Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.05.2021, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 19.05.2021, Blaðsíða 12
Tómas Tómasson, oftast kenndur við Tommaborgara og nú síðast Hamborgarabúlluna, hefur komið víða við í veitinga- rekstri á undanförnum áratugum. Það eru ekki allir sem vita að Tómas hóf sinn starfsferil í veitingamennsku á Suðurnesjum. Hann byrjaði í gömlu flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli, þar sem hann lærði til kokks. Svo segist hann hafa átt sín bestu ár í Grindavík þegar hann rak félagsheimilið Festi í nokkur ár. Við hittum Tomma þegar hann kíkti við á Búllunni í Reykjanesbæ á dögunum en Tommi er ekki óvanur því að selja Suðurnesja- mönnum hamborgara. „Fyrstu kynni mín af Suðurnesjum voru þegar ég var að vinna fyrir Ís- lenska aðalverktaka þegar Keflavík- urvegurinn var lagður árið 1965 og ég var að vinna uppi á velli. Þar hófst tengingin. Þá fór maður í Krossinn um helgar, sællar minningar,“ segir Tómas. – Hvað varstu að gera hjá Íslenskum aðalverktökum á þessum tíma? „Þá var verið að byggja slökkvi- stöðina á vellinum á sama tíma en bróðurparturinn af strákunum var að vinna við lagningu Keflavíkur- vegarins. Það var stóra verkefnið.“ – Og þið bjugguð á Keflavíkur- flugvelli. „Já, það voru braggar þar sem CBO- klúbburinn var og við bjuggum þar í sex fermetra herbergjum á meðan á vinnunni stóð.“ – Var kaupið gott? „Það man ég ekki. Þetta var góður tími og kaupið var bara þetta hefð- bundna verkamannakaup. Það var unnin bæði dagvinna og eftirvinna, sem var algengt þá.“ – Og hvað svo? „Ég kom aftur árið 1967 og byrjaði að læra að vera kokkur á Kefla- víkurflugvelli, í gömlu flugstöðinni hjá Loftleiðum, í teríunni sem ég veit að margir muna eftir. Það var ég m.a. í flugvélamatnum og svo fór maður á klúbbana á kvöldin og um helgar. Þá voru böll á miðviku- dögum, föstudögum, laugardögum og sunnudögum. Þetta var ævintýri og það voru hljómsveitir í öllum klúbb- unum.“ Alþjóðlegt andrúmsloft í gömlu flugstöðinni – Talandi um gömlu flugstöðina. Sagan þarna tengist Suðurnesjum sterkum böndum og fjöldi fólks sem starfaði þarna. Hvernig var andinn? „Við unum á tólf tíma vöktum í fjóra daga og ýmist unnið á daginn eða nóttunni. Þegar við vorum á vakt- inni þá bjuggum við í flugstöðinni, fengum herbergi þar sem við vorum yfirleitt tveir eða þrír saman í. Þarna voru allir starfsmenn Loftleiða, hluti af starfsfólki Fríhafnarinnar, hluti frá Veðurstofunni og einnig frá Flug- félagi Íslands. Við vorum ein fjöl- skylda og alveg dásamlegt. Þarna var terían alveg sér veit- ingahús sem bauð upp á grillaðar skinku- og ostasamlokur sem voru engu líkar og ristað brauð með skinku og eggjasalati. Þetta var vinsælasti maturinn og fólk kom þarna gjarnan á kvöldin um helgar og á nóttunni þegar þeir voru að skemmta sér.“ Tómas lýsir tímanum í gömlu flug- stöðinni sem dásamlegum. And- rúmsloftið hafi verið alþjóðlegt. „Þetta var svolítið erlendis,“ segir hann en Tómas starfaði samtals í sjö ár í gömlu flugstöðinni. Hann byrjaði að læra kokkinn í september 1967 og kláraði námið 1972. Hann vann svo öðru hvoru í flugstöðinni í nokkur ár þar á eftir. Tómas rifjar upp sögur af yfir- kokkum í flugstöðinni á þessum árum og segir svo: „Ég er lærður kokkur og með meistararétt- indi. Ég má taka nema ef ég vil og er með aðstöðu til þess. Ég kann ekkert að kokka. Einn kokkurinn, sem var vaktstjóri í flugstöðinni og hét Ólafur Tryggvason, var einu sinni spurður að því hvort Ég gæti kokkað. Hann vissi ekki að ég stóð og heyrði hverju hann svaraði þegar hann sagði: „Tómas? Nei, hann getur ekki soðið rakvatn nema brenna það við.“ Þetta heyrði ég svo þetta er frá fyrstu hendi. – Og fékkstu prófskírteini? „Já, ég á meistarabréf.“ – Var þetta bara klíka? „Nei, nei – en ég veit ekki hvernig ég fór að þessu. Við áttum að úrbeina nautalæri en það voru svo margir að taka próf að við fengum lambalæri að úrbeina og úrbeinuðum það eins og það væri naut.“ Tómas segir að minningarnar úr gömlu flugstöðinni séu góðar og fólk sem var að vinna þar sé jafnvel enn að hittast í dag og rifja upp gamla góða daga. Böll, bingó og bíó í Festi Tómas var í Grindavík um tíma. „Já, árið 1974 var ég ráðinn fram- kvæmdastjóri fyrir félagsheimilið Festi. Ég hafði sótt um árið áður en þá var annar maður ráðinn, Sig- urður Haraldsson. Hann hætti eftir átta mánuði og þá var hringt í mig og ég spurður hvort ég hefði ennþá áhuga. Ég sagði bara í þessu sama símtali og var hringt í mig: „Já!“ Ég fór til Grindavíkur og skoðaði og var fluttur til bæjarins tveimur mán- uðum síðar og bjó í Eyjabyggðinni. Ég er búinn að gera ansi margt síðan ég opnaði Tommahamborgara fyrst og takast á við ýmis verkefni en árin í Festi bera höfuð og herðar yfir allt sem ég hef gert. Það var dásamlegur tími að vera í Festi í gamla daga. Ég var 25 ára gamall þegar ég var ráðinn og var þarna til 28 ára aldurs. Ég fékk svo mörg tækifæri og var svo vel tekið og Grindavík var dásamleg, ég segi ekki borg, en Grindavík fékk kaupstaðarréttindi á svipuðum tíma og ég var ráðinn.“ – Hvegnig var starfsemin í Festi? „Það voru sveitaböll sem kölluð voru eða hálfgerðir hljómleikar á hverjum laugardegi. Einstaka sinnum á föstu- dögum en það heppnaðist ekki mjög vel, laugardagarnir voru bestir í sveitaböllunum. Svo voru bingó á miðvikudögum og ég byrjaði með bíó og það var þrisvar í viku. Einnig voru Lionsfundir, námskeið og brúðkaup, svo það var alltaf eitthvað að gerast í félagsheimilinu.“ – Voru laugardagsböllin vel sótt? „Algjörlega. Ég man að fyrsta ballið sem ég hélt var með hljómsveit sem hét Stuðlatríóið og það komu 231 á dansleikinn. Næstu helgi á eftir voru Haukarnir sem voru topp-brenni- vínsband og það voru 456 á því balli. Svo komu Hljómarnir þriðju helgina og svo spann þetta upp á sig þannig að þeir voru alltaf einu sinni í mánuði, Haukarnir, Hljóm- arnir, Júdas, Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar og svo voru svona ein og ein hljómsveit eins og Pelican og Paradís með Pétri Kristjánssyni sem komu með. Það var engu líkt að standa í þessu og ég fílaði mig eins og poppstjörnu. Þegar ég var búinn að vera ár í Festi þá heyrði ég að ég var kallaður Tommi í Festi og það festist við mig. Það er fullt af fólki sem man ennþá eftir Tomma í Festi og það eru fjörutíu og eitthvað ár síðan. Það er ótrúlegt. Ég elska Grindavík.“ Aðgangseyrir 25 krónur í Reykjavík en 700 krónur í Grindavík – Hvernig var þetta, var áfengis- sala? „Nei, það voru bara seldir gosdrykkir. Það var rándýrt að fara inn. Ég man þegar ég kom á fyrsta ballið til að njósna, þá kostaði 600 kall miðinn. Mér fannst það fáránlegt því á sama tíma kostaði 25 kall inn á veitinga- staði í Reykjavík en 600 kall inn á ball og ég hafði aldrei heyrt talað um annað eins. Ég var ekki búinn að vera nema rétt um mánuð þá var ég búinn að hækka þetta upp í 700 kall. Svona breyttist nú afstaðan fljótlega.“ – Var reksturinn góður? „Ég hélt félagsheimilinu gangandi. Við þurftum að þjóna bæjarfélaginu. Ég stofnaði Leikfélag Grindavíkur og við vorum með leikrit og ýmislegt annað sem var að gerast þarna.“ – Á þessum tíma er Festi í eigu nokkurra félaga auk sveitar- félagsins. „Já, þarna voru saman komin verka- lýðsfélagið, kvenfélagið, ungmenna- félagið, bæjarfélagið og svo félags- heimilasjóður. Svo var einn fulltrúi frá hverjum í húsnefnd.“ Gaf út vínveitingaleyfið sjálfur – Og þú starfaðir fyrir sýslumanninn í Grindavík um tíma. „Þegar ég var búinn að vera ár í Festi þá langaði mig að gera eitt- hvað aðeins meira. Á þessum tíma var sýsluskrifstofan opin einn dag í viku og hún var í Festi þar sem ég kynntist fulltrúum fógeta. Svo var opnuð ný lögreglustöð og á lögreglu- – segir veitingamaðurinn Tómas Tómasson sem á miklar tengingar suður með sjó Bestu árin í Grindavík og Keflavík var eins og erlendis Frá opnun Tommahamborgara við Hafnargötu í Keflavík 1981. Mynd úr einkasafni. Tómas við grillið á Búllunni í Reykjanesbæ. Hann segir frá leyndarmálinu um hamborgarann í viðtalinu. 12 // víkurFrÉttir á SuðurNESJuM í 40 ár

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.