Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.05.2021, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 19.05.2021, Blaðsíða 22
MAGNAÐ TÍMABIL ELVARS MÁS Leikmaður ársins í litháensku úr valsdeildinni Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson átti hreint magnað tímabil með Siauliai í litháensku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í vetur og fyrir vikið var hann valinn leikmaður deildarinnar í ár (Most Valuable Player). Elvar Már var algerlega lang- besti maðurinn í liði Siauliai í ár sem endaði í sjöunda sæti lithá- ensku deildarinnar. Nú er úrslita- keppni deildarinnar að hefjast og í átta liða úrslitum mæta Elvar og félagar í Siauliai liði Rytas sem endaði í öðru sæti. Fyrsti leikur liðanna fer fram á fimmtudags- kvöld. Það er ljóst að frammistaða Elvars hefur vakið athygli margra og verður áhugavert að sjá hvort Njarðvíkingurinn færi sig um set fyrir næsta tímabil ... og þá hvert hanni fari. Með því að smella á myndina í rafrænni útgáfu Víkurfrétta má sjá skemmtilega samantakt af snilldartilþrifum Elvars Más frá tímabilinu. ÚRSLITAKEPPNI DOMINO'S-DEILDANNA Í undanúrslitum Domino’s-deildar kvenna mætti Keflavík Haukum á Ásvöllum síðasta föstudag. Hafn- firðingar höfðu betur í þeirri viðureign, 77:63. Liðin mættust á ný í Blue-höllinni á mánudag og aftur höfðu Haukar betur, 68:80, og leiða því einvígið með tveimur sigrum en fyrra liðið til að vinna þrjá leiki fer áfram í úrslitaleikinn. Þriðji leikur Keflavíkur og Hauka fer fram á föstudag en Keflvíkingar þurfa nauðsynlega að sigra þá þrjá leiki sem í boði eru ætli þær að eiga möguleika á að komast í úrslitaleikinn. Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, var ekki ánægður eftir fyrri leik liðanna og í viðtali á karfan.is sagði hann að Keflavíkurstúlkurnar hafi verið eins og litlar mýs og leyft Haukakettinum að ráða för allan tímann. Það voru hins vegar Keflvíkingar sem höfðu betur í fyrsta leik sínum í úrslitakeppni Domino's-deildar karla þegar þeir tóku á móti Tindastóli í Blue-höllinni síðasta laugardag. Það var fyrst og fremst góður varnarleikur Keflvíkinga sem skóp sigurinn, 79:71. Dominykas Milka fór fyrir liði Keflvíkinga með 33 stig og átta fráköst. Á sama tíma fóru Grindvíkingar í Garðabæinn þar sem þeir léku gegn Stjörnunni í úrslitakeppni Domino's- deildar karla. Stjarnan hafði betur í fyrsta leik, 90:72, og leiðir þá viðureign því með einum sigri. Viðureignir Grindavíkur og Stjörnunnar annars vegar og Tindastóls og Keflavíkur hins vegar fóru fram á þriðju- dagskvöld áður en Víkurfréttir fóru í prentun en nánar er fjallað um þá leiki og aðra íþróttaviðburði á vf.is. Daniela Wallen Morillo hefur verið atkvæðamest í liði Keflavíkur en þær þurfa að gera betur vilji þær komast lengra í keppninni. Sandgerðingar deildarmeistarar í annarri deild karla Reynismenn léku gegn ÍA um sigur í annarri deild karla í körfuknattleik. Eftir fjörugan og spennandi leik voru það Reynismenn sem fögnuðu sigri. Reynismenn byrjuðu leikinn betur og leiddu eftir fyrsta leikhluta 25:21. Reynir náði mest ellefu stiga for- ystu í fyrsta leikhluta en Skagamenn náðu að jafna fyrir leikhlé, staðan 43:43 í hálfleik. Með þremur þristum í upphafi fjórða leikhluta náðu Reynismenn góðu forskoti sem þeir héldu til leiksloka – lokatölur 107:95 og Reynir er deildarmeistari annarrar deildar karla í körfuknattleik 2020–2021. Már bætti eigið Íslandsmet Sundmaðurinn Már Gunnarsson (ÍRB) keppir nú á Evrópumóti fatlaðra í sundi sem haldið er á Madeira. Á mánudag, öðrum keppnisdegi Más, gerði hann sér lítið fyrir og bætti eigið Íslandsmet í 100 metra flugsundi í flokki S11. Það er ekki hægt að segja að mótið hafi farið vel af stað hjá Má en á fyrsta degi lenti hann í óhappi þegar hann stakk sér til sunds í 50 metra skriðsundi og festi hægri hendina í brautarlínunni. Már sagði í færslu á Facebook: „Það leynast áhættur í öllum íþróttum og þær minnka ekki í íþróttum blindra. Ég stakk mér til sunds í morgun í 50M skriðsundi og ætlaði svo sannar- lega að bæta mig en á leiðinni festi hægri hendina í brautarlínunni og í stað þess að stöðva tímatökubúnaðinn á hefðbundinn hátt í innkomunni barði ég í búnaðinn hjá næsta manni á annari braut og stöðvaði minn eiginn tíma með höfuðkúpunni á mér. Sem betur fer virðist ekkert vera brotið, mögulega tognun og má maður vera þakklátur fyrir að ekki verr fór en svo og þá skiptir ekki máli hálf sekúnda til eða frá. Er ekki sagt, fall er farar heill. Þannig lít ég á það fyrir þær fjórar greinar sem eftir eru.“ Með jákvæðni að leiðarljósi átti Már góðan dag á mánudga þegar hann lenti í fjórða sæti í 100 metra flugsundi og bætti Íslandsmet sitt sem er nú 01:11:11. Á þriðjudag átti Már frí frá keppni og sagði það vel þegna hvíld fyrir þær þrjár greinar sem eftir eru. Már stóð sig vel á mánudag og bætti Íslandsmet sitt í 100 metra flugsundi. Mynd af Facebook-síðu Más Miðvikudagur 19. Maí 2021 // 20. tbl. // 42. árg.sport Stöðugar uppfærslur og úrslit leikja á vf.is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.