Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Page 602
600 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
Áhersla er lögð á samhengi við alþjóðleg stefnumið í umhverfismálum og
sjálfbæra þróun, þ.m.t. samvinna við sveitarfélög að ýmiss konar verkefnum, en
ekki aðeins framleiðendur matvara eða landeigendur, m.a. í anda Dagskrár 21 og
Staðardagskrár 21 (Local Agenda 21).
Hvað með ísland?
Geta Islendingar eitthvað lært af þessari reynslu annarra? Hvemig fellur núverandi
styrkjakeríi að örum breytingum í dreifbýli landsins? Umræða og aðferðafræði hérlendis
er almennt mjög einskorðuð við bændur, þar sem fleiri ættu sannarlega að koma að
borðinu. Þó er landbúnaður skilgreindur mjög rúmt í lögum hérlendis sem annars staðar
(t.d. jarðalög), og er síst af öllu einskorðaður við hefðbundnar framleiðslugreinar, heldur
fremur hvers kyns nýting lands og/eða búseta í dreifbýli. Ferðaþjónusta er ört vaxandi
atvinnugrein sem hefur bjargað mörgum sveitarfélögum frá hmni. En uppbyggingin
er víða ómarkviss, sumt er vel gert en þó má segja að margt sé afar vanþróað og
mikilvægir þættir verða nánast algjörlega útundan, t.d. uppbygging á mikilvægum
ferðamannastöðum á borð við Landmannalaugar. Stuðningur er of lítill, ekki síst við
faglega vinnu við margvíslega uppbyggingu á vegum sveitarfélaga sem einstaklinga. Nú
var verið að semja um >3 milljarða kr stuðning við sauðfiárbændur. Hví ekki að láta aðra
3 milljarða til að styðja við ferðamennsku og umhverfismál í dreifbýli? Ferðamennska
er sá atvinnuvegur sem vex hvað örast í dreifbýli, en þarfnast sárlega stuðnings; landið
þarfnast aðhlynningar! Þá má geta þess að stjórnskipuð nefnd um endurheimt votlendis
gerði það að tillögu sinn að „Stjómvöld beiti sér fyrir því að endurheimt votlendis verði
einn af valkostum landeigenda hvað varðar grænar greiðslur í landbúnaði.“ Það er mitt
mat að opna þurfi umræðu um styrki til dreifbýlis og hefja faglega vinnu á breiðum
vettvangi, líkt og gert hefur verið annars staðar í Evrópu.
Hvaða verkefni gætu komið til greina fyrir umhverfistengda landbúnaðar- og
dreifbýlisstyrki á Islandi? Sá listi er raunar ansi langur, bæði vegna þess að það em
margir möguleikar til að styrkja byggð og möguleika mannsins til nýtingar náttúmnnar
í dreifbýli umfram það sem nú er. Um leið er vert að hafa í huga lélegt ástand landgæða
víða á landinu, þar sem mikið verk er að vinna. Meðal dæma sem má tilgreina em:
• Landgræðsla (bændur, frjáls félagasamtök, sveitarfélög).
• Endurheimt landgæða og staðargróðurfars, m.a. birkiskóga og votlendis, á
vegum einstaklinga og sveitarfélaga.
• Skógrækt (er mikið starf nú þegar).
• Margvísleg gróðurvemd.
• Búsvæði fyrir fuglalíf o.fl.
• Vatnsvemd og frjósemi laxveiðiánna.
• Hætta beit á rofsvæði og auðnir /friðun afrétta.
• Varðveisla, skráning og umhirða menningarminja. Varðveisla búsetulandslags.
• Varðveisla búfjárstofna (stuðningur við varðveislu, gömlu íslensku búfjárkynin
hafa varðveislugildi á heimsmælikvarða).