Bændablaðið - 12.05.2021, Síða 8

Bændablaðið - 12.05.2021, Síða 8
Bændablaðið | Miðvikudagur 12. maí 20218 FRÉTTIR HUGVIT Í VERKI ÖNNUMST ALLAR ALMENNAR VINNUVÉLAVIÐGERÐIR VHE • Me l ab rau t 27 • Ha fna r f j ö r ðu r • H raun 5 Reyða r f i r ð i S ím i 575 9700 • Fax 575 9701 • www.vhe . i s • sa l a@vhe . i s Vönduð og góð þjónusta Bólusetningar geta komið í veg fyrir að vinnustaðir lamist vegna COVID-19 smita. Hægt er að draga verulega úr áhættunni sem fylgir COVID-19 ef stór hluti starfsfólk er bólusettur. Bólusetningar ganga vel og opnir bólusetningadagar eru vikulega fyrir ákveðna aldurshópa hjá heilsugæslunni. Mikilvægt er að allir fái þær upplýsingar ásamt hvatningu til að mæta. Ferlið sjálft tekur aðeins um 30 mínútur og þá er biðlað til atvinnurekenda að sýna sveigjanleika svo að starfsfólk geti mætt í bólusetningu. Boð með sms Boð í bólusetningu kemur með sms-i í símann ef fólk er skráð á heilsugæslu. Ef fólk er ekki skráð með símanúmer hjá heilsugæslu þá þarf það að fylgjast með tilkynningum um opna bólusetningadaga fyrir sinn aldurshóp. Þá dugar að mæta með skilríki og kennitölu til að fá bólusetningu. Allir sem búa og starfa á Íslandi eiga rétt á bólusetningu, sér að kostnaðarlausu. Vottorð veitir ákveðna undanþágu Bólusettir einstaklingar með vottorð um fulla bólusetningu eru undanþegnir tvöfaldri skimun með 5-6 daga sóttkví á milli við komuna til Íslands. Því er töluverður ávinningur fyrir bæði starfsfólk og vinnustaði að sem flestir séu bólusettir. Vinnutap og smithætta vegna ferðalaga erlendis er í lágmarki svo lengi sem fólk er bólusett gegn COVID-19. Bólusett fólk sem hefur verið útsett fyrir smiti getur fengið mótefnamælingu og ef mótefni er til staðar þá þarf það ekki að fara í sóttkví (nema dvalið sé á heimili með öðrum sem eru í sóttkví eða einangrun). Mikilvægt er þó að vera vakandi fyrir einkennum og forðast að vera í kringum viðkvæma hópa. Persónulegar sóttvarnir draga verulega úr fjarveru vegna sóttkvíar og veikinda af völdum COVID-19. Vinnustaðir um land allt hafa lent í töluverðum erfiðleikum þetta rúma ár sem faraldurinn hefur geisað, sér í lagi þegar upp kemur smit innan vinnustaðar og starfsmenn lenda í sóttkví eða þaðan af verra: veikjast af COVID-19 í lengri tíma með tilheyrandi einangrun. Vinnusamir einstaklingar með einkenni hafa mætt til vinnu í stað þess að halda sig til hlés og fara í sýnatöku. Þegar smit hafa síðan uppgötvast hafa margir smitast til viðbótar með töluverðum áhrifum á starfsemina. Það er því hagur allra, starfsfólks, vinnustaða og samfélagsins í heild, að sem flestir þiggi bólusetningu og fái hvatningu og svigrúm til að mæta á tilsettum tímum í bólusetningu. Efni á fjölmörgum tungumálum til útprentunar er að finna á covid. is undir Kynningarefni. Aðstoð við erlenda starfsmenn mikilvæg „Það er ánægjulegt að fá út þessar leiðbeiningar og það er mikilvægt að atvinnurekendur aðstoði sína starfsmenn sem koma erlendis frá, til skemmri og lengri tíma, að skrá sig á heilsugæslu í sínu sveitarfélagi. Það er einnig mikilvægt að við sem erum með starfsfólk af erlendu bergi í landbúnaði hvetjum þá til að fara í bólusetningu og kynna þeim fyrir því fræðsluefni sem til er á mörgum tungumálum inni á covid.is-síðunni. Það er ávinningur fyrir alla að þessir hlutir séu í lagi og lykillinn hér liggur hjá vinnuveitandanum,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands. AF VETTVANGI BÆNDASAMTAKANNA Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri BÍ, og Gunnar Þorgeirsson, formaður samtakanna, ásamt Karli Steinari Valssyni og Silju Ingólfsdóttur hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra sem komu í heimsókn í Bændahöllina. Vörn á vinnustað Tilraunaræktun ORF Líftækni í Kanada. Myndir / ORF Líftækni ORF Líftækni veitt leyfi til útiræktunar á erfðabreyttu byggi í Gunnarsholti: Framleiða á frumuvaka og önnur prótein fyrir frumuræktað kjöt Umhverfisstofnun hefur sam- þykkt umsókn ORF Líftækni hf. um leyfi fyrir útiræktun á erfða- breyttum byggplöntum í landi Landgræðslunnar í Gunnarsholti, Rangárþingi ytra. Ætlunin er sam- kvæmt umsókninni að gera fleiri slíkar tilraunir á stærri skala, ef þessi skilar góðum niðurstöðum. Markmiðið er að framleiða frumu- vaka og önnur prótein með sam- eindaræktun sem eru mikilvæg fyrir frumuræktað kjöt. Ætlar ORF Líftækni að bera saman ræktun yrkja á Íslandi við sambærilega ræktun fyrirtækisins í Kanada. Ræktunin er í samstarfi við Landgræðsluna og gerður er afnotasamningur milli rekstraraðila og Landgræðslunnar sem og samningur við Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) um afnot af tækjum ásamt nauðsynlegri þjónustu. Starfsmenn LbhÍ munu sjá um sáningu, uppskeru og hreinsun tækja. 5 hektara land árið 2025 Umhverfisstofnun hefur þrisvar áður veitt ORF Líftækni leyfi til útiræktunar á erfðabreyttu byggi, að fengnum jákvæðum umsögnum lögbundinna umsagnaraðila. Leyfin voru veitt á árunum 2003–2009. Árangur ræktunarinnar var misjafn vegna veðráttu. Árið 2009 var veitt leyfi á svæði sem er allt að 10 hektarar að stærð. Á þessu ári er áætlað að ræktunarsvæðið verði 2 hektarar en aukið jafnt og þétt til 2025, en þá er gert ráð fyrir að stærð þess verði komið í 5 hektara. Sex umsagnir bárust um útdrátt umsóknarinnar frá níu aðilum. Að auki bárust umsagnir frá Náttúrufræðistofnun Íslands og ráðgjafarnefnd um erfðabreyttar lífverur, að ósk Umhverfisstofnunar, sem liggja til grundvallar afstöðu Umhverfisstofnunar um að ekki séu líkur á neikvæðum umhverfisáhrifum ræktunarinnar – auk fyrri reynslu af útiræktun í Gunnarsholti. Ræktunin samræmist gildandi lögum og reglugerðum Í fjórum umsögnum er bent á að slík ræktun gæti haft skaðleg áhrif á ímynd Íslands sem matvælafram- leiðslulands, sem nú er án útirækt- unar á erfðabreyttum plöntum. Í greinargerð Umhverfis stofnunar fyrir leyfinu er brugðist við þessum atriðum með þeim hætti að það sé löggjafans að taka afstöðu til þeirra, sem séu almenns eðlis hvað varðar notkun á erfðatækni. Það hafi þegar verið gert með gildandi lögum. Heimilt sé samkvæmt lögum að veita leyfi sem þetta að öllum skilyrðum uppfylltum. „Stofnunin minnir á að leyfi hafa verið veitt fyrir ræktun erfðabreytts byggs á sama svæði áður og íslensk stjórnvöld hafa ekki tekið þá afstöðu að banna skuli ræktun á erfðabreyttum plöntum utandyra. Ræktunin, með þeim skilyrðum sem kveðið er á um í leyfinu, samræmist gildandi lögum og reglugerðum. Ekki hafa að mati stofnunarinnar komið fram í umsögnum eða á kynn- ingarfundi sértæk siðferðisleg sjónar- mið sem varða framkomna umsókn og leyfisveitingu útiræktunar á erfða- breyttum byggyrkjum ORF Líftækni hf. í tilraunarreit í Gunnarsholti,“ segir í greinargerðinni. Aðgerðir fullnægjandi Umhverfisstofnun telur að hverfandi líkur séu fyrir hendi á útbreiðslu hins erfðabreytta byggs út fyrir tilraunareit og á mögulegri víxl- frjóvgun erfðabreytta byggsins við annað bygg eða plöntur í nágrenni ræktunarinnar. Stofnunin telur einnig hverfandi líkur á að vaxtaþættir (próteinin) geti valdið neikvæðum áhrifum á lífríki á ræktunarstað eða nágrenni hans. Aðgerðir til að tryggja afmörk- un ræktunarreitsins eru fullnægj- andi að mati Umhverfisstofnunar, með þeim skilyrðum sem stofnun- in setur í leyfið. Leyfið er gefið út í samræmi við ákvæði laga um erfðabreyttar lífverur, reglugerðar um sleppingu og dreifingu eða markaðssetningu erfðabreyttra lífvera. Leyfið hefur þegar tekið gildi og gildir til 1. nóvember 2027, en síðasta tímabil ræktunar og uppskeru erfðabreytts byggs er árið 2025. Eftirlit með svæðinu verður tvö næstu ár þar á eftir þegar svæðið skal hvílt. /smh Gróðurhús ORF Líftækni rétt hjá Grindavík á Reykjanesi.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.