Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.05.2021, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 19.05.2021, Blaðsíða 1
Rekstur Reykjanesbæjar gekk betur en á horfðist á Covid-ári en rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs fyrir afskriftir og fjármagnsliði var jákvæð um 1,4 milljarða króna en að teknu tilliti til þeirra liða er rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins jákvæð um 82,6 milljónir króna. Rekstrarniðurstaða sveitar- félagsins fyrir A og B hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 4,4 milljörðum króna, en að teknu tilliti til þeirra liða, var niðurstaðan já- kvæð um 69,7 milljónir króna. Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2020 námu um 25 milljörðum króna samkvæmt samstæðureikn- ingi A og B hluta. Rekstrartekjur bæjarsjóðs eða A hluta námu um 17,3 milljörðum króna. Laun og launatengd gjöld sveitarfélagsins námu um 10,4 milljörðum króna en stöðugildi hjá sveitarfélaginu voru meðaltali 1.096. Þetta er hækkun upp á 1,7 milljarða milli ára eða um 18%. Skýringa er að finna í nokkrum atriðum s.s launabreytinga vegna kjarasamninga, fjölgunar stöðugilda og átaksverkefna sem ráðist var í á árinu til þess til að halda uppi at- vinnustigi. „Það hlýtur að teljast viðunandi niðurstaða að skila jákvæðri afkomu við þessar aðstæður sem uppi hafa verið. Fyrri áætlanir sem unnar voru fyrir Covid, gerðu ráð fyrir að bæjar- sjóður yrði rekinn með tæplega 500 milljóna tekjuafgangi, en útkomuspá í október gaf til kynna að afkoman yrði neikvæð um einn milljarð. Jákvæð niðurstaða nú ætti að gefa fyrirheit um að viðspyrnan verði hraðari en í upphafi var talið og hægt verði að lifa eðlilegu lífi að nýju innan skamms. Við viljum nota tækifærið og koma á framfæri þakklæti til bæjarstjóra og hans góða starfsfólks fyrir að halda vel utan um reksturinn. Við höfum þrátt fyrir allt, verið á góðri siglingu sem sveitarfélag og þeirri góðu siglingu verður fram haldið,“ segir m.a. í bókun meirihluta bæjar- stjórnar Reykjanesbæjar á fundi hennar 18. maí. LJÓSLEIÐARINN er kominn! Ekkert tengigjald FRÍR ROUTER 11.490,- kr/mán. H a f n a r g a t a 2 1 • S í m i 4 2 1 4 6 8 8 w w w . k v . i s • k v @ k v . i s 24 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM GILDIR Í YFIR 60 VERSLUNUM UM LAND ALLT MEIRI AFSLÁTTUR OG FRÁBÆR TILBOÐ! TOMMI segir sögur af Suðurnesjum >>> sjá miðopnu Jákvæð rekstrarniðurstaða gefur fyrirheit um hraðari viðspyrnu Rekstur Reykjanesbæjar gekk betur en áætlanir gerðu ráð fyrir Bæjarful ltrúar S j á l f s t æ ð i s - flokksins lögðu til á síðasta bæjar- stjórnarfundi í Reykjanesbæ að kannaðir verði kostir, gallar og kostnaður við að bjóða upp á forskóladeild fyrir fimm ára börn í bæjarfélaginu. Nú þegar hafa nokkur sveitarfélög þegar farið þessa leið. Tekið var vel í hug- myndina bæði af meirihluta og minnihluta og var málinu vísað til bæjarráðs til frekari umræðu. „Mörg sveitarfélög hafa þegar farið þessa leið og væri æskilegt að fá upplýsingar um hvernig til hefur tekist. Með tilkomu fimm ára deildar mun fjölbreytni á námsúrræðum fyrir börnin aukast og foreldrar geta þá valið um það hvort barnið þeirra verði áfram í leikskóla eða fari í grunnskóla. Einnig gæti myndast svigrúm til að brúa bilið frá fæðingarorlofi til átján mánaða aldurs, segir m.a. í bókuninni“. „Það vekur athygli að á þessum erfiðu tímum þá skilar Reykja- nesbær ársreikningi með 83 milljónum í hagnað. Samkvæmt endurskoðendum Reykjanes- bæjar þá eru tekjur oftaldar um 150 milljónir og bæjarsjóður því með réttu rekinn með tapi. Starfsfólki heldur áfram að fjölga hlutfallslega umfram fjölgun bæjarbúa. Stöðugildum fjölgar um 85 milli ára og þá eru vinnumarkaðsúrræði ekki meðtalin. Fjölgun starfsmanna hjá Reykjanesbæ er um 9,7% á meðan íbúum fjölgar um 1,3% og launakostnaður eykst um rúmlega 17% á milli ára (leiðrétt vegna vinnumarkaðsúrræða). Annar rekstrarkostnaður eykst síðan um 14% á milli ára skv. endurskoðendaskýrslu,“ segir í bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðis- flokks, Miðflokks og Frjáls afls á bæjarstjórnarfundi 18. maí við síðari umræðu um ársreikning sveitarfélagsins. Í bókunninni er einnig gagn- rýnd fjölgun stöðugilda hjá sveit- arfélaginu og að launakostnaður hafi aukist um 32%. Þá muni Reykjanesbær ekki uppfylla fjár- hagsleg viðmið sem sett eru í sveitarstjórnarlögum á komandi árum. Starfsfólki fjölgar og kostnaður eykst Skólavist fyrir 5 ára börn í Reykjanesbæ? Knattspyrnuvertíðin er byrjuð og Keflavík á lið í efstu deild bæði hjá körlum og konum en liðin unnu sér sæti í deildum þeirra bestu á síðasta ári. Hér er baráttumynd úr leik Keflavíkur og Þróttar. Sjá nánar í blaðinu í dag. Miðvikudagur 19. Maí 2021 // 20. tbl. // 42. árg.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.