Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Page 580
578 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
mikilvægt, en 89% svarenda í þeim hópi sem fór í gegnum verslunina þegar merkingar
voru ekki uppi. Sérstaka athygli vaki sú ríka áhersla sem nær allir þátttakendur lögðu á
að kynna skagfirsk matvæli fyrir ferðamönnum. Um 97% svarenda í samanburðarhópi
(X) töldu mikilvægt að kynna svæðisbundin matvæli fyrir ferðamönnum og um 94%
svarenda í tilraunahópi (Y).
Umræða
í sívaxandi samkeppni, bæði í ferðaþjónustu og öðrum atvinnugreinum, er þekking á
viðhorfum viðskiptavina mikils virði og í raun grundvöllur þess að mögulegt sé að mæta
væntingum þeirra. Umræða um mat og vín í íslensku þjóðfélagi heíur líklega sjaldan
eða aldrei verið meiri en nú og má kannski segja að matur og vín séu í tísku (Laufey
Haraldsdóttir og Ólöf Hallgrímsdóttir, 2005, 251). Aukinn áhugi á matarmenningu og
staðbundnum hráefnum er þáttur sem fylgir í kjölfar aukins áhuga á mat og drykk. Því er
hverju landi og svæði mikilvægt að huga að sínum sérkennum og reyna að mæta þörfum
og væntingum viðskiptavina með því að gera hráefni og matarmenningu aðgengileg.
Niðurstöður þessarar tilraunar benda einnig í þessa átt. Mikill meirihluti þátttakanda í
könnuninni töldu mikilvægt að þekkja uppruna þeirra hráefna sem keypt eru og áhersla
á að kynna matvæli af svæðinu fyrir ferðmönnum er rík. Þetta eru sterkar vísbendingar
í þá átt að almenningur telji sóknarfæri fólgið í því að kynna skagfirskan mat og
matarmenningu fyrir ferðamönnum. Sambærilegar vísbendingar hafa víða komið
fram áður, meðal annars í Skagafirði (Murray, I., Haraldsdóttir L. 2004). Niðurstöður
rannsóknarinnar benda eindregið í þá átt að svara megi rannsóknarspumingunni játandi
og að draga megi þá ályktun að upplýsingar um uppmna og eðli matvæla hafi áhrif á
viðhorf viðskiptavina.
Þessi niðurstaða vekur upp spumingar þess efnis livort merking staðbundinna matvæla
sé vannýtt tækifæri fyrir matvælaframleiðendur og söluaðila í Skagafirði. I framhaldi
af því má velta upp spumingu þess efnis hvort að aukin kynning á skagfirskri matarhefð
og matarmenningu með áherslu á gæðahráefni úr héraði, sé ekki áhugaverður kostur
fyrir ferðaþjónustuaðila í Skagafirði sem vilja marka sér sérstöðu á landsvísu. Slíkt er
sérstaklega áhugavert í ljósi þess að Sveitarfélagið Skagafjörður hefur samþykkt og birt
stefhumótun sína í ferðamálum fyrir árin 2006-2010, en þar er lögð sérstök áhersla á
fjóra þætti ferðaþjónustu í héraði, þ.e. menningartengda, hestatengda og matartengda
ferðaþjónustu auk ferðaþjónustu tengda útivist (Ferðamáladeild Hólaskóla, 2006).
Til að afla frekari vitneskju um þetta viðfangsefni er mikilvægt að huga að enn ffekari
rannsóknum á þessu sviði. Enda er það hagsmunamál margra aðila í héraði og á
landsvísu að efla ferðaþjónustu með rannsóknum og þróun á þessu sviði.
Að rannsókninni kom einnig Fríða Björk Pálsdóttir. Sérstakar þakkir fyrir fræðilega ráðgjöf fær
Margrét Lilja Guðmundsdóttir.
Heimildaskrá
Beer, S., Edwards, J., Femandes, C. og Sampaio F. (2002). Regional food cultures: integral to the rural
tourism product?. í A. M. Hjalager, og G. Richards (ritstj.) Tourism and Gastronomy. London:
Routledge.
Blumberg, B., Cooper, D.,R. & Schindler P., S. (2005). Business Research Methods. UK: Mc Graw Hill.