Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Page 600
598 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
um að slíkum vinnubrögðum hafi verið beitt hérlendis ennþá, ef undan er skilið nokkurt
samráð við fagaðila varðandi framkvæmd gæðastýringarákvæðis sauðfjárframleiðsl
usamnings ríkisvaldsins við bændur frá árinu 2000 sem þó fól ekki í sér stefnumótun
heldur aðferðafræði við útfærslu samningsins. Aukin notkun umhverfisstyrkja á Islandi
hefur í raun ekki verið rædd í neinni alvöru, a.m.k. á neinum vettvangi sem fagaðilar um
umhverfismál koma að, þó með þeim undantekningum sem hér voru nefhdar (skógrækt,
landgræðsla og gæðastýring í sauðfjárrækt er varðar framkvæmd samninga).
Þróunin
Evrópuríkin og Bandaríkin hafa á undanfömum ámm stóraukið svokallaðan hvetjandi
stuðning (incentivepayments) í þágu umhverfismála tengdum landbúnaði (sjá t.d. OECD
2004). Þar má t.d. nefna aukin stuðning við landbúnað sem notar minna af áburði,
aðskotaefnum og ræktunartækni sem byggir upp lífræn efni í moldinni. Þá hafa komið
til greiðslur sem stuðla að því að taka land úr hefðbundnum landbúnaðamotkun, oft í
þágu umhverfisvemdar, enda þótt offramleiðsla sé oft undirliggjandi ástæða. I Evrópu
munar mestu um hinar svokölluðu „agri-enviromentar greiðslur, sem hafa aukist um
tæp 70% á milli tímabilanna 1994-2000 annars vegar og 2000-2006 hins vegar (þá 3,7
milljarðar €). Önnur lönd, t.d. Kanada, Astralía og Nýja Sjáland hafa aukið gríðarlega
stuðning sinn við umhverfismál á vettvangi sveitarfélaga (þekkt verkefni em t.d. Land
Care verkefnin og aðferðafræðin sem em ættuð frá Astralíu en hafa breiðst út, svo og
aðferðafræði og verkefni sem virkjar landnotendur til ábyrgðar og góðra verka á sviði
umhverfismála, svokallaðar participaton’ aðferðir).
Þá em lög og reglugerðir notuð til að setja skorður fyrir framleiðsluaðferðir sem hafa
neikvæð áhrifi en misjafnt er eftir löndum og ríkjasamböndum hvemig að þessu er
staðið. Segja má að nú sé nánast allur stuðningur í Evrópu bundinn ákvæðum um
vemdun landkosta, m.a. með cross compliance ákvæðum. Samkvæmt þessu ákvæðum
verða landnotendur að standast ákvæði um landvernd og vatnsvemd, bæði Evrópureglur
og innlend lög og reglur. Hins vegar er lítið um að skattaákvæði séu notuð í þessu skyni
(t.d. skattar á slæma notkun eða ívilnanir fyrir æskilega notkun).
Rétt er að minna á að Evrópusambandið hefur nýleg lagt fram áætlun um jarðvegsvemd
(Thematic Strategy,) (EC-Europa 2006), sem m.a. hefur tilskipun (directive) á
stefnuskránni, en slík lagasetning stendur á eldri merg víða annars staðar, t.d.
Bandaríkjunum (sjá yfirlit í Imeson o.fl. 2006).
Evrópa
Um helmingur alls lands í Evrópu er nýttur til landbúnaðar (EC 2003a). Stærsti hluti
stuðnings til landbúnaðar í Evrópu er styrktur samkvæmt sameiginlegri stefnu innan
sambandsins eða „the Common Agricultural Policy; CAP“ (Sjá EC 2003 a,b). Þarna er
um gríðarlega fjármuni að ræða, enda rennur meginhluti íjárlaga Evrópusambandsins
(ESB) til landbúnaðarmála. Arlega nemur þessi upphæð >4000 milljörðum kr, en auk
þess nýtur dreifblýlið stuðnings samkvæmt öðmm leiðum. Hluti þessa fjármagns er
notaður í svonefnda umhverfistengda landbúnaðarstyrki (Agri-Environmental), sem