Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Page 582
580 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
Stofnstærð, far og fæða urriða í efri hluta Elliðaánna
Friðþjófur Amason og Þórólfur Antonsson
Veiðimálastofnnn, Keldnaholti
Útdráttur
I maí árið 2005 voru stundaðar stangveiðar á urriða í efri hluta Elliðaánna. Þetta var í
fyrsta skiptið sem stangveiðar voru stundaðar á þessum tíma í Elliðaánum. I tengslum við
þessar veiðar voru gerðar rannsóknir með það að markmiði að fá vitneskju um stofnstærð,
far og fæðu þess urriðastofns sem veiðar vom stundaðar úr og hvort einhver meðafli yrði
af öðrum tegundum. Veiðisvæðið er um 2,2 km langt og nær frá útfalli Elliðavatns
niður að veiðistað sem kallast Hraunið. Samkvæmt merkingum og endurheimtum í maí
2005 var stofnstærð urriða (á aldrinum 4-8 ára) metin 960 (95% öryggismörk = 506-
1414) fiskar á þessu svæði. Samtals veiddust 219 urriðar á stöng í maí 2005, sem er
22,8% (95% öryggismörk = 15,5%-43,3%) af útreiknaðri stofnstærð svæðisins. Flestir
veiddir urriðar vom á aldrinum fjögurra til sex ára. Meirihluti veiðinnar var á efstu
veiðistöðum svæðisins. Lítið var um að urriðar flökkuðu milli Elliðavatns og Elliðaáa
á þessu tímabili og flestir fiskar sem merktir vom árið 2005 endurveiddust á sama stað
og þeir voru við merkingu. Eingöngu urriði veiddist i vorveiðunum. Mikilvægasta
fæða urriðans á þessu svæði var bitmý og engin laxfiskaseiði fundust í magasýnum sem
tekin vom af afla. Rannsóknir benda ekki til þess að urriðar neðan vatns hafi bein áhrif
á laxastofn Elliðaánna. Mikilvægt er að fylgjast vel með stofnstærð urriða neðan vatns,
einkum ef vorveiðar verða stundaðar áfram, og þá með það að markmiði að fylgst sé með
áhrifum nýtingar á stofninn.
Inngangur
Stangveiðar á urriða (Sahno trutta) í efrihluta Elliðaáa vom stundaðar frá 1. maí til
31. maí árið 2005. Þetta var í fyrsta skiptið sem urriðaveiðar em stundaðar á stöng á
þessu tímabili í Elliðaánum og litið var á þessar veiðar og rannsóknir þeim tengdar sem
athugun á nýtanleika stofnsins. Einnig var ætlunin með rannsókninni að meta hvort
urriði í efsta hluta Elliðaánna væri í mikilli samkeppni við laxastofn (Salmo salar)
árinnar og jafnframt athuga afrán urriða á laxaseiðum. Slíkar beinar rannsóknir hafa
ekki verið gerðar á urriða neðan Elliðavatns áður, fyrir utan að í árlegum rannsóknum
Veiðimálastofnunar á seiðastofnum laxfiska í Elliðaárkerfinu, hefur ástand urriðaseiða
verið kannað á tveimur stöðum í þeim hluta Elliðaánna þar sem stangveiðar vom
stundaðar á þessu tímabili (Þórólfur Antonsson o.fl. 2005). Frá árinu 1987 hefur árlega
verið fylgst með ástandi urriða og bleikju í Elliðavatni. Þær rannsóknir sýna að á
þessu tímabili hefur fjöldi urriða haldist nokkuð stöðugur á sama tíma og bleikju hefur
fækkað mikið (Þórólfur Antonsson og Guðni Guðbergsson 2000, Þórólfur Antonsson
o.fl. 2005). Sambærilegar rannsóknir og þær sem hér er greint frá hafa verið gerðar á
öðrum íslenskum urriðastofnum í straumvatni. I efri hluta Laxár í Þingeyjarsýslu, þar
sem er staðbundinn urriðastofn, hefur far, (Gísli Már Gíslason o.fl. 2002) stofnstærð og
veiðihlutfall (Jón Kristjánsson 1977, Jón Kristjánsson 1978, Gísli Már Gíslason o.fl.