Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Page 599
597 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
Umhverfisstyrkir. Nýjar leiðir í stuðningi
við dreifbýli og landbúnað
Ólafur Amalds
Landbúnaðarháskóli íslands
Inngangur
Búseta í dreifbýli tekur nú örum breytingum. Atvinnuhættir á landsbyggðinni þróast og
í mörgum sveitarfélögum lifa færri af landbúnaðarframleiðslu en áður. Samtímis eykst
margvíslegri annarri atvinnustarfsemi ásmegin, svo sem ferðmennsku, fagstarfsemi og
fjölþættri þjónustu. Fólk sækir í auknum mæli út í dreifbýlið en á öðrum forsendum en
áður, tvöföld búseta færist í vöxt en um leið eiga sér stað miklar breytingar á eignarhaldi
bújarða.
Stuðningur við dreifbýli er afar mikill í flestum iðnríkjanna. Hann er talinn nauðsynlegur
af mörgum orsökum; landbúnaður er m.a. studdur til að tryggja fæðuöryggi, viðhalda
byggð og búsetulandslagi, en að auki kemur til margvíslegur stuðningur við byggðamál,
náttúruvemd, ferðamennsku o.fl. Umhverfisstyrkir eru í æ ríkari mæli notaðir í þróuðum
ríkjum til að styðja við dreifbýli, til vemdunar náttúm, landslags og menningarverðmæta,
og til endurheimtar á landgæðum. Um leið hefur þessi leið til að styrkja byggðir og
landnot verið notuð til mótvægis við niðurskurð framleiðslustyrkja sem nú er verið að
semja um á alþjóðavettvangi (WTO).
Fá ríki búa við eins hnignuð vistkerfi og ísland. Aðeins lítill hluti skóga og kjarrþekju er
eftir á landinu, jarðvegsrof hefur víða eytt stómm hluta frjórrar moldar af yfirborðinu, á
meðan önnur svæði em í afar hnignuðu ástandi, með skerta möguleika til vistfræóilegrar
þjónustu á borð við framleiðni gróðurs og vatnsmiðlunar. Það er því rík áhersla til að
rannsaka nánar umhverfisstyrki sem leið til stuðnings við dreifbýli Iandsins.
Ríkisvaldið styrkir landbúnaðarframleiðslu með búvörusamningum við bændur og
greiðir í margvíslega sjóði landbúnaðarins. Til þess er varið um 10 milljörðum króna á
ári, sem að langstærstum hluta styður við hefðbundna landbúnaðarframleiðslu og samtök
bænda. Áhersla á stuðning við skógrækt má telja til umhverfisgreiðslna. Landgræðsla
ríkisins stundar margháttaða landbótarstarfsemi, en hefúr takmarkaða fjármuni til að
styrkja sveitarfélög eða landnotendur til landbóta. Þá er hluti stuðnings við framleiðslu
sauðijárafurða bundinn ákvæði um gæðastýringu (sjá vef Bændasamtaka Islands), þar
sem tekið er tillit til landkosta. Sá hluti samningsins hefur nýverið tekið gildi svo reynslan
er takmörkuð og engin úttekt hefúr farið frarn á árangri ákvæðisins. Þetta ákvæði viiðist
hafa verið styrkt í nýgerðunr samningi sem bíður samþykki Alþingis.
í Evrópu er umræðan um stuðningsgreiðslur víðast hvar opin, þar sem leitað er eftir
víðtæku samráði sem flestra aðila sem koma að málum, á breiðum pólitískum vettvangi,
þvert á ráðuneyti, með þátttöku sveitarfélaga, umhverfissamtaka, landvemdarstofnana
o.s.frv. Til þess að leiða slíkt starf er ráðið fólk með sérfræðiþekkingu á sviði
umhverfismála, landbúnaðar- og umhverfisstjómsýslu (agricultural and environmental
policy), m.a. til ráðuneyta eða stofnana sem fara með þessi mál. Höfundi er ekki kunnugt