Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Side 585
583 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
Tilbúinn áburður til uppgræðslu - hversu lítið er nóg?
Daði Lange Friðriksson og Magnús H. Jóhannsson
Landgrœðsla ríkisins
Inngangur
Langtímamarkmið uppgræðslu felast í því að endurheimta fjölbreytta gróðurþekju á lítt
eða ógrónu landi. Þar sem lítill gróður er til staðar, er næringarástand jarðvegs lélegt og
vatnsheldni lítil. Ástand jarðvegsins er slíkt að gróður dafnar ekki og gróðurframvinda
er hæg. Víða á rofsvæðum landsins þar sem svona er ástatt er nauðsynlegt að sá öflugum
landgræðslutegundum til þess að mynda samfellda gróðurþekju. Endurtekin áburðargjöf
til að viðhalda gróðurþekjunni er nauðsynleg í nokkur skipti þangað til að þekjan er
orðin sjálfbær. Það eru hinsvegar mörg rofsvæði á landinu þar sem, ef vel er að gáð,
er fjöldi tegunda í sverðinum, þó ekki séu þær allar mjög áberandi. Það er við þessar
aðstæður sem sáningar landgræðslutegunda eru oft óþarfar og nóg er að fríska við þann
gróður sem fyrir er með áburðargjöf.
Til að öðlast betri þekkingu á notkun áburðar við þessi skilyrði og leita leiða til að stýra
gróðurframvindu með áburðargjöf, var sett upp tilraun á Hólsfjöllum á Norðurlandi, þar
sem prófaðir voru 1) vaxandi skammtar tilbúins áburðar á sandmel og 2) mismunandi
áburðartími. Tilraunin er hluti af stærri tilraun sem sett var upp á þremur stöðum á
landinu á Norður-, Suður- og Suðausturlandi árið 2003 af Landgræðslu ríkisins.
Efni og aðferðir
Tilraunin var sett upp í fjórar blokkir og var öllum meðferðum raðað handahófskennt inn
í hverja þeirra. Hver blokk er 70m x 20m að stærð og inniheldur 14 tilraunareiti, hver
reitur er 5m x 20m að stærð eða 100m2.
Áburðarmagn skiptist í 6 meðferðir sem innihalda 0, 30, 60, 120, 240 og 480kg/ha af
áburði. Samanburður á áburðartíma skiptist svo í 10 flokka, 120 og 240kg/ha borin á í
rnaí, júní, júlí, ágúst og september. Tilraunaliðimir em því 14 samtals því maí 120 og
240kg/ha koma fyrir í báðum samanburðunum. Samtals em þetta 56 reitir sem þekja um
0,56ha svæði.
Árið 2003 var borið á alla reitina samkvæmt áðumefndu skipulagi. Borið var á um
rniðjan hvers mánaðar og var áburðinum handdreift. Fjölkoma áburður Græðir 7 frá
Áburðarverksmiðjunni var notaður (20% N, 5,2% P, 6,6% K, 1,7% Ca, 1,2% Mg og
3,7% S) (Áburðarverksmiðjan hf, 2006).
Gróðurmælingar fóm fram í ágúst bæði 2004 og 2005. Gróðurþekja var mæld þannig
að lagður var niður 0,5m x 0,5m rammi 5 sinnum tilviljunarkennt inn í hvem reit. Þekja
einstakra gróðurflokka var mæld í prósentum, <1, 2, 5, 10 og svo alltaf upp urn einn
hrg eftir það. Gróður var flokkaður á eftirfarandi hátt: Grös, aðrar blómjurtir, sinu,
byrkninga og starir, sef og hæmr. Hæð gróðurþekjunnar var einnig mæld og teknar vom