Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.05.2021, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 19.05.2021, Blaðsíða 2
 FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS Frá því að eldgos hófst í Geldinga- dölum hefur vel verið fylgst með framvindu þess, bæði af vísinda- mönnum og viðbragðsaðilum. Að- gangi að svæðinu er stýrt af lög- reglu og almannavörnum með góðri aðstoð björgunarsveita. Helstu áskoranir varðandi öryggi almenn- ings og innviða nærri eldgosinu hafa stafað af gasmengun og hraun- rennsli. Vegna fjarlægðar frá byggð eru ekki margir innviðir í beinni hættu vegna hraunrennslisins og gasmengun hefur að mestu verið bundin við eldstöðvarnar sjálfar. Fljótlega eftir að eldgosið hófst kom þó í ljós að ef þessi atburður dregst á langinn gæti það haft áhrif á mikilvæga innviði á svæðinu. Ef hraunflæðið fer t.d. niður í Nátthaga er ekki langt niður á Suðurstrand- aveg, auk þess sem hraunið færi þá líka yfir ljósleiðara sem liggur niður- grafinn um svæðið. Ekki er að fullu vitað um hvort og hvernig áhrif hraunrennslið hefur ofan í jörðina og þar með á ljósleiðarann. Undanfarið hefur hraunflæðið að mestu verið til norðausturs í Mera- dali en hluti rennur inn á svæði sem kallað hefur verið Nafnlausidalur en er í raun syðsti hluti Meradala. Í síðustu viku varð nokkur breyting á svæðinu og jókst hraunstraumurinn verulega inn á það svæði. Almannavarnadeild ríkislögreglu- stjóra hefur undanfarið undirbúið gerð varnarmannvirkja ofan við Nátthaga. Þessi vinna hefur verið í samstarfi við lögreglustjórann á Suð- urnesjum, almannavarnir í Grindavík og Grindavíkurbæ. Ef hægt er að tryggja að hraun- rennslið verði áfram í Merardali þá eru engir innviðir í hættu á næst- unni. Merardalir geta tekið við tölu- verðu magni af hrauni og ef þeir fyllast er annað óbyggt svæði án mikilvægra innviða sem tekur við hrauninu. Reynslan hefur sýnt, bæði innan- lands og erlendis, að varnargarðar hafa áhrif og geta gagnast og það er því til mikils að vinna ef hægt er að tryggja að hraunrennslið verði áfram fyrst í fremst í Merardali. Í upphaflegri framkvæmd var gert ráð fyrir tveimur fjögurra metra háum varnargörðum ofan við Nátt- haga og hófust framkvæmdir við þá í síðustu viku. Mögulegt er að hækka varnargarðana upp í átta metra ef þess gerist þörf en ríkisstjórn sam- þykkti tillögu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra á þriðjudag að hækka garðana í átta metra. Ekki er gert ráð fyrir frekari hækkun garð- anna en það. Öll efnistaka er staðbundin og ein- göngu notast við efni sem þegar er á staðnum. Í upphafi var gert ráð fyrir því að efnistakan yrði hraunmegin við varnargarðinn en vegna hraðrar framvindu hraunsins er það ekki lengur hægt. Gert er ráð fyrir því að hægt sé að jafna varnargarðana út þegar gos stöðvast og ekki þörf fyrir hann lengur. Í þessum aðgerðum felast mun minni umhverfisáhrif en ef beðið er með framkvæmdir þar til seinna. Marel og Fisktækniskóli Íslands endurnýja samstarf Samstarfssamningur milli Fisktækniskóla Íslands og Marel var undirritaður nýlega. Guðbjörg Heiða Guð- mundsdóttir, framkvæmdastjóri fiskiðnaðar Marel, og Ólafur Jón Arnbjörnsson, skólameistari Fisktækniskóla Íslands, undirrituðu samning til þriggja ára um nám í Marel vinnslutækni. Lilja Alfreðsdóttir, menntamála- ráðherra, var viðstödd athöfnina sem fór fram í höfuð- stöðvum Marel. Síaukin tæknivæðing við fiskvinnslu umbreytir störfum og krefst nýrrar færni, ekki síst á sviði hugbún- aðar og tækni. Sérhæfing í Marel vinnslutækni er sex mánaða námsbraut og ein af fjórum framhaldsbrautum sem nemendur geta valið að loknu grunnnámi við Fisk- tækniskólann. Nemendur öðlast færni og þekkingu á hátæknilausnum og hugbúnaði frá Marel með þessari sérhæfingu og læra að beita nýjustu tækni til þess að hámarka afköst, verðmæti og gæði sjávarafurða. Að auki er áhersla lögð á að tryggja rekjanleika, matvælaöryggi og sjálfbærni við fiskvinnslu, segir í frétt frá Fisktækni- skólanum. Bein tenging við sérfræðinga og atvinnulífið Gestakennarar frá Marel miðla þekkingu til nemenda sem lúta að hátæknilausnum, kerfum og hugbúnaði. Marel tengir nemendur einnig við atvinnulífið með heim- sóknum og kynningum á fiskvinnslufyrirtækjum en á Íslandi má finna sumar tæknivæddustu vinnslur heims þar á meðal Brim, Búlandstind, og Vísi. Nemendur fá innsýn í heim nýsköpunar við þróun hátæknilausna við fiskvinnslu með heimsókn í höfuð- stöðvar Marel í Garðabæ. Þau heimsækja einnig Pro- gress Point, sýningarsal Marel í Kaupmannahöfn, þar sem þau sjá slíkar hátæknilausnir vinna hráfefni í raun- tíma og fræðast um samspil tækni og hugbúnaðar við að hámarka nýtingu, afköst og gæði. Farsælt samstarf Frá því að samstarf Marel og Fisktækniskólans hófst árið 2014 hafa um 40 nemendur útskrifast með sérhæfingu í Marel vinnslutækni. Mörg þeirra starfa nú við fjölbreytt störf í fiskiðnaði og stuðla að aukinni verðmætasköpun og sjálfbærni við vinnslu sjávarafurða. Nýlega útskrifuðust nemendur af vorönn úr Sjávarakademíunni en hún er samstarfsverkefni Fisk- tækniskóla Íslands og Íslenska sjávarklasans og fer kennsla fram í Húsi sjávarklasans við Gömlu höfnina í Reykjavík. Námið er á framhaldsskólastigi og mun að sögn Ólafs Jón Arnbjörns- sonar, skólameistara Fisktækniskóla Íslands í Grindavík, vonandi festa sig í sessi sem valmöguleiki fyrir þá sem vilja kynnast bláa hagkerfinu betur. Nemendur kynntu lokaverkefni sín fyrir kennurum, nemendum og stjórnendum og var að sögn Ólafs frábært að sjá hvað það eru mörg tækifæri innan bláa hagkerfisins og hvað nemendur voru fljótir að grípa þau. Einnig hvað hópurinn var með- vitaður um vitundarvakningu á um- hverfismálum og voru búin að hugsa viðskiptahugmyndirnar sínar vel til enda með sjálfbærni í huga. Þetta var í annað skiptið sem boðið er upp á námsleiðina í fullu annarnámi en markmið Sjávaraka- demíunnar er að efla þekkingu og áhuga á stofnun fyrirtækja og ný- sköpun sem tengist bláa hagkerfinu. „Nám í Sjávarakademíunni er mjög góð viðbót fyrir annars fjölbreytt nám í Fisktækniskóla Íslands,“ segir Ólafur Jón. „Þetta var frábær hópur sem fer frá okkur og erum við viss um að þau eiga eftir að gera góða hluti í fram- tíðinni. Viðskiptahugmyndirnar sem nemendurnir kynntu voru afar áhugaverðar og hlakka ég til að sjá þær komast í framkvæmd á næstu misserum,“ segir Berta Danielsdóttir framkvæmdastjóri Íslenska sjávar- klasans og leiðbeinandi Sjávaraka- demíunnar. Útskriftarhópurinn á vorönn. Útskrift í Sjávar- akademíunni Hækka varnargarða í átta metra – Til mikils að vinna ef hægt er að tryggja að hraunrennslið verði áfram fyrst í fremst í Merardali Unnið við varnargarða. Mynd: Almannavarnir Hraunstraumur ógnaði nýja varnargarðinum á mánudagskvöld. VF-mynd: Jón Hilmarsson Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir og Ólafur Jón Arnbjörnsson undirrituðu samninginn. Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, var viðstödd við athöfnina 2 // víkurFrÉttir á SuðurNESJuM í 40 ár

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.