Bændablaðið - 12.05.2021, Síða 49

Bændablaðið - 12.05.2021, Síða 49
Bændablaðið | Miðvikudagur 12. maí 2021 49 HANNYRÐAHORNIÐ Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 3 5 3 9 1 9 5 1 4 3 8 2 6 7 3 9 2 5 6 5 4 9 7 Þyngst 7 8 2 6 9 7 1 4 5 2 1 2 5 6 8 7 9 4 9 9 1 3 8 6 1 5 2 5 9 7 6 1 6 5 6 3 5 2 8 2 9 6 8 7 2 4 3 8 6 1 5 9 2 6 7 9 4 1 3 1 6 5 8 9 8 4 1 9 6 8 3 2 Tók á móti tveimur lömbum FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Dagrún Dröfn býr á Króknum ásamt foreldrum sínum, Gunnari og Klöru, og systur sinni, Glódísi, 11 ára. Dagrún er mjög fjörug og skemmtileg stelpa sem hefur alltaf nóg að gera. Henni finnst geggjað að fara á Gaukstaði á Skaga og Bólu í Blönduhlíð og brasa heilan helling þar. Enda fer sauðburðurinn hjá Fríðu frænku á Gauk að byrja. Hún tók á móti tveimur lömbum í fyrra og ætlar að taka á móti fleirum í ár. Í Bólu vilja þær byggja kofa í sumar, taka endalausa rúnta á krossaranum og fara að vaða og veiða. Nafn: Dagrún Dröfn Gunnarsdóttir. Aldur: Verð 10 ára, 9. júní nk. Stjörnumerki: Tvíburi. Búseta: Freyjugata 42 á Sauðárkróki. Skóli: Árskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Stærðfræði og útiíþróttir. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hestur. Uppáhaldsmatur: Svínakjötsneiðar með kartöflusalati. Uppáhaldshljómsveit: Tiësto. Uppáhaldskvikmynd: Matilda. Fyrsta minning þín? Þegar vinkona mín fékk blóðnasir þegar við vorum 4 ára í leikskóla. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Já, æfi fótbolta og körfu- bolta. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Hárgreiðslukona eða vinna á Lemon. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Prjóna með pabba á sleðanum hans. Hvað gerðir þú skemmtilegt um páskana? Við spiluðum, fórum á sleða, út að renna, í heita pottinn og elduðum góðan mat. Næst » Ég skora á Ísak Hrafn að svara næst. Hamrahlíð 17 Hús Blindrafélagsins Sími • 552-2002 ÓDÝR Margskipt gleraugu Verð 39.900 kr Margskipt gler frá Essilor (afgreiðslutími +/- tvær vikur) Gleraugu með glampa og rispuvörn Sérsmíðum samdægurs í styrk +/- 6,0 með cyl. til 2,0 19.900 kr. Margskipt gleraugu Margskipt gler frá Essilor (afgreiðslutími +/- tv r vikur) 39.900 kr. gleraugu umgjörð og gler Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Nokkrir uppskriftahönnuðir hafa sammælst um að senda uppskriftir í Bændablaðið sem mæla með íslensku garni í uppskriftirnar. Hér kemur sú fyrsta úr smiðju Margrétar Jónsdóttur. Efni: 50-60 gr Þingborgarlopi eða hulduband frá Uppspuna í aðallit 15-20 gr Þingborgarlopi eða hulduband frá Uppspuna í mynstur 40 eða 50 cm langir hringprjónar nr 4 og 5 Sokkaprjónar nr 5 Prjónafesta: 22 umf og 15 l = 10 x 10 cm Gætið að prjónafestu og notið minni eða stærri prjóna ef þarf. Eins ef notað er annað band eða lopi en hér er mælt með. Húfan Fitjið upp á hringprjón nr 4 80-90 lykkjur í aðallit og prjónið stroff 8 umferðir, sjá teikningu. (Ef þétt er prjónað þarf að bæta 10 lykkjum við stærðina þegar prjónað er úr huldubandi) Hægt er að hafa stroffið breiðara ef vill og hafa húfuna þannig dýpri eða bretta upp á. Þegar stroffi lýkur er skipt yfir á hringprjón nr 5. Prjónið áfram eftir teikningunni. Skiftið yfir á sokka- prjónana þegar hringprjónninn verður of langur í úrtökunni. Þegar 16 lykkjur eru eftir á prjóninum er slitið frá og spottinn hafður 30-40 cm langur. Notið nál til að þræða í gegnum lykkjurnar, fyrst í gegnum lykkjurnar í aðallit og hinar geymdar á prjónum á meðan og þræðið svo í gegnum þær líka og dragið prjóninn úr, gangið vel frá öllum endum að innan- verðu. Þvoið húfuna í höndunum í mildu sápuvatni, kreistið vatnið vel úr og leggið til þerris. Notið hugmyndaflugið til að skreyta húfuna í toppinn. Ullarvikuhúfa VIÐ ÆTLUM AÐ HALDA ULLARVIKU Ullarvika á Suðurlandi verður að veruleika 3.-9. október 2021. Fylgist með dagskrá og framvindu á ullarvikan.is ÞINGBORG ULLARVINNSLA

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.