Skessuhorn - 17.02.2021, Side 8
MIÐVIKUDAGUR 17. febRúAR 20218
Uppstilling við
röðun
VIÐREISN: Landshlutaráð
Viðreisnar í Norðvesturkjör-
dæmis ákvað á fundi sínum í
síðustu viku að nota uppstill-
ingu við röðun á framboðslista
fyrir kosningar í haust. Upp-
stillinganefnd hefur þegar ver-
ið skipuð og er vinna hennar að
hefjast, samkvæmt tilkynningu
frá flokknum. „Hvert lands-
hlutaráð fyrir sig tekur ákvörð-
un um hvaða aðferð er beitt við
skipan framboðslista, í sam-
ræmi við samþykktir Viðreisn-
ar. Verði uppstilling fyrir valinu
skal landshlutaráð skipa upp-
stillingarnefnd sem starfar sam-
kvæmt reglum sem stjórn Við-
reisnar setur. framboðslistar
verða bornir undir landshluta-
ráð og stjórn Viðreisnar til sam-
þykktar. Viðreisn gætir fyllsta
jafnréttis kynjanna og vill end-
urspegla fjölbreytni mannlífs í
framboðslistum sínum. Stjórn
Viðreisnar hefur ákveðið að
auglýsa eftir áhugasömu fólki til
að starfa með flokknum og taka
sæti á listum hans,“ segir í til-
kynningu. -mm
Aflatölur fyrir
Vesturland
6. til 12. febrúar
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu
Akranes: 2 bátar.
Heildarlöndun: 18.655 kg.
Mestur afli: eskey Óf-80:
18.399 kg. í fjórum löndunum.
Arnarstapi: 10 bátar.
Heildarlöndun: 132.262 kg.
Mestur afli: Kristinn HU-812:
24.016 kg. í þremur löndunum.
Grundarfjörður: 6 bátar.
Heildarlöndun: 409.702 kg.
Mestur afli: Sigurborg SH-12:
75.690 kg. í einni löndun.
Ólafsvík: 11 bátar.
Heildarlöndun: 329.231 kg.
Mestur afli: Steinunn SH-167:
78.936 kg. í fjórum löndunum.
Rif: 16 bátar.
Heildarlöndun: 524.676 kg.
Mestur afli: Rifsnes SH-44:
93.828 kg. í einni löndun.
Stykkishólmur: 4 bátar.
Heildarlöndun: 10.637 kg.
Mestur afli: fjóla SH-7: 3.988
kg. í fjórum löndunum.
Topp fimm landanir á tíma-
bilinu:
1. Rifsnes SH-44 RIF: 93.828
kg. 8.feb.
2. Örvar SH-777 RIF: 91.778
kg. 9. feb.
3. Tjaldur SH-270 RIF:
76.655 kg. 6. feb.
4. Sigurborg SH-12 GRU:
75.690 kg. 8. feb.
5. Harðbakur EA-3 GRU:
71.360 kg. 10. feb.
-frg
Ók á ljósastaur
AKRANES: ekið var á ljósa-
staur seint á þriðjudagskvöld í
síðustu viku. Ökumaður sagð-
ist hafa ekið á 50 kílómetra
hraða á Innnesvegi þegar hann
missti stjórn á bílnum og hafn-
aði á ljósastaur en snjóþekja var
á veginum. Ökumaður slasað-
ist ekki en bæði bifreið og staur
skemmdust nokkuð. Þá sló raf-
magni út með þeim afleiðingum
að ljósastaurar í götunni misstu
straum. Orkuveitu var tilkynnt
um málið. Draga þurfti bílinn á
brott með kranabíl. -frg
Skópar á bryggju
AKRANES: Síðastliðinn mið-
vikudag barst lögreglu tilkynn-
ing um skópar við bryggjukant-
inn á stóru bryggjunni á Akra-
nesi. Þrátt fyrir vott veður voru
skórnir þurrir, höfðu greinilega
ekki verið þarna lengi og vakn-
aði því grunur um að einhver
hefði hoppað í sjóinn. fljótlega
kom þó í ljós að skórnir höfðu
einfaldlega dottið út úr bifreið
fyrirtækis sem erindi hafði átt
á bryggjuna. Lögregla ítrekar
mikilvæg þess að fólk láti vita af
öllu sem óeðlilegt getur talist,
betra sé að fá of margar tilkynn-
ingar en of fáar. -frg
Útaf á Holta-
vörðuheiði
VESTURLAND: Síðdegis á
föstudag barst Neyðarlínu til-
kynning um útafakstur á Holta-
vörðuheiði. Þar hafði móðir
með fjögurra ára gamalt barn
ekið út af og fest bílinn. Þegar
lögregla náði tali af móðurinni
hafði hún fengið far til Reykja-
víkur og hugðist hún láta at-
huga með barnið á heilsugæslu
þar sem hana grunaði að barnið
hefði jafnvel rekið höfuðið í við
útafaksturinn. -frg
Hraðakstur
áberandi
VESTURLAND: Að sögn
Lögreglunnar á Vesturlandi
hefur hraðakstur verið mjög
áberandi í umdæmi hennar
undanfarna daga og vikur. Mjög
algengt er að ökumenn mælist á
milli 110 og 120 kílómetra hraða
auk þess sem allt of algengt er
að um leið séu ökumenn að tala
í símann án handfrjáls búnaðar.
Sá sem hraðast ók mældist á 136
kílómetra hraða í Kolgrafafirði
á Snæfellsnesi. Þá mældist ann-
ar á 132 kílómetra hraða í borg-
arfirði. -frg
Athuga notkun
öryggisbúnaðar
SNÆFELLSN.: Lögreglan á
Vesturlandi hefur undanfarið
lagt áherslu á eftirlit með notk-
un öryggisbúnaðar á Snæfells-
nesi. Á sunnudag var ökumaður
stöðvaður í Grundarfirði með
tvö börn í bílnum þar sem notk-
un viðeigandi öryggisbúnaðar
var ábótavant. Mikilvægt er að
ökumenn gæti að því að örygg-
isbúnaður bifreiða henti þeim
farþegum sem í bifreiðinni eru
hverju sinni.
-frg
Konur í Kvenfélagi Ólafsvíkur tóku
daginn snemma fimmtudaginn 11.
febrúar síðastliðinn. Tilefnið var að
baka hinar árlegu sólarpönnukök-
ur en þetta er ein stærsta fjáröflun
félagsins. Öllum sóttvörnum var að
sjálfsögðu fylgt í hvívetna og gekk
það vel að sögn kvenfélagskvenna.
fyrirtæki og einstaklingar á svæð-
inu taka alltaf vel við sér þegar þeim
eru boðnar sólarpönnukökur og
seldust 2200 pönnukökur að þessu
sinni. Kvenfélagskonur buðu bæði
uppá á pönnurkökur með rjóma og
sultu og svo sykri.
Gekk baksturinn mjög vel enda
kjarnakonur á ferðinni. Deigið voru
þær búnar að undirbúa að hluta til
daginn áður og hófst bakstur klukk-
an 4:30 og var fyrsta pöntun sótt
klukkan sex um morguninn. Öll-
um frágangi var svo lokið um há-
degið og allar pönnukökur komnar
á kaffistofur fyrirtækjanna. þa
fyrirtækið Creditinfo hefur opnað
fyrir gjaldfrjálsan aðgang að skönn-
uðum frumritum ársreikninga á vef
sínum. Á þjónustuvef Creditinfo
og í vefverslun á opnum vef geta al-
mennir notendur jafnt sem áskrif-
endur nú sótt gjaldfrjálst skönnuð
frumrit af ársreikningum.
„Creditinfo hefur að geyma
stærsta safn viðskiptaupplýsinga á
Íslandi en á meðal þeirra eru upp-
lýsingar úr ársreikningum íslenskra
fyrirtækja allt aftur til ársins 1995.
Ársreikningagrunnur Creditinfo
hefur að geyma rúmlega 550.000
ársreikninga sem hægt er að sækja
með fjölbreyttum hætti bæði á
þjónustuvef Creditinfo og í gegn-
um vefþjónustu. Áskrifendum Cre-
ditinfo gefst jafnframt kostur á að
vakta skil á ársreikningum án við-
bótarkostnaðar með fyrirtækjavakt
Creditinfo,“ segir í tilkynningu.
Öllum er frjálst að sækja fjöl-
breyttar upplýsingar um stöðu fyr-
irtækja í gegnum vefverslun Cre-
ditinfo. Hægt er að sækja lánshæf-
ismat fyrirtækja sem sýnir líkurn-
ar á því að fyrirtæki fari í vanskil á
næstu tólf mánuðum, ítarlegt yfirlit
yfir endanlega eigendur fyrirtækja,
upplýsingar um gildandi skráningu
fyrirtækja og margt fleira. Áskrif-
endur Creditinfo geta síðan sótt
enn fleiri upplýsingar til að taka
markvissari ákvarðanir í viðskipt-
um.
„Það er okkur mikið fagnað-
arefni að geta nú boðið skönnuð
frumrit af ársreikningum gjald-
frjálst. eftir lagabreytingar sem
tóku gildi um áramót opnaði
Skatturinn á niðurhal reikninga á
vef sínum. enn er þó beðið eftir
reglugerð sem skýrir áhrif breyt-
inganna á samninga um afhend-
ingu gagna til miðlara eins og
Creditinfo. Við höfum engu að
síður ákveðið að afhenda þá gjald-
frjálst með einföldum hætti á vef
okkar,“ segir brynja baldursdótt-
ir, framkvæmdastjóri Creditinfo.
Áreiðanlegustu upplýsingar um
rekstur fyrirtækja er oftast að finna
í ársreikningum þeirra. Með upp-
lýsingum úr ársreikningi er meðal
annars hægt að leggja mat á það
hversu vel rekstur fyrirtækis hef-
ur gengið síðustu ár, stærð fyrir-
tækisins, skuldsetningu og margt
fleira. mm
Landssamband slökkviliðs- og
sjúkraflutningamanna (LSS) hef-
ur sent inn umsögn um frumvarp
til laga um breytingu á lögum um
slysatryggingar almannatrygginga,
sem fjalla m.a. um atvinnusjúk-
dóma og miskabætur. Á Íslandi eru
starfandi um þúsund slökkviliðs-
menn og af þeim eru rúmlega 400 í
fullu starfi og sinna þá flestir einnig
sjúkraflutningum. Þeir einstakling-
ar sem sinna þessum störfum eru
útsettir fyrir starfsumhverfi sem
vísindalega hefur verið sannað að
auki líkur á heilsubresti, þá sérstak-
lega ákveðnum gerðum krabba-
meina. Slökkviliðsmenn eru allt
að tvöfalt líklegri til að fá ákveðn-
ar gerðir krabbameina. „LSS telur
telur brýnt að þeir atvinnutengdu
sjúkdómar sem vísindalegar rann-
sóknir hafa staðfest að slökkviliðs-
menn séu útsettir fyrir séu viður-
kenndir í lögum og einstakling-
um sé tryggður bótaréttur vegna
þeirra.“ mm
Hér má sjá hluta kvennanna sem sá um að setja sykur, sultu og rjóma á pönnu-
kökurnar ásamt því að pakka þeim.
Seldu á þriðja þúsund
sólarpönnukökur
Slökkviliðsmenn starfa oft við heilsuspillandi verkefni. Meðfylgjandi er svipmynd
frá gróðureldum í Norðurárdal vorið 2019.
Vilja að bótaréttur slökkviliðs-
manna sé viðurkenndur
Skannaðir ársreikningar eru nú
gjaldfrjálsir á vef Creditinfo