Bændablaðið - 12.05.2021, Qupperneq 45

Bændablaðið - 12.05.2021, Qupperneq 45
45Bændablaðið | Miðvikudagur 12. maí 2021 að hætta framleiðslu. Fyrri kosturinn er hér ávallt vænlegri. Stækkun kökunnar Líkt og áður segir hefur heildargreiðslumark haldist óbreytt frá árinu 2018 og hækkaði einungis um 1 milljón lítra milli 2017 og 2018. Það verður þó að líta jákvætt á það að þrátt fyrir fækkun ferðamanna milli áranna 2018 og 2019 og svo Covid faraldursins sem hófst hérlendis í mars 2020 – og við förum vonandi að sjá fyrir endann á – hefur sala haldið sér nokkuð vel og ekki talin þörf á að lækka heildargreiðslumarkið. Það gefur okkur vonir um að þegar ferðamannastraumurinn tekur aftur við sér munum við sjá aukningu á eftirspurn eftir mjólkurvörum að nýju og þar með hækkun á heildargreiðslumarki. Einnig þarf að huga að nýsköpun sem og nýjum tækifærum til útflutnings. Þar er hægt að nefna að í Mjólkur­ póstinum í desember sl. kom fram að gerður hefur verið samningur við tvær verslunarkeðjur í Danmörku um að kaupa skyr beint frá Íslandi sem og að unnið hefur verið markvisst að því að koma skyri frá Íslandi á markað í Þýskalandi og stefnt á að sala þar í landi hefjist fljótlega. Þá standa einnig vonir til þess að hægt verði að nota íslenskt mjólkurduft til framleiðslu á skyri í Bretlandi í framtíðinni. Tækifærin eru því víða og þau ber að grípa. Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri LK 100 105 110 115 120 125 130 135 140 145 150 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 Heildargreiðslumark 2011-2021 SAMFÉLAGSRÝNI Tímaritið Súlur árið 2021 komið út Nú í lok aprílmánaðar kom út hefti ársins af Súlum, sem er norðlenskt tímarit, gefið út af Sögufélagi Eyfirðinga á Akureyri. Þetta er 60. hefti Súlna, og er nú sem oftar 160 blaðsíður að lengd. Í ritinu er að jafnaði birt ýmislegt efni, m.a. viðtöl og greinar sem einkum tengjast Eyjafjarðarsvæðinu. Ritið var að þessu sinni prentað hjá fyrirtæk- inu Prentmet-Oddi. Fremst í þessu hefti er viðtal sem Kristín Aðalsteinsdóttir tók við Margréti Kristinsdóttur, hússtjórnarkennara á Akureyri, um lífshlaup hennar, en hún hefur frá mörgu að segja. Margrét ólst upp á Reykjavíkursvæðinu en fluttist til Akureyrar 1971 og tók við ábyrgðarstörfum, skólastjórn og kennslu. Hér giftist hún Gunnari Sólnes lögfræðingi sem er látinn. Forsíðumynd heftisins sýnir hús þeirra. Kaup og sala Oddeyrar Lengsta grein heftisins er eftir Kjartan Ragnars lögfræðing, sem ræðir um kaup og sölu Oddeyrar á árunum 1926­27. Hann fer rækilega yfir þau miklu viðskipti sem þarna áttu sér stað og gerir athugasemdir við ýmislegt sem áður hefur verið ritað um málið. Þorsteinn E. Arnórsson birtir yfirlit yfir leikrit og leikþætti, einkum gamanverk, sem flutt voru á vegum Starfsmannafélags verksmiðja SÍS á Akureyri aðallega á árunum 1940­47 og 1982­87. Sum leikritin voru flutt oft og fyrir almenning, jafnvel utan Akureyrar. Ágrip af sögu skátastarfs á Akureyri Einnig er hér ágrip af sögu skáta­ starfs á Akureyri í heila öld, sem Tryggvi Marinósson ritar, en þetta starf hefur verið fjölbreytt og um­ fangsmikið. Í heftinu er líka stuttur þáttur eftir Benedikt Sæmundsson um bruna sem varð í Árskógarskóla 1947. Þá á Jón Hjaltason dulræna frásögn sem nefnist Myndin af Jóhönnu. Björn Teitsson hefur ritstýrt níu síðustu árgöngum Súlna að þess­ um meðtöldum, en lætur nú af starfi ritstjóra. Við því starfi tekur Jón Hjaltason, netfang: jonhjalta@ simnet.is. Í ritnefnd eru auk Jóns og Björns þær Ása Marinósdóttir og Kristín Aðalsteinsdóttir. Þetta fólk tekur við efni til birtingar, og eru sérlega vel þegnir minningaþættir eða stuttar frásagnir. Sími Sögufélagsins/símsvari er 462 4024. Áskriftarverð þessa heft­ is Súlna er óbreytt, kr. 4500. Við áskriftarbeiðnum tekur Guðmundur P. Steindórsson, netfang: gudps@ simnet.is. Ritið fæst einnig í lausa­ sölu í Pennanum á Akureyri. Þetta kemur fram í tilkynningu. /MÞÞ Á forsíðu Bændablaðsins þann 29. apríl sl. og einnig á bls. 20-21 birtist frétt um búfjáreign landsmanna og þróun hennar síðustu ár, áratugi og jafnvel aldir, allt frá árinu 1703. Umfjöllunin og þá einkum samanburður talna frá ýmsum tímum vakti ýmsar spurningar. Að okkar dómi eru sumar ályktanirnar varhugaverðar í ljósi vankanta á þeim gögnum sem byggt er á. Hagtölur verði hvorki betri né réttari þótt þær komi nú frá Mælaborði landbúnaðarins frekar en úr forðagæsluskýrslum Búnaðarfélags Íslands um fjölda ára og Bændasamtaka Íslands um skeið. Opinberar skýrslur og ályktanir um breytingar milli ára eru gallaðar Eins og réttilega kemur fram í um­ fjöllun blaðsins hafa hross verið vantalin frá árinu 2010 þegar hætt var þeirri eftirfylgni sem einkenndi störf forðagæslumanna sem störfuðu á vegum sveitarfé­ laganna í landinu. Það skipulag reyndist halda einkar vel utan um búfjárhald í landinu. Eftirfylgni var þá á höndum Bændasamtaka Íslands, um árabil einkum á höndum Ólafs R. Dýrmundssonar en báðir greinarhöfundar störfuðu þar að þessum málaflokki. Eitt af því sem beitt var við slíka eftir­ fylgni var að athuga hvort skýr­ slur bærust frá öllum sem haldið höfðu búfé næstliðið ár eða þá eftir atvikum að fullvissa sig um að engar skepnur væru lengur haldnar á vegum viðkomandi. Engu líkara er en að uppgjöf sé komin á að halda réttar skýrslur um fjölda lifandi hrossa, þrátt fyrir einstaklingsmerkingakerfi sem haldið er utan um í skýrslu­ haldskerfinu Worldfeng. Tölur um fjölda alifugla skýrast af breytingum á skráningu Gjalda verður varhug við túlk­ unum blaðsins á tölum um fjölda alifugla. Í upphafi þess tímabils sem er til umfjöllunar, eða árið 1981 þegar alifuglar eru taldir 416.799, voru allir fuglar taldir með. Hér er þá átt við varphænsni, foreldrafugla í kjúklingafram­ leiðslu og svo kjúklinga í eldi. Síðar var farið að telja aðeins fyrstu tvo hópana. Það að fjalla um þetta sem fækkun í stofninum er vitaskuld fjarri sanni. Þessu til staðfestingar er gleggst að bera sig saman við tölur um framleiðslu alifuglakjöts og eggja. Rannsaka þarf betur breytingar á fjölda sauðfjár Varðandi fjölda sauðfjár þá koma tölur nú um verulega fækkun sauð­ fjár eða um nálega 15.000 talsins, nokkuð á óvart. Erfitt er að gera sér grein fyrir í hverju fækkunin liggur, þ.e. hvað aðilar og hvar á landinu fé hefur fækkað. Stórum hjörðum var fargað haustið 2020 í aðgerðum til útrýmingar riðu en sá niðurskurður skýrir engan vegin alla fækkunina. Því er spurningin hvernig þessi fækkun passar saman við upplýsingar um slátrun síðasta haust. Samkvæmt yfirliti sem atvinnuvega­ og ný­ sköpunarráðuneytið sendi út þann 30. janúar sl. var 5,5% samdráttur í framleiðslu kjöts af fullorðnu árið 2020 miðað við árið 2019. Þetta kemur engan veginn heim og saman við verulega fækkun sauðfjár þótt vitað sé að sauðfé sem fargað er vegna aðgerða gegn riðu, sé eytt og því ekki hluti af framleiðslutölum. Bæta þarf skráningu á búfjáreign Höfundar þessa greinarkorns vilja ítreka mikilvægi skipulagðrar söfnunar hagtalna um landbúnað, þar á meðal um búfjáreign. Slíkar tölur eru mikilvægar t.d. til að gera framleiðsluspár, áætlanir um afkomu landbúnaðarins og svo framvegis. Það er engum hagur í birtingu rangra talna og umfjöllun um þær getur verið villandi. Þetta biðjum við Bændablaðið að hafa í huga. Það sem mestu máli skiptir þó eru alvarlegir vankantar á opinberri söfnun upplýsinga um búfjáreign landsmanna undanfar­ inn áratug. Eigi þessar hagtölur að vera trúverðugar og nýtilegar verður að skrá búfjártölurnar ár hvert með markvissari og ná­ kvæmari hætti en nú er gert. Erna Bjarnadóttir, kvika04@gmail.com Ólafur R. Dýrmundsson, oldyrm@gmail.com Höfundar eru fyrrverandi starfsmenn Bændasamtaka Íslands Erna Bjarnadóttir. Ólafur R. Dýrmundsson. Hagtölur um búfjáreign þurfa að vera nákvæmari SAGA&MENNING Forsíðumynd nýjasta heftis af Súlum sýnir hús Margrétar Kristinsdóttur og Gunnars Sólnes við Aðalstræti á Akureyri, en ítarlegt viðtal er við Margréti í heftinu. Björn Teitsson. H eim ild: Prentm iðlakönnun G allup. K önnunartím i okt. - des. 2020. BÆNDABLAÐIÐ ER GEFIÐ ÚT Í 32 ÞÚSUND EINTÖKUM Á TVEGGJA VIKNA FRESTI 36,2% fólks á landsbyggðinni les Bændablaðið Hvar auglýsir þú? 36,2% Lestur Bændablaðsins á landsbyggðinni Lestur Bændablaðsins á höfuðborgarsvæðinu 17,8% 24,3% Lestur landsmanna á Bændablaðinu Sími: 563 0300 / Netfang: bbl@bondi.is / bbl.is Lestur Bændablaðsins Hafðu samband Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 HAUGHRÆRUR

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.