Bændablaðið - 12.05.2021, Blaðsíða 6
Bændablaðið | Miðvikudagur 12. maí 20216
Landbúnaðarráðherra boðaði til streymis
fundar í síðustu viku um umræðuskjal um
landbúnaðarstefnu fyrir Ísland. Ég hvet
bændur til að kynna sér þau áhersluat
riði sem þar koma fram. Í skjalinu er að
finna fjölmörg atriði sem gefa bændum
tækifæri til að efla framleiðslu á afurð
um tengdum landbúnaði. Einnig hefur
ráðherra tilkynnt um fundaröð um landið
til að kynna drögin og vil ég einnig hvetja
bændur til að fjölmenna á þá fundi því á
slíkum fundum skapast tækifæri til að
koma sjónarmiðum og athugasemdum á
framfæri.
Umræðuskjalið er komið inn á samráðsgátt
Stjórnarráðsins og hvetjum við bændur til
þess að skila inn athugasemdum en jafnframt
munu samtökin taka saman athugasemdir um
þau atriði sem þau verða áskynja um og sem
betur megi fara. Það er löngu tímabært að
sett verði fram stefna um landbúnað til lengri
tíma. Ég vil fagna framkomnu umræðuskjali
en auðvitað er margt þarna inni sem á eftir að
útfæra, en nýtum tækifærin sem eru til staðar,
því eins og fram kemur þá er íslenskur land-
búnaður lykilstoð í okkar samfélagi.
Starfsmenn
Ég vil hvetja atvinnurekendur í landbúnaði
til þess að huga að starfsmönnum sínum á
þessum fordæmalausum tímum. Það eru
margir starfsmenn af erlendu bergi brotnir
sem starfa í landbúnaði og því er mikilvægt
að vinnuveitendur tryggi að starfsmenn
skrái sig á heilsugæslustöð svo heilbrigð-
isyfirvöld komi skilaboðum til þeirra um
mætingu í bólusetningu. Það er okkur öllum
mikilvægt að ná til allra í bólusetningarferl-
inu og atvinnurekendur sinni skyldu sinni
um að upplýsa sína starfsmenn um fyrir-
komulagið hér á Íslandi. Allar upplýsingar
um bólusetningar og málefni því tengt er að
finna á covid.is og þar má einnig finna leið-
beiningarnar á fjölmörgum tungumálum.
Búnaðarþing
Fyrirhugað er aukabúnaðarþing þann 10.
júní næstkomandi þar sem stefnt verður
að samþykkt á nýjum samþykktum
Bændasamtakanna á grundvelli samþykktar
Búnaðarþings frá 23. mars síðastliðnum.
Búnaðarþingið verður haldið á fjarfundar-
formi og einungis eitt mál á dagskrá,
sem er staðfesting á nýjum samþykktum
ásamt samþykktum um uppstillingarnefnd
og kosningu tveggja fulltrúa til viðbótar
inn í stjórn Bændasamtakanna. Einnig
verða fyrstu drög að stefnumörkun fyrir
Bændasamtökin kynnt
Fjölmörg aðildarfélög hafa þegar haldið
sína aðalfundi og samþykkt nýtt fyrir-
komulag. Það er von mín að frá og með 1.
júlí næstkomandi munum við starfa eftir
nýjum samþykktum og fyrirkomulagi.
Mikill undirbúningur hefur farið fram hér
á skrifstofu samtakanna um að innleiða nýtt
skipurit og verður það áskorun að takast
á við það og ná fram þeim slagkrafti sem
felst í nýju fyrirkomulagi bændum til heilla.
Merking matvæla
Hafinn er undirbúningur að búvörumerki fyrir
íslenskar landbúnaðarafurðir. Það er unnið
á grundvelli sambærilegra merkja sem er
við lýði í Skandinavíu. Nauðsynlegt er að
undirbúningur að innleiðingunni verði í góðu
samtali við framleiðendur og afurðastöðvar
í greininni svo og verslunina og neytendur.
Nauðsynlegt er að merkið standi undir merki
um íslenskar afurðir og verði öllum til hags-
bóta til að upplýsa um afurðir sem framleiddar
eru hér og unnar hvort sem er í verslunum,
veitingastöðum og mötuneytum. Þetta er eitt
af mikilvægustu atriðum er lýtur að mark-
aðssetningu á afurðum sem framleiddar eru
með hreinu vatni í heilnæmu umhverfi og án
sýklalyfja.
Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum
á landinu og á öll lögbýli landsins.
Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti
gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 11.600 með vsk. (innheimt í tvennu lagi).
Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar 7.600 með vsk.
Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík.
Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279
Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar −
SKOÐUN
Íslensk stjórnvöld eru komin í dálítið
undarlega stöðu vegna nær alsjálfvirkra
samþykkta á reglum sem hlaðið hefur
verið einhliða og óumbeðið ofan á EES
samninginn. Eitthvað sem íslenska þjóð
in hefur aldrei fengið að kjósa um.
Þjóðin fékk ekki heldur að kjósa um
samninginn sem gerður var af þrem
aðildarríkjum Fríverslunarsamtaka Evrópu
(EFTA), Íslandi, Noregi og Liechtenstein
við 28 aðildarríki Evrópusambandsins
1993.
Margir lofa EES-samninginn sem tók
gildi 1. janúar 1994 í hástert og segja gildi
hans fyrir íslenskan efnahag ótvírætt.
Vissulega breytti aðlögun Íslands að þessum
samningi heilmiklu í okkar viðskiptum, en
samt er útilokað að fullyrða að án hans væri
væri allt hér miklu verra. Einfaldlega vegna
þess að Íslendingar og EFTA-þjóðirnar sem
heild hefðu aldrei setið með hendur í skauti
og sett öll sín viðskipti í núllstöðu.
EFTA-ríkið Sviss hefur t.d. aldrei verið
hluti af EES-samningnum, en trúlega
stendur engin Evrópuþjóð efnahagslega
betur en Svisslendingar í dag, nema
borgríkin í Liechtenstein og Lúxemborg.
Tölur Alþjóðabankans (World Bank)
sýna að verg landsframleiðsla (VLF)
á mann 2019, eða fyrir COVID-19, var
mest í Liechtenstein, eða 181.402 (US)
dollarar á mann. Þar eru íbúar 38.896 og
búa í 160 ferkílómetra (km2) landi sem er
ekki aðildarríki ESB.
Lúxemborg var í öðru sæti með 114.685
dollara. Þar eru íbúar 633.622 og búa á
2.586,4 km2. Síðan kom Sviss með 81.989,
þá Írland með 78.779 dollara, Noregur
75.420 dollara og Ísland með 67.085
dollara á mann. Bandaríkin koma svo fast
á hæla Íslandi, 65.298 dollara.
Þegar menn líta til Evrópusambandsins
sjá margir beina aðild sem lokatakmarkið
í innleiðingu á óumbeðnu viðbótar reglu-
verki EES-samningsins. Þá er Þýskaland
yfirleitt talið límið sem heldur því saman.
Þjóðverjar eru vissulega til fyrirmyndar
á mörgum sviðum. Þessi hornsteinn ESB er
samt mikill eftirbátur Íslands þegar kemur að
vergri landsframleiðslu á mann sem gjarnan
er notað til að meta efnahagsstyrkleika
þjóða. Þar var landsframleiðslan samkvæmt
tölum Alþjóðabankans „aðeins“ 46.468
dollarar á árinu 2019. Eða nær þriðjungi
lægri en á Íslandi og 35.521 dollurum lægri
á mann en í Sviss sem stendur utan við bæði
ESB og EES.
ESB-landið Danmörk er með talsvert
minni verga landsframleiðslu á mann en
Ísland, eða 60.213 dollara. Svíþjóð er með
51.648 dollara og Finnland með 48.771
dollar.
Bretland, sem er nýgengið úr ESB, var
42.329 dollara VLF á mann 2019. Fyrir
utan fjölmennasta ESB-ríkið Þýskaland, þá
er Frakkland næstfjölmennasta ríkið og ein
af meginstoðum bandalagsins með 40.495
dollara á mann. Þriðja stærsta aðildarríkið,
Ítalía, var með 33.226 dollara og fjórða
stærsta ESB-ríkið, Spánn, var með 29.565
dollara VLF á mann á árinu 2019.
Þegar litið er á þessar tölur mætti öllum
vera ljóst að Ísland er efnahagslega betur
statt en öll ESB-löndin að undanskildu
borgríkinu Lúxemborg og Írlandi. Því ætti
mönnum líka að vera það ljóst að Ísland
mun aldrei fá einhverja ölmusu úr sjóðum
ESB. Það er hrein blekking að halda slíku
fram. Nettó aðildargjöld hljóta því að verða
mjög há fyrir Ísland.
Spurningin er bara hvort EES-samn-
ingurinn muni með rúllupylsu aðlögunar-
aðferðinni, á endanum gera íbúa Liechten-
stein, Noregs og Íslands sjálfkrafa að hæstu
skattgreiðendum í heimi í sjóði ESB.
Eitthvað sem sem aldrei hefur verið borið
undir íbúa þessara þjóða. /HKr.
Umræðuskjal um íslenska landbúnaðarstefnu
Gunnar Þorgeirsson
formaður Bændasamtaka Íslands
gunnar@bondi.is
ÍSLAND ER LAND ÞITT
Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 − Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Erla Hjördís Gunnarsdóttir ehg@bondi.is –
Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Auglýsingastjóri: Guðrún Hulda Pálsdóttir ghp@bondi.is – Sími: 563 0303 –
Netfang auglýsinga: augl@bondi.is − Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is
Frágangur fyrir prentun: Ágústa Kristín Bjarnadóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621
Hofsós er þorp á Höfðaströnd við austanverðan Skagafjörð, báðum megin við ósa Hofsár. Þar er Vesturfarasetrið, safn og rannsóknarsetur tengt
vesturferðum Íslendinga 1870-1914. Það er í gömlu timburhúsi þar sem Kaupfélag Austur-Skagfirðinga var áður til húsa, og í nýbyggingu sem
reist var í sama stíl. Þar er ágætt skipalægi frá náttúrunnar hendi, einkum í norðaustanátt, og betra en annars staðar við Skagafjörð. Talið er að
verslun hafi hafist á staðnum á 16. öld, og er Hofsós því einn elsti verslunarstaður landsins. Þangað sóttu Skagfirðingar nær alla sína verslun
þar til byggð hófst á Sauðárkróki upp úr 1870. Föst búseta hófst á Hofsósi á 19. öld og flestir urðu íbúar þorpsins um 300 um miðja 20. öld.
Aðalatvinnuvegurinn var lengst af fiskveiðar og vinnsla sjávarafla og þjónusta við sveitirnar í kring en á síðustu árum hefur ferðamannaþjónusta
skipað æ stærri sess. Á Hofsósi er að finna eitt elsta bjálkahús landsins, Pakkhúsið, vörugeymslu frá tíma einokunarverslunarinnar. Það var
reist árið 1772. Í Pakkhúsinu er nú Drangeyjarsafn, helgað Drangey og nýtingu hennar fyrr og nú. Mynd / Hörður Kristjánsson
Af rúllupylsuaðferðum