Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.05.2021, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 19.05.2021, Blaðsíða 6
Útgefandi: Víkurfréttir ehf. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is Umbrot/blaðamaður: Jóhann Páll Kristbjörnsson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is augNablik MEð JÓNi StEiNari Jón Steinar Sæmundsson Ný og glæsileg Hulda kom inn til Grindavíkur í vikunni úr sínum fyrsta róðri. Báturinn reyndist vel í alla staði í þessum fyrsta róðri að sögn skipverja, sem sögðu þó að aflinn hefði mátt vera meiri en hann var um þrjú tonn. Þegar að Hulda lagðist að bryggju steig Sr. Elínborg Gísladóttir, sóknar- prestur í Grindavík, um borð og blessaði hinn nýja bát eins og venja er þegar ný skip koma í höfn í fyrsta skipti. Að athöfn lokinni var gestum boðið upp á veitingar. Hulda GK 17 er af gerðinni Cleo- patra Fisherman 40BB og er 11,99 metra löng. Mælist 29,5 BT að stærð. Báturinn var hannaður hjá Ráðgarði Skiparáðgjöf í samstarfi við Trefjar ehf. og eigendur bátsins. Eigandi og útgerðaraðili Huldu er Blakknes ehf. en að því félagi standa feðgarnir Sigurður Aðalsteinsson, Ólafur Már Sigurðsson og Gylfi Þór Sigurðsson. Heimahöfn Huldu er Sandgerði. Hulda blessuð Söngleikurinn Mamma Mia - Styrktarsýning í Heiðarskóla Leiklistarval Heiðarskóla frumsýndi á árshátíð skólans þann 19. mars söngleikinn Mamma Mia í leikstjórn þeirra Daníellu Hólm Gísladóttur, Estherar Níelsdóttur, Guðnýjar Kristjánsdóttur og Hjálmars Benónýssonar en öll eru þau kennarar við skólann. Það er í hefð fyrir því til margra ára að setja upp eina vorsýningu með leiklistarvalinu á árshátíð unglinganna sem síðan allir nemendur skólans fá tækifæri til að sjá á skólatíma auk þess sem aðstandendur leikaranna og almenningur hafa fengið að koma á sýningar. Þá hefur verið hefð fyrir því að halda styrktarsýningu til styrktar góðu málefni og í ár á að styrkja Ljósið. Í Heiðarskóla hafa bæði starfsmenn og nemendur notið góðs af starfsemi Ljóssins og því varð það fyrir valinu í þetta skiptið. Allur aðgangseyrir lokasýningarinnar rennur til þess félags og er þetta gert af hugulsemi og væntumþykju þeirra sem að þessari sýningu koma. „Við erum bara alltaf svo heppin með hópa, hæfileikaríkir krakkar sem vilja láta gott af sér leiða,“ sagði Guðný Kristjáns- dóttir leiklistarkennari sem hefur sett upp fjölmargar sýningar á undanförnum árum og hvetur fólk til þess að mæta og sjá þessa snillinga. Lokasýningin verður fimmtudaginn 20. mai kl. 20:15 á sal Heiðarskóla. Miðaverð er 1.000 kr. (ekki er hægt að greiða með greiðslukortum). FIMMTUDAGUR KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.ISnýr tími! 6 // víkurFrÉttir á SuðurNESJuM í 40 ár

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.