Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.05.2021, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 19.05.2021, Blaðsíða 15
Suðurnesjafólk verður í framlínunni þegar einstakir tónleikar Korda Sam- fónía verða fluttir í Hörpu 21. maí n.k. Stjórnandi og aðal höfundur er Keflvíkingurinn Sigrún Sævarsdóttir en hún fær sprenglært tónlistar- fólk, nemendur, sjálfsmenntað tónlistarfólk og fólk sem aldrei hefur lagt stund á tónlist saman í þessa óvenjulegu hljómsveit, alls 35 manns, úr ólíkum áttum. Í Kordu Samfóníu eru fimm þátttakendur frá Samvinnu á Suðurnesjum, þá er Sævar Helgi Jóhannsson, bróðursonur Sigrúnar, að- stoðarstjórnandi. „Þetta er stór hópur fulltrúa svæðisins hér að verki á þessum einstöku tónleikum í Hörpu þann 21. maí nk. þegar óvenjulegasta hljómsveit landsins þreytir frumraun sína,“ segir Sigrún en hún kemur úr stórri tónlistarfjölskyldu í Keflavík, móðir hennar er Ragnheiður Skúla- dóttir píanóleikari og tónlistarkennari og bræðurnir Sigurður og Jóhann Smári Sævarssynir, báðir mjög þekktir í tónlistargeiranum. Sigrún Sævarsdóttir Griffiths stýrir óvenjulegustu hljómsveit landsins. Bróðursonur hennar og fleiri Suður- nesjamenn með henni í Hörpu 21. maí Korda Samfónía er ný 35 manna hljómsveit, samsett af hljóðfæraleik- urum Sinfóníuhljómsveitar Íslands, nemendum Listaháskóla Íslands og skjólstæðingum Hugarafls og Starfs- endurhæfingastöðva Vesturlands, Hafnarfjarðar og Suðurnesja. Hljóm- sveitin var stofnsett í febrúar 2021 og koma hljómsveitarmeðlimir úr hinum ýmsu áttum, með mjög fjöl- breyttar sögur að baki. Verkefnið er runnið undan rifjum MetamorP- honics, samfélagsmiðuðu fyrirtæki sem Sigrún Sævarsdóttir-Griffiths, tónlistarkona úr Keflavík, stýrir í London. Aðrir aðilar að verkefninu eru Tónlistarborgin Reykjavík og Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús. Á efnisskrá tónleikanna verður frumflutningur glænýrrar tónlistar, sem samin er af hljómsveitarmeð- limum í sameiningu undir stjórn Sigrúnar. „Hugmyndafræði MetamorPhonics byggir á því, að til þess að fólki vegni vel í lífinu, þurfi það að upplifa sig sem gjaldgenga, virka meðlimi sam- félagsins og að á það sé hlustað. Því skapar MetamorPhonics einstakan, opinn og aðgengilegan vettvang til tónsköpunar, fyrir tónlistarnem- endur á háskólastigi og fólk sem stendur á krossgötum í lífinu sem er að byggja sig upp eftir margs konar áföll, t.d. heimilisleysi, atvinnuleysi eða kulnun,“ segir Sigrún en Meta- morPhonics rekur hljómsveitir í London, Leicester, Los Angeles og nú á Íslandi. „Markmiðið er að fólk kynnist í gegnum þessa tónlistarsköpun og taki áhættu sem hentar því og prófi eitthvað sem það hefur ekki prófað áður. Við erum öll að vinna á nýjum vettvangi. Um helmingur hljóm- sveitarinnar er frá Listaháskólanum, þrír koma frá Sinfóníuhljómsveit Ís- lands og svo er hinn helmingurin fólk sem er að vinna í sér og koma sér af stað aftur í lífinu, og kemur frá starfsendurhæfingastöðvum á Akra- nesi, Hafnarfirði og Suðurnesjum. Það eru hljómsveitir í Hugarafli og í þessum sveitarfélögum og við sam- einumst í fimmtu sveitinni, Korda. Við öll saman semjum tónlist og það hefur verið ofboðslega gaman.“ Aðgangur er ókeypis en bóka þarf miða vegna takmarkaðs miðafram- boðs. Frekari upplýsingar á Harpa.is og miðabókun á tix.is Fékk að finna fyrir Covid-19 Sigrún Sævarsdóttir-Griffiths býr í Sy- denham, Suð-austur London, með mann- inum sínum, Paul Griffiths, og börnunum þeirra tveimur, Sædísi Rheu, tólf ára, og Rhys Ragnari, sextán ára. Sigrún flutti til London 1997 til þess að stunda tónlist- arnám við Guildhall School of Music and Drama. Hún endaði svo á því að giftast kennaranum sínum og taka við rekstri kúrsins sem hún lærði við .„Ég stýrði meist- aranámi við Guildhall í tólf ár en í dag rek ég mitt eigið fyrirtæki og stýri ýmsum sjálf- stæðum verkefnum sem stjórnandi og kenni við Guildhall innan tónlistardeildarinnar,“ seagði Sigrún í samtali við Víkurfréttir í maí á síðasta ári. Vinnur með heimilislausu fólki Sigrún kennir sitt fag við Guildhall en jafn- framt vinnur hún sjálfstætt fyrir listastofn- anir á alþjóðlega vísu, auk þess sem hún er fengin sem gestakennari við tónlistarháskóla um allan heim, þar á meðal Listaháskóla Ís- lands. „Í júní 2019 setti ég á stofn nýtt fyrirtæki, svo- kallað Community Interest Company (sem er óhagnaðardrifið), þar sem ég vinn með heimilislausu fólki og fólki sem er að byggja sig upp eftir ýmiss konar áföll og erfiðleika í lífinu. Fyrirtækið mitt heitir Metamor-Pho- nics og gengur út á að stofna hljómsveitir sem semja og flytja sína eigin, frumsömdu tónlist. Núna, tíu mánuðum síðar, stýri ég tveimur hljómsveitum í London, einni í Leicester, einni í Los Angeles og þremur á Íslandi í samstarfi við Starfsendurhæfingastöðvar á suðvestur- horninu“. Í Reykjanesbæ stýrir Sigrún hljómsveit sem ber nafnið 360°. Hún er rekin í samstarfi við Samvinnu á Suðurnesjum og var fyrsta hljómsveitin sem hún stofnaði hér á landi og nú hafa starfsendurhæfingastöðvar í Hafna- firði og á Akranesi fylgt í kjölfarið. Búið nánast öll fullorðinsárin í London Sigrún hefur búið í London nánast öll sín fullorðinsár. Við spurðum hana hvort hún sakni einhvers frá Íslandi. „Ég var rétt rúm- lega tvítug þegar ég flutti út og var orðin gift kona og stjúpmóðir þriggja yndislegra dætra tveimur árum síðar. Því má segja að ég hafi byggt mitt líf í Englandi en þrátt fyrir að hafa búið erlendis í rúm 22 ár hef ég alltaf haldið tengingunni til Íslands og er hálfpartinn búin að búa mér til umhverfi þar sem ég er virk á báðum stöðum. Þegar ég hlusta á útvarpið er það nánast alltaf íslenskar stöðvar. Ég hlusta á morgunútvarp Rásar 2 á hverjum einasta virkum morgni og það er í bakgrunn- inum þegar fjölskyldan borðar morgunmat. Ég fylgist með fréttum á báðum stöðum og rífst yfir pólítíkinni alveg jafnt á Íslandi sem og Englandi.“ Sigrún og Paul maður hennar veiktust alvar- lega af Covid-19. „Allt í mínu lífi hefur breyst á síðustu sex vikum. Ég átti að stjórna tónleikum á djass- festivali í London í apríl, átti að vera að vinna á Íslandi í maí, átti að tala á ráðstefnu í Búda- pest í júní og vinna með heimililausa sam- félaginu í Los Angeles í október en öllu hefur verið aflýst. Börnin mín munu að öllum lík- indum ekki ganga í skóla aftur fyrr en í sept- ember og maðurinn minn, sem venjulega væri 1/3 hluta hvers árs á vinnutengdum ferða- lögum um allan heim, er allt í einu heima alla daga og verður það þangað til annað kemur í ljós. Að auki urðum við Paul fyrir þeirri hrika- legu lífsreynslu að verða alvarlega veik með COVID-19. Þó við höfum ekki verið lögð inn á sjúkrahús þá stóð ég mjög tæpt þar sem ég hætti að anda og féll saman. Sem betur fer var Paul hér hjá mér svo hann náði að aðstoða mig og þegar sjúkrabíllinn kom voru lífsmörk mín orðin eðlileg á ný. Daginn eftir var okkur ráðlagt að hringja á annan sjúkrabíl þar sem ég fann fyrir svo miklum verkjum í brjóst- holi og efra baki. Á bráðamóttökunni var ég mynduð og þá kom í ljós vatn á lungum. Ég fékk fúkkalyf og við það hófst mitt bataferli en þá varð Paul mjög veikur. Nú eru liðnar sex vikur frá því að við urðum veik. Ég er nánast alveg orðin eins og ég á að mér að vera, þó ég finni af og til fyrir eftirköstum, og Paul er við það að ná sér. Það tók mun lengri tíma fyrir hann að komast almennilega á fætur, enda er hann astmasjúklingur.“ Lífsreynsla sem setti allt annað í nýtt samhengi Sigrún segir að þessi lífsreynsla hefur skilið mikið eftir sig og sett allt annað í nýtt sam- hengi. „Ég er viss um að hefðum við ekki lent í þessu værum við eflaust miklu uppteknari af áhyggjum af atvinnunni okkar og áhrifum veirunnar á daglegt líf og framtíðarsýn en eins og stendur erum við ótrúlega þakklát fyrir það sem er. Við eigum yndislegt heimili þar sem við höfum öll nóg pláss til þess að eiga okkar einverustundir sem og samverustundir. Við erum með stóran garð þar sem við getum dundað okkur, grillað og haft það notalegt.“ Viðtalið í heild við Sigrúnu má sjá hér: https://www.vf.is/mannlif/ %E2%80%9Eallt-i-lifinu-hefur-breyst- a-sidustu-sex-vikum%E2%80%9C Suðurnesjafólk í sviðljósinu á einstökum tónleikum Páll Ketilsson pket@vf.is Sigrún og maður hennar, Paul Griffiths, og börnin þeirra tvö, Sædís Rhea og Rhys Ragnar. víkurFrÉttir á SuðurNESJuM í 40 ár // 15

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.