Bændablaðið - 12.05.2021, Side 37

Bændablaðið - 12.05.2021, Side 37
Bændablaðið | Miðvikudagur 12. maí 2021 37 Ný félagsgjöld í Bændasamtökum Íslands Þann 1. júlí næstkomandi verður innheimt félagsgjald í BÍ samkvæmt breyttu veltutengdu, þrepaskiptu gjaldi fyrir mánuðina júlí-desember. Nú er komið að því að bændur geta skráð umfang og eðli síns rekstrar inni á Bændatorginu þar sem búið er að opna sérstakt skráningareyðublað. Félagsmenn eru hvattir til að ganga frá skráningunni sem fyrst. Allir greiðendur félagsgjaldsins þurfa að skrá veltutölur í sinni búgrein samkvæmt framtali síðasta árs af landbúnaðarstarfsemi. Í þeim tilfellum þar sem félagsmenn stunda fleiri en eina búgrein er farið fram á að þeir skipti veltunni hlutfallslega á viðkomandi greinar. Þegar uppfærð skráning á veltu ársins liggur fyrir um mitt ár eiga bændur von á endanlegu uppgjöri eftirstöðva tímabilsins. Dæmi: Blandað bú með kýr og sauðfé er með 60 m. kr. veltu af landbúnaði án vsk. samkvæmt framtali 2020. Skiptingin er 50/10 og fellur búið undir veltuþrep í gjaldskránni 60-64,9 m. kr. þar sem árgjaldið er 375 þ. kr. eða 187 þ. kr. fyrir seinni hluta ársins 2021. Ert þú með spurningar vegna félagsgjaldanna? Fulltrúar BÍ svara fyrirspurnum í síma 563-0300 á skrifstofutíma. Hægt er að senda skilaboð í gegnum Bændatorgið og í netfangið bondi@bondi.is. Hvað þarf að hafa í huga við skráningu? Fyrir okkur öll • Upplýsingar um veltu eru samkvæmt framtali 2020, sem er velta ársins 2019. • Skrá þarf veltu af allri landbúnaðarstarfsemi, þar með taldar beingreiðslur og styrki, án virðisaukaskatts. • Undanskildir eru styrkir vegna landbótaverkefna þar sem þeir eru ætlaðir til að mæta útlögðum kostnaði. • Hlunnindi þarf að meta í hverju tilfelli og hefur t.d. æðarrækt verið flokkuð sem landbúnaðarstarfsemi en ekki rekaviður. • Ef miklar sveiflur eru á tekjum búsins milli ára, þá er heimilt að miða við meðaltal þriggja síðustu rekstrarára. • Tekjur, sem eru ekki af beinni landbúnaðarstarfsemi, eru ekki teknar með. Dæmi um slíkt er söluhagnaður af seldum vélum, þjónustutekjur, s.s. vegna verktöku eða námskeiðshalds, leigutekjur af landi, veiði og húsnæði. Þá eru tryggingabætur og greiðslur vegna tjóna, s.s. frá Bjargráðasjóði og vegna niðuniðurskurðar, ekki teknar inn í veltutölur. Fylgstu með bændum á Facebook Instagram bondi.is og bbl.is skapbetri og frjósamari gripir, með betri mjaltir og spena- og júgurgerð. Fjármögnun Eins og segir að framan er um umtalsverða aukningu á kostn- aði að ræða, þó að allar líkur séu á miklum ávinningi. Kúabændur þurfa að huga að því hvernig fjár- magna megi arfgreiningarnar og þá auknu vinnu sem verður við kyn- bótamatið. Það er afar brýnt að á hverjum tíma sé kynbótafræðingur að störfum sem getur bæði viðhaldið og þróað þekkingu. Undanfarin ár hefur nærri ekkert fjármagn verið til annars en þeirrar lágmarksvinnu sem þarf til að viðhalda kynbóta- starfinu, og raunar hafa flestar nýjungar í nautgriparæktinni um áratugaskeið verið keyrðar áfram af áhugasömum masters- og dokt- orsnemum. Við teljum nauðsynlegt að greinin gerist metnaðarfyllri og fjármagns verði aflað til að RML geti sinnt þróunarstarfi á þessu sviði af meiri myndarskap í framtíðinni. Við viljum benda á að erfða- mengisúrval er engin heildarlausn í kynbótamálum íslenskra kúa. Eftir sem áður er afar mikilvægt til dæmis að draga úr heimanautanotk- un, vanda skráningar og merkingar gripa, og að bændur verði áfram tilbúnir til að taka virkan þátt í sameiginlega ræktunarstarfinu. Í nýju kynbótaskipulagi þarf einnig að huga vandlega að stjórn á skyld- leikarækt. Virk stofnstærð er ásætt- anleg í íslenska stofninum, en má þó ekki minnka mikið. Víða um lönd hefur upptaka erfðamengisúrvals dregið mjög úr virkri stofnstærð og nauðsynlegt er að gæta vel að aukn- ingu skyldleikaræktar í okkar litla, lokaða stofni. Kynbætur á íslenskum kúm hafa í gegnum áratugina verið stundaðar þannig að jafnan hefur kapp verið lagt við að fylgjast með rannsóknum og þróun, og beita bestu aðferðum. Þó að smæð stofnsins standi kyn- bótastarfinu nokkuð fyrir þrifum, þá sýna greiningar mikinn ávinning af kynbótastarfinu. Til að viðhalda íslenskum kúm sem samkeppnishæf- um framleiðslugripum kemur varla annað til mála en að halda áfram að taka upp þær aðferðir sem best reynast. Erfðamengisúrval hefur verið algjör bylting í kúastofnum í kringum okkur, og von bráðar verður íslensk nautgriparækt farin að taka þátt í þeirri byltingu. Egill Gautason, doktorsnemi í kynbótafræðum Guðmundur Jóhannesson, ábyrgðarmaður nautgriparækt- ar hjá Ráðgjafarmiðstöð land- búnaðarins Baldur Helgi Benjamínsson, stjórnarmaður RML og kúabóndi á Ytri-Tjörnum í Eyjafirði

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.