Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Síða 578
576 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
varðar tekjumyndun og aðdráttarafl fyrir ferðamenn er á þessum tíma orðið mörgum
ljóst (Elmont, 1995, 61). Árið 1998 var hugtakið „culinary tourism” sett fram í fyrsta
skipti svo vitað sé, en það var sérfræðingur á sviði þjóðfræði og alþýðumenningar, Lucy
Long við Bowling Green State í Ohio sem setti hugtakið fram til að útskýra þá reynslu
að upplifa menningu þjóða í gegnum matarmenningu þeirra og matargerðarlist (Wolf,
2004, 5).
í dag er viðurkennt að matarferðamennska er orðin mikilvægur hluti heildarumfangs
ferðamennsku hér á landi sem erlendis (Laufey Haraldsdóttir, 2006). Það er öllum
ferðamönnum nauðsyn að borða á sínum ferðalögum en margir ferðast til að borða og
til að kynnast mat og drykkjum og matarvenjum ólíkra þjóða eða svæða. Með þeim
hætti verður matur og drykkur segull eða aðdráttarafl í ferðamennsku en einnig hluti af
menningartengdri ferðamennsku (Laufey Haraldsdóttir og Ólöf Hallgrímsdóttir, 2005,
252-253).
í matarferðamennsku er áhersla lögð á að ferðamenn upplifi matarvenjur og hráefni af
hverju svæði fyrir sig um leið og svæðið er heimsótt. Með því móti verður matartengda
upplifunin hluti af heildarupplifun ferðamannsins á svæðinu. Þannig getur jákvæð
upplifun af mat, aukið líkur á að viðkomandi gestir kaupi matvæli frá svæðinu síðar
(Hall ofl. 2003, 10). Áhersla á matarferðamennsku og uppruna hráefna er gjaman nýtt
sem leið til að auka sérstöðu, styrkja ímynd og bæta samkeppnishæfni áfangastaða.
Meðal þess sem telja má fýsilegar leiðir til að ná til viðskiptavina á veitingastöðum, er
að merkja og/eða kynna allan mat vel svo viðskiptavinurinn viti hvað hann er að borða
og hvers vegna matvaran er áhugaverð eða merkileg. Sérstaklega er mikilvægt að láta
viðskiptavini vita ef verið er að bjóða upp á hráefni sem er heimafengið, af svæðinu
eða ef matreiðsluaðferðir em hluti af gamalli hefð (Ingibjörg Sigurðardóttir, 2005, 337).
Eitt öflugasta sölutæki veitingastaða er matseðillinn. Með honum getur söluaðili matar
komið skýmm skilaboðum til viðskiptavina um sérstöðu þess matar sem í boði er (Molz,
2004, 56).
Hollusta og heilbrigði matvæla er þáttur sem sífellt fleira fólk hugsar um. I því sambandi
er rekjanleiki matvæla mikilvægur þáttur. Það er þekking á upprana og eðli hráefna, t.d.
hvort notuð hafi verið eiturefni við framleiðsluna eða hvort matvælin séu erfðabreytt.
Slíkar kröfur er oft tiltölulega auðvelt að uppfylla þegar verið er að vinna með staðbundin
matvæli (Kittler og Sucher, 2001, 31).
Segja má að með matarferðaþjónustu sé verið að koma til móts við þarfir og væntingar
viðskiptavina sem vilja kynnast viðkomandi svæði með sem fjölbreytilegustum hætti og
með sem flestum skilningarvitum. Fólk vill ekki aðeins sjá og heyra, það vill líka lykta
og bragða á því sem svæðið hefur upp á að bjóða (Beer ofL, 2002, 207). Með þessu móti
er lagður grannur að matarferðaþjónustu dagsins í dag, það er að svæði eða staður verður
áfangastaður vegna matar, drykkjar eða matarmenningar (Boniface, 2003, 15-16).
Rannsóknarviðfang
í síaukinni samkeppni nútímans keppast söluaðilar og framleiðendur á vörum um að
fanga athygli neytenda. Því er áreiti margvíslegra upplýsinga og auglýsinga mikið
og áhugavert að vita hvort merkispjöld og auglýsingar hafi afgerandi áhrif á viðhorf
neytenda. Meginrannsóknarspuming könnunarinnar var eftirfarandi: Er marktœkur