Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.05.2021, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 19.05.2021, Blaðsíða 16
Orkan úr óþefnum! Hver kannast ekki við að finna stingandi skítalykt læðast að vitum manns sem veldur oft mikilli ónotatil- finningu og jafnvel ógleði. Held að flestir kannist nú við það ef lyktarskynið er í lagi. En í hvert skipti sem ég finn þessa lykt þá hugsa ég: „Af hverju virkjum við ekki þessa orku?“ Þessari lykt fylgir oft mjög orku- mikil gastegund sem kallast metan og metan má nýta sem orkugjafa. Þess skal þó geta að metangasið sjálft er lyktarlaust og myndast við rotnun lífrænna leifa við loftfirrtar aðstæður en er ansi oft fylgifiskur þar sem skítalykt er að finna. Með því að safna saman metani sem myndast víðs vegar í okkar samfélagi, frá sorphaugum, rotþróm, fjósum, fjárhúsum, svínabúum og fleiri stöðum mætti búa til verð- mætan orkugjafa fyrir Ísland. Hægt er að nýta það til að keyra áfram vörubíla, rútur og auðvitað heimilis- bílinn. Ekki nóg með að vera kominn með innlendan orkugjafa með því að fanga metanið heldur erum við að draga úr gróðurhúsaáhrifum. Metan er nefnilega mjög skaðleg gróður- húsalofttegund og er talin vera um 21 sinnum skaðlegri heldur en sam- eind af koltvísýringi. Með því að brenna metan brotnar það niður í minna skaðlegar gróðurhúsaloft- tegundir. Með því að fanga metanið og nota sem elds- neyti á vélaflota landsins verður Ísland sjálfbærara um eldsneyti og dregur úr gróðurhúsaáhrifum. Ef ekkert er gert flæðir metanið áfram út í and- rúmsloftið og við verðum af þessum orkugjafa og umhverfið tapar. Metan er að myndast um allt land þannig að það myndi líka styðja við að geta nálgast þennan orkugjafa víðs vegar um landið sem gerði það raunhæft að metanvæða hluta af vélaflota landsins. Ungt Framsóknarfólk samþykkti á sambandsþingi sínu haustið 2020 ályktun um að leggja ætti áherslu á að safna metani og nýta sem orku- gjafa þjóðinni til heilla. Næst þegar þú finnur skítalykt hugsaðu; þarna er óbeisluð orka sem við ættum að nýta til að gera okkar samfélag sjálfbærara og umhverfis- vænna. Daði Geir Samúelsson, frambjóðandi í 2. – 4. sæti í próf- kjöri Framsóknar í Suðurkjör- dæmi og í stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna. Aðalfundur Stjórnendafélags Suðurnesja, verður haldinn, miðvikudaginn 26. maí 2021, kl. 18:00, að Hafnargötu 15, í Reykjanesbæ. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Kosning í stjórn og nefndir 3. Önnur mál Ég óska eftir stuðningi til að skapa störf Í lok þessara mánaðar verður prófkjör Sjálf- stæðisflokksins í Suður- kjördæmi vegna fram- boðslista fyrir Alþingis- kosningar 25. september næstkomandi. Það hafa verið forréttindi mín að hafa verið þingmaður Suðurkjör- dæmis síðan vorið 2013. Tíminn á Alþingi hefur verið mér tími mikillar reynslu sem ég vil nýta mér og bjóða mig fram í 2. sæti á lista flokksins í prófkjörinu 29. maí næstkomandi. Það hefur margt áunnist á Al- þingi fyrir Suðurkjördæmi og landið allt. En eins og gengur þá nást ekki öll mál fram og stöðugt eru verkefni sem þarf að koma í höfn. Eðlilega hefur fólk skoðanir á því hvernig málum er forgangs- raðað og mörgum finnst það taki langan tíma að ná stefnumálum fram. Heilbrigðismálin eru sá mála- flokkur sem íbúar á Suðurnesjum kalla eftir að breytist til batnaðar. Það er eðlileg krafa og þingmenn kjördæmisins hafa fengið að heyra þá ósk og háværar kröfur gerðar um úrbætur og aukið fjármagn til rekstur stofnunarinnar. Á HSS vinnur mikið af afar hæfu starfsfólki sem jafnvel allan sinn starfsaldur hefur unnið í þágu íbúa á Suðurnesjum og vakað yfir velferð okkar. Það fólk hefur ekki hoppað af skútunni þó gefi á bátinn og staðið vaktina sama á hverju gengur. Við erum þakklát fyrir það og það er mikilvægt að bæta starfsaðstöðu starfsfólksins og aðbúnað allan. Ég er atvinnulífsmaður og hef lagt mig fram um að styðja við eflingu atvinnulífs á Suðurnesjum, gera atvinnulífið fjölbreyttara og skapa hér fleiri vel launuð störf. Til þess að svo megi verða er nauð- synlegt að Suðurnesjalína 2 verði lögð sem fyrst. Ég hef lagt fram lagafrumvarp sem tekur á því máli og með samþykkt þess verður Landsneti veitt framkvæmdaleyfi fyrir lagningu línunnar. Það er for- senda þess að skapa öryggi í raf- orkuflutningum til og frá svæðinu og skapa hér tækifæri til þess að efla hér atvinnulíf og fjölga at- vinnutækifærum og vel launuðum störfum. Ég hef í ræðu og riti og með bréfum til bæjaryfirvalda í Reykja- nesbæ bent á ný atvinnutækifæri til að grynnka á atvinnuleysinu. Ég tel það vera hlutverk mitt að benda á tækifæri til atvinnusköpunar og fjölgun starfa. Því miður eru þing- menn sem ekkert annað leggja til málanna en að fjölga opinberum störfum og lengja bótatímabilin eins og Samfylkingin hefur haft að leiðarljósi. Eina leiðin út úr þeirri kreppu sem Covid-veiran hefur skilið eftir sig er að skapa verðmæt fram- leiðslustörf sem skapa þjóðinni gjaldeyristekjur. Það er og verður verkefni þeirra sem setjast á nýtt þing eftir kosningarnar 25. sept- ember í haust. Ég vil nota reynslu mína og þekkingu til þess að láta þau verkefni raungerast og óska eftir stuðningi Suðurnesjamanna í 2. sæti í prófkjörinu 29. maí næst- komandi. Ásmundur Friðriksson, alþingismaður. Betri heilsugæsla fyrir Suðurnesjafólk Allir eiga að geta sótt sér heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Aðgengi að heil- brigðisþjónustu þarf að vera gott og hið sama gildir um gæði þjónustunnar sem og skilvirkni í rekstri. Umræða um einkarekstur hefur verið ansi hávær í umræðunni um HSS og framtíðarfyrirkomulag heilbrigðis- þjónustu hér. Almennt eru menn sammála um að úrbóta sé þörf. Húsnæði heilsugæslunnar er t.a.m. löngu sprungið. Við höfum glímt við mikinn læknaskort þannig að heim- ilislæknar eru ekki í boði fyrir íbúa Suðurnesja, sem er bagalegt. Einkarekstur skynsamlegur Ég vil að stjórnvöld skoði að fara svokallað blandaða rekstrar- leið varðandi heilsugæsluna, sem samanstendur af ríkisrekinni og einkarekinni heilsugæsluþjónustu. Dæmin sýna okkur að slíkt rekstrar- form getur bætt þjónustu við íbúa og einnig tryggt meiri skilvirkni og hagkvæmni í rekstri. Ég tek undir áskorun bæjarstjórnar Reykjanesbæjar sem skorar á heilbrigðisráðherra að tryggja starfsemi nýrrar heilsugæslu á Suðurnesjum í síðasta lagi 1. október 2021 og ég vil að það sé skoðað af alvöru að flýta opnun nýrrar heilsugæslu með því að semja við einkaaðila. Ég hef einnig fulla trú á því að hægt sé að finna tímabundið húsnæði fyrir nýja heilsugæslu þar til nýja stöðin rís. Við eigum að skoða allar færar leiðir með opnum huga með það í huga að ná settum markmiðum, sem er bætt þjónusta fyrir alla. Betri fjármögnun og ný heilsugæsla Heilsugæslunni er ætlað stórt hlut- verk í heilbrigðisþjónustunni við landsmenn samkvæmt lögum. Hún á að vera fyrsti viðkomustaður fólks í heilbrigðiskerfinu þar sem sjúklingar eiga kost á almennum lækningum, hjúkrun, heilsuvernd og forvörnum. Stefna stjórnvalda er að innleiða svokallað höfuðborgarmódel hjá heilsugæslu Suðurnesja en sú inn- leiðing hefur tafist vegna COVID. Það módel hefur gefist vel því þá fylgir fjármagn betur raunverulegri þjónustuþörf út frá íbúasamsetn- ingu. Góðu fréttirnar eru líka þær að lokið hefur verið við stefnumótun HSS og framtíðarsýn stofnunarinnar lögð fram til samræmis við sam- þykkta heilbrigðisstefnu til 2030. Þar má m.a. sjá nýjar áherslur eins og öfluga fjarheilbrigðisþjónustu, breytingar á núverandi húsnæði og auðvitað nýja starfsstöð. Íbúar Suðurnesjabæjar hafa vakið athygli á því að eðlilegt er, miðað við stærð sveitarfélagsins, að þar væri einhver heilbrigðisþjónusta í boði, t.d. heilsu- gæslusel. Ég tek undir það því nú er Suðurnesjabær eina sveitarfélagið á Suðurnesjum sem hefur enga heil- brigðisþjónustu á staðnum. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Störf í boði hjá Reykjanesbæ Sumarátak námsmanna: Verkamenn í garðyrkju Sumarátak námsmanna: Starfsmaður á Vesturberg Háaleitisskóli – Starfsfólk skóla Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum. Viðburðir í Reykjanesbæ BAUN - barna og ungmennahátíð Listahátíð barna í Duus Safnhúsum stendur til 24. maí. Munið eftir að fylla út BAUNabréfið, heppnir þátttakendur fá glæsileg verðlaun. Burtfarartónleikar Arnar Geir Halldórsson, sellónemandi, heldur framhaldsprófs – og burtfarartónleika í Stapa, Hljómahöll, miðvikudaginn 19. maí kl. 19:30. Tónleikunum verður streymt á YouTube rás skólans. Bókabíó - Lína langsokkur Föstudaginn 21. maí klukkan 16.30 verður kvikmyndin um Línu Langsokk sýnd í Bókabíói. Frítt og öll velkomin í Bókasafn Reykjanesbæjar Skil á aðSENdu EFNi Greinar og annað aðsent efni sem óskað er að birt- ist í Víkurfréttum þarf að hafa borist ritstjórn fyrir hádegi mánudags á netfangið vf@vf.is 16 // víkurFrÉttir á SuðurNESJuM í 40 ár

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.