Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Page 570
568 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
Sveppir eftir sinubrunann á Mýrum 2006
Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir
Náttúrufræðistofnun Islands, Borgum við Norðurslóð, 600 Akureyri
Útdráttur
I forkönnun á fungu þriggja sniða á svæðum sem brunnu á Mýrum 30. mars til 1.
apríl 2006 og eins sniðs á nærliggjandi svæði sem ekki brann var safnað 36 sýnum
af 24 tegundum sveppa. í óbrunnu landi fundust þrettán tegundir og voru níu þeirra
svepprótarsveppir og þrjár rotsveppir auk einnar sem sníkti á aldinum hattsvepps. A
brunnu landi fundust samtals 20 tegundir og voru sex þeirra svepprótarsveppir en fjórtán
rotsveppir, af þeim þrjár á taði. Með fyrirvara um að aðeins ijögur snið voru skoðuð
þá uxu fremur stórvaxnar Leccinum tegundir með fjalldrapa á óbrunnu landi en ekki á
brunnu. Það gæti bent til þess að fjalldrapi á brunna svæðinu hafi eftir eldana ekki haft
nóga orku til að þessir svepprótarsveppir hans gætu myndað sveppaldin.
Inngangur
Lítið sem ekkert er vitað um áhrif sinubruna á sveppi hérlendis. Það þótti því rétt að
kanna fungu brunnins lands og bera hana saman við þá sem einkennir svipað óbrunnið
land á Mýrum eftir sinubrunann mikla sem þar varð 30. mars til 1. apríl 2006. Funga
er það orð sem notað er um sveppi á sama hátt og flóra er notað um plöntur og fána um
dýr. Líklegt þótti að áhrifin kæmu fyrr fram hjá asksveppum og öðrum þeim sveppum
sem fá næringu sína úr jarðvegi en hjá þeim kólfsveppum sem mynda svepprót t.d.
með fjalldrapa. Þar sem óvíst var hvort rétt væri að byrja strax fyrsta sumarið eða gefa
áhrifunum lengri tíma til að koma fram var ákveðið að fara milliveginn og gera forkönnun
fyrsta haustið, eða 22 vikum eftir brunann, en rannsaka fungu svæðisins síðsumars
2007. Það er mjög misjafnt hversu vel eða illa funga einstakra svæða er þekkt. Mýramar
verða að teljast til lítt kannaðra svæða þar sem hinir stærri sveppir hafa aðeins verið
skoðaðir einu sinni áður, svo vitað sé, þann 14. ágúst 1989 þegar Helgi Hallgrímsson
safnaði sveppum í landi jarðarinnar Langárfoss, norðan við Skervötn, í því sem hann
kallaði dæmigert „Mýra-landslag”. Hann safnaði 25 tegundum ýmist í birkikjarri og
lyngmólendi í klettaholtum eða í klófifuflóum þar sem bamamosar (Sphagnum spp.)
vom áberandi (sveppasafn Náttúrufræðistofnunar (AMNH) og óbirt fylgigögn sýna frá
Helga Hallgrímssyni, Plöntuvefsjá Náttúrufræðistofnunar).
Bmnakærir (pyrophilous, phoenicoid, carbonicolous, fireplace, post-fire) kallast þeir
sveppir sem mynda aldin sín á sviðnum jarðvegi og koluðum viðarleifum og finnast
oft í yfirgefnum brennustæðum og eftir skógar-, kjarr-, eða sinuelda. Þessir sveppir
þola hækkað sýrustig og þeir sem fyrst vaxa em vankynssveppir og asksveppir (oftast
af skálætt, Pezizaceae) fyrstu tíu mánuðina eftir bruna (Sagara 1992). Islenska fungan
er fremur fátæk af þessum sveppum og hafa aðeins sex tegundir asksveppa, Ascobolus
carbonarius, Cheilymenia crucipila, Iodophanus carneus, Peziza echinospora, P.
lobulata og Sphaerosporella brunnea, fundist á slíkum stöðum þar af þrjár tegundanna