljónir króna) og gjöld vegna íslenska upplýs-
ingasamfélagsins (1S milljónir króna); samtals að fjárhæð 523 milljónir króna. Endanleg fjárhæð er þannig
fengin: 10,694 - 0,546 + 0,523 = 10,671 milljarðar króna.
4
Heimild: Ríkisreikningur fyrir árið 2004; ríkissjóður A-hluti, bls. 100-101; viðfangsefni nr. 805 undir
„Landbúnaður og skógræk“ að ijárhæð kr. 2,579 milljarðar króna og viðfangsefni nr. 805 undir „Annað“
að fjárhæð 273 milljónir króna; samtals 2,852 milljarðar króna. í þessum forsendum er ekki tekið tillit til
kostnaðar ríkissjóðs vegna vama, fýrirbyggjandi aðgerða og bóta vegna riðu (hluti viðfangsefn nr. 233 og
nr. 851 í ríkisreikningi).
5 Niðurgreiðslur á kindakjöti hófust á árinu 1943 með setningu svokallaðra dýrtíðarlaga. Samkvæmt lögu-
num skyldi greiða niður verð kindakjöts, nýmjólkur, smjörs og kartaflna.
Gildistími núgildandi búvörusamnings um framleiðslu sauðfjárafurða er tímabilið frá 1.1.2001 til
31.12.2007.
Um álagsgreiðslur vegna gæðastýringar segir m.a. í núgildandi búvörusamningi: Gerð hefur verið sérstök
áætlun um uppbyggingu gæðastýringar í sauðfjárrækt. Þeir bændur sem taka þátt í því verkefhi fá greiðslur
sem nema að hámarki 100 kr/kg á ákveðna gæðaflokka dilkakjöts. Nánari lýsingu er að finna í fylgiskjali 1
með sjálfum samningnum.
8
Til skýringar: Hér er lögð að jöfnu verðmætasköpun í nautgriparækt í heild og stuðningur stjómvalda við
mjólkurframleiðslu samkvæmt ríkisreikningi. Þar sem tekjur af mjólkurframleiðslu eru um 92,3% af heil-
dartekjum kúabúa samkvæmt verðlagsgrundvelli kemur fram u.þ.b. 2% skekkja í útreikningnum (að teknu
tilliti til sölu nautakjöts frá mjólkurframleiðslubúum) sem ekki er tekið tillit til hér.
9
Sérhæfð bú á greiðslumarksskrá 2004 sem eru með 80% eða meira af virku greiðslumarki í kindakjöti.