Bændablaðið - 12.05.2021, Qupperneq 14

Bændablaðið - 12.05.2021, Qupperneq 14
Bændablaðið | Miðvikudagur 12. maí 202114 FRÉTTIR Samningur hefur verið undir­ ritaður milli Blönduósbæjar og fyrirtækisins L&E ehf. um rekstur tjaldsvæðisins í Brautarhvammi á Blönduósi. Félagið L&B er í eigu Liyu Yirga Behaga og Guðjóns Ebba Guðjónssonar en þau eiga veitingastaðinn Teni á Blönduósi. Þau Liyu og Guðjón munu einnig starfrækja Upplýsingamiðstöð í gamla Kaupfélaghúsinu samhliða rekstri tjaldsvæðisins, að því er fram kemur á vefsíðu Blönduóss. Vinsæll áfangastaður Heimamenn búa sig undir að fjöldi landsmanna verði á faraldsfæti á komandi sumri og eru nýir rekstr­ araðilar þegar farnir að undirbúa móttöku ferðalanga. Umsjón tjald­ svæðisins hefur mörg undanfarin ár verið í umsjón Glaðheima. Tjaldsvæðið á Blönduósi hefur löngum verið vinsæll áfanga­ staður, en það er staðsett í fallegu umhverfi á bökkum Blöndu og því stutt að fara á útivistarsvæðið í Hrútey. Sundlaug, skemmtilegt leiksvæði, verslun og veitinga­ staðir eru einnig skammt undan. /MÞÞ Tjaldsvæðið á Blönduósi: Nýtt félag tekur við rekstrinum Liyu Yirga Behaga frá L&E, sem tekur við rekstri tjaldsvæðisins í Brautarhvammi á Blönduósi, og Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri undirrita samninginn. Mynd / Blönduósbær Handverkshátíð mun fara fram á komandi sumri en verður með óhefðbundnu sniði vegna þeirrar óvissu sem áhrif heimsfaraldurs kórónuveirunnar kann að hafa. Handverkshátíðin og Matarstígur Helga magra hafa tekið höndum saman fyrir sumarið 2021 og munu efna til reglulegra bændamarkaða þar sem áhersla verður lögð á mat og handverk úr Eyjafjarðarsveit. Félagasamtökum, handverksfólki, matvælaframleiðendum og öðru þjónustuaðilum í sveitarfélaginu verður boðið að setja upp dagskrá hjá sér og auglýsa í tengslum við dagskrá Handverkshátíðar og Matarstígs Helga magra í sumar. Í tilkynningu kemur fram að með því vilji stjórn og aðrir aðstandendur Handverkshátíðar halda nafni hátíðarinnar á lofti og stuðla að skemmtilegum viðburðum víðs vegar um Eyjafjarðarsveit í góðu samstarfi við Matarstíginn. Handverkshátíð í Eyjafjarðarsveit hefur verið haldin á hverju ári, 28 ár í röð, þar til í fyrra þegar áhrif kórónuveirunnar settu strik í reikninginn. Þeir sem að Handverkshátíð standa telja eðli hátíðarinnar með þeim hætti að ekki sé ábyrgt að halda hana með óhefðbundnu sniði í ár. Þar koma margir saman, sýnendur eru jafnan um 100 talsins og á bilinu 10 til 15 þúsund gestir hafa sótt hátíðina ár hvert. Brot af því besta verður í boði Handverkshátíð er ein helsta fjáröflun ýmissa félaga í Eyja­ fjarðarsveit og hafa félagsmenn lagt á sig umtalsverða sjálfboðavinnu í þágu samfélagsins um árin til að gera hátíðina sem glæsilegasta. Fram kemur í tilkynningu að ákvörðun um að breyta út af nú sé því ekki léttvæg, „og einungis tekin af vel ígrunduðu máli en ljóst er að ákvörðunin kemur sér ekki vel fyrir fjárhag félaganna, en ábyrgðar­ hlutverkið er þó talið vega meira á þessum sérkennilegu tímum,“ segir í tilkynningu frá Finni Yngva Kristinssyni sveitarstjóra. Engu að síður verður gestum og gangandi boðið að sjá brot af því besta úr Eyjafjarðarsveit í sumar og þess vænst að sem flestir fái að njóta. /MÞÞ Handverkshátíð og Matarstígur Helga magra: Óhefðbundin Handverkshátíð en reglu- legir bændamarkaðir haldnir í sumar – Matvælaframleiðendur, félagasamtök og fleiri eiga kost á að setja upp dagskrá Búsaga hefur oft tekið þátt í Handverkshátíð og sýnt gamlar dráttarvélar. Handverkshátíð verður ekki haldin með hefðbundnu sniði í sumar, annað árið í röð, en í samvinnu við Matarstíg Helga magra verður bryddað upp á ýmsu í sumar, m.a. reglulega bændamarkaði. Mynd / Eyjafjarðarsveit Landbúnaður á Íslandi eykur fram- leiðni og minnkar losun til muna Umhverfisstofnun skilaði skýrslu sinni til Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (UNFCCC) á dögunum. Heildarlosun sem telst á beinni ábyrgð Íslands dregst saman um 2,1% ef landnotkun er skilin frá og 1% ef landnotkun er tekin með. Losun á beinni ábyrgð Íslands er sú losun sem íslensk stjórnvöld munu þurfa að gera upp gagnvart skuldbindingatímabili Parísarsamkomulagsins. Losun frá landbúnaði dregst saman um 2,1% milli áranna 2018 og 2019. Þar með hefur losun minnkað um 5,8% síðan 1990 – ólíkt flestum öðrum geirum þar sem að losun hefur aukist síðan 1990. Á sama tímabili hefur framleiðsla landbúnaðarafurða aukist um 71 þúsund tonn. Landbúnaðurinn eykur framleiðni sína stöðugt með aukinni þekkingu bænda og innleiðingu tækninýjunga og með þeim hætti verður minna að meiru. Innleiða mælingar á kolefnisfótspori „Við vorum að ljúka og gefa út samfélagsskýrslu þar sem umhverfis­ og sjálfbærnistefna okkar kemur fram en við viljum vera leiðandi í þessum þáttum. Því náum við með því að framleiðslan hjá okkur sé alltaf fyrsta flokks og að öryggi og heilsa neytenda sé höfð að leiðarljósi. Við höfum reiknað út kolefnisfótspor starfseminnar með reiknilíkani Sambands garðyrkjubænda þar sem tekið er inn kolefnisspor salats frá fræi þar til salatið er tilbúið til dreifingar. Þar kemur í ljós að kolefnisspor Lambhaga er 1,11 CO2/kg sem við erum ansi sátt við,“ segir Hafberg Þórisson, eigandi Lambhaga, og bætir við: „Eins og fram kemur í stefnu Lambhaga þá er okkar framtíðarsýn að leggja okkar af mörkum til að gera Ísland sjálfbært í matvælaframleiðslu. Til að styðja við okkar framtíðarsýn vinnur Lambhagi með sérfræðingum frá Ábyrgum lausnum ehf. í að innleiða markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Við leggjum áherslu á að viðskiptavinir okkar geti tekið upplýsta ákvörðun um kaup og við viljum miðla traustum og gagnsæjum upplýsingum til haghafa, m.a. á vefsíðu okkar. Við viljum hafa hreina virðiskeðju og leggjum áherslu á heiðarlegt og siðferðislegt samstarf. Við viljum eiga viðskipti við birgja sem vinna markvisst með okkur að því að innleiða heimsmarkmiðin. Við viljum takmarka losun gróðurhúsalofttegunda frá rekstri fyrirtækisins, setja stefnu í umhverfismálum þar sem við höfum nú þegar innleitt mælingar og markmið sem draga úr kolefnisfótspori fyrirtækisins. Við viljum hlúa að nýsköpun í starfseminni, byggja upp trausta innviði, fylgja breytingum sem eiga sér stað og styrkja þannig samkeppnishæfni Íslands í matvælaframleiðslu til að mæta breyttri samfélagsgerð og breyttum þörfum til framtíðar.“ • Losun frá landbúnaði dregst saman um 2,1% milli áranna 2018 og 2019. • Losun hefur minnkað um 5,8% síðan 1990 í landbúnaði. • Á sama tímabili hefur fram- leiðsla landbúnaðarafurða aukist um 71 þúsund tonn. • Lambhagi leiðandi í mæling- um og markmiðum á kolefnis- fótspori framleiðslunnar. Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Næsta blað kemur út 27. maí

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.