Bændablaðið - 12.05.2021, Page 7

Bændablaðið - 12.05.2021, Page 7
Bændablaðið | Miðvikudagur 12. maí 2021 7 Frístundaklúbbur Grímsnes- og Grafnings- hrepps, sem eru nemendur á miðstigi Kerhólsskóla fór nýlega í tvær áhugaverðar heimsóknir á Stóru-Borg. Fyrst heimsóttu krakkarnir kirkjuna á staðnum þar sem Hörður Óli Guðmundsson, formaður sóknarnefndar, tók á móti hópnum og sagði frá sögu og starfsemi kirkjunnar. Eftir það var bílaverkstæði feðganna Þrastar Sigurjónssonar og Sigurjóns Þrastarsonar heimsótt, en þeir eru með alhliða bílaviðgerðir fyrir sveitunga sína og aðra, sem þurfa á slíkri þjónustu að halda. Báðar heimsóknirnar tókust stórvel. Þá má geta þess að klúbburinn fékk líka skemmtilega heimsókn 5. maí en þá komu tveir starfsmenn sprengjudeildar Landhelgisgæslunnar og kynntu starfsemi deildarinnar og sýndu hluta af þeim búnaði sem deildin vinnur með. Heimsóknin var stórskemmtileg og spurðu krakkarnir margra spurninga. /MHH LÍF&STARF Það vakti athygli kunnugra í Eyjafirði frétt í Bændablaðinu af hjónunum í Villingadal, þeim Guðrúnu Jónsdóttur og Árna Sigurlaugssyni þar sem þau veita við- töku viðurkenningu Búnaðarsambands Eyjafjarðar fyrir afburða árangur í sauð- fjárrækt. Viðurkenningarskjalið er mynd af stórhyrndum hrúti, en þau hjón hafa lagt sérstaka rækt við kollótt fé, og heldur þótt ami að hyrndu fé. Sveinn bóndi Sigmundsson á Vatnsenda, sem fitlar með ágætum við vísnagerð, vék vísu að þættinum af tilefni verðlauna þeirra hjóna í Villingadal: Myndin vekur sorg og sút, þau sanna fjárrækt kunna. „Hvað gerum við með hyrndan hrút?” -hugsa Árni og Gunna. Árangur í sauðfjárrækt tengist svo um- talsvert vorkomunni. Þá sjást ljóslifandi afurðir sæðinga og kynbóta. Þórarinn Már Baldursson orti af listfengi næstu vísur um vorkomuna: Loks er snjóa leysa fer, linnir Góu taki, ekki flóafriður er fyrir lóukvaki. Litlir fætur fara á ról, fölgrænt strá er étið. Bröltir út á bæjarhól blessað súpuketið. Bragi Björnsson bóndi á Surtsstöðum orti á köldu vori: Skyndilega skipti um svið, skráðist nýrri saga: Lífið virtist vonlaus bið vors og hlýrri daga. Verða að lifa ýmiss án, allvel þó svo vegni, þeir sem eiga allt sitt lán undir sól og regni. Vorið gengur von í hag, varman lengir daginn. Á þýða strengi ljúflingslag leikur engi og haginn. Á vorinu 1967 kvað Bjarni frá Gröf: Skattana mína ég skulda, skepnurnar drap ég úr hor. Blærinn er blár af kulda, við blessum þig, íslenska vor. Haraldur Zophoníasson á þessa einstöku lýsingu á vorkomunni: Aftur litar vorið veginn, vefur hita brá og kinn, vetrarslitum verður feginn veðurbitinn hugur minn. En víkjum nú frá vori og vísum tengdum því. Enn í dag þykir mörgum furðuleg sú gjörð þegar hinu staðarlega nafni á bænum Tumsu í Aðaldal var breytt í Norðurhlíð. Það þótti mörgum undar- leg tilskipan, enda orti þar um Konráð Erlendsson: Nú er komin nýrri tíð, nú er engin Tumsa, nú er komið að Norðurhlíð, nú er ég alveg klumsa. Friðjón Ólafsson orti um Edda ves- alinginn sem enga eirð fann fyrir kven- seminni: Ástin brennir unga menn, oft slær henni niður, einn mun kenna á því senn, okkar rennismiður. Eddi, þessi angurgapi oft á „Skjóna“ mikinn fer, reglulega röskur knapi ríður „onaf“ fyrir sér. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com 273MÆLT AF MUNNI FRAM Nemendurnir sem útskrifuðust frá Lýðskólanum á Flateyri laugardaginn 1. maí síðastliðinn. Mynd / Aðsend Útskrift og skólastjóraskipti við Lýðskólann á Flateyri Útskrift Lýðskólans á Flateyri fór fram laugardaginn 1. maí í þriðja sinn frá stofnun skólans. Vegna samkomutakmarkana var athöfninni streymt á Facebook-síðu skólans. Alls útskrifuðust 32 nemendur frá skólan- um að þessu sinni, 17 af námsbrautinni Hafið, fjöllin og þú og 15 af námsbrautinni Hugur, heimurinn og þú. Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menn- ingarmálaráðherra ávarpaði nemendur um fjarfundabúnað og óskaði þeim til hamingju með daginn. Hún sagði Lýðskólann efla nem- endur sína sem einstaklinga en einnig bæði samfélagið í kring og landið allt. Við athöfnina tilkynnti nú ver andi skóla- stjóri, Ingibjörg Guð munds dóttir, að hún hyggðist láta af störfum sem skólastjóri í sumar. Runólfur Ágústsson, formaður stjórnar, þakkaði Ingibjörgu góð og mikilvæg störf á erfiðum tímum snjóflóða og heimsfaraldurs. Nýr skólastjóri verður Katrín María Gísladóttir. Katrín María er Flateyringur. Hún er með BA í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri og meistaragráðu í forystu og stjórn- un frá Háskólanum á Bifröst. Katrín María er nú aðstoðarskólastjóri Lýðskólans á Flateyri en var áður verkefnastjóri tungumálakennslu flóttabarna hjá Ísafjarðarbæ og kennari við Grunnskólann á Flateyri. Hún hefur einnig frá árinu 2019 átt sæti í stjórn Lýðskólans og þekkir því starf skólans afar vel. Þetta kemur m.a. fram í tilkynningu frá skólanum. /MHH Líflegt hjá krökkunum í Frístundaklúbbi Grímsnes- og Grafningshrepps: Heimsóttu kirkju, bílaverkstæði og tóku á móti sprengjudeildarmönnum Landhelgisgæslu Feðgarnir Þröstur og Sigurjón, sem eru með bílaverkstæði á Stóru-Borg. Krakkarnir í Frístundaklúbbnum með Herði Óla á stéttinni við kirkjuna á Stóru-Borg. Myndir / Magnús Hlynur Hreiðarsson Þeir Andri Rafn Helgason (t.v.) og Sigurður Ásgrímsson, yfirmaður sprengjudeildarinnar, komu í heimsóknina á Borg, sem fór fram á útivistarsvæðinu við Kerhólsskóla.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.