Skessuhorn


Skessuhorn - 17.02.2021, Qupperneq 12

Skessuhorn - 17.02.2021, Qupperneq 12
MIÐVIKUDAGUR 17. febRúAR 202112 Gunnar Guðlaugsson, forstjóri Norðuráls, hefur verið ráðinn til að stýra álverum Century Alumin- um í evrópu og Norður Ameríku. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kem- ur fram að nýr starfstitill Gunn- ars verður „executive Vice Presi- dent, Global Operations“ og mun hann bera ábyrgð á rekstri álvera Century Aluminum um allan heim. Century Aluminum á og rekur, auk Norðuráls á Grundartaka, þrjú ál- ver í Norður Ameríku og rafskauta- verksmiðju í Hollandi. Samanlögð ársframleiðsla er yfir milljón tonn af áli. Gunnar hefur starfað hjá Norðuráli frá árinu 2008. fyrst sem framkvæmdastjóri Norðuráls Grundartanga og sem forstjóri frá árinu 2019. Því hlutverki mun hann sinna áfram. Gauti Höskuldsson, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra skautsmiðju og kerskála Norðuráls, mun jafnframt taka við nýrri stöðu hjá Century Aluminum sem „Vice President, Global Operations“ og starfa með Gunnari hér heima og ytra. Gauti hefur starfað hjá Norðuráli frá árinu 1999 en hefur gegnt hlutverki framkvæmdastjóri skautsmiðju- og kerskála frá 2009. Sigrún Helgadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Norðuráls Grundartanga og mun hafa yfirum- sjón með daglegum rekstri ál- versins. Sigrún hefur starfað hjá Norðuráli frá árinu 2012, síðus- tu ár sem framkvæmdastjóri star- fsmanna- og innkaupasviðs. Áður starfaði Sigrún m.a. hjá Kaupþingi, í Kauphöllinni í Osló og Verðbré- faþingi Íslands. birna björnsdóttir tekur við stöðu framkvæmdastjóra skaut- smiðju- og kerskála. birna hóf störf hjá Norðuráli árið 2005 og hefur sinnt ýmsum störfum innan fyrirtækisins. Síðustu ár hefur hún starfað sem deildarstjóri framleiðs- lustýringar. mm/ Ljósm. Norðurál. Opnað var á viðræður milli sveit- arfélaganna borgarbyggðar, Hval- fjarðarsveitar og Akraneskaupstað- ar um aukið samstarf þeirra á sviði eldvarna og slökkviliðsmála í lok síðasta árs. Slíkar hugmyndir höfðu upphaflega komið til tals fyrir um þremur árum. Unnið er að því að safna upplýsingum um mögulegar leiðir til aukins samstarfs og nú eft- ir áramót hafa verið vikulegir fund- ir þar sem bæði forsvarmenn sveit- arfélaganna og slökkviliðanna taka þátt. er þá verið að safna í sarp- inn upplýsingum um hvernig sam- starf og sameiningar slökkviða hafa gengið í öðrum landshlutum og heyra í sérfræðingum á þessu sviði. Þegar þær upplýsingar liggja fyr- ir verður málið kynnt í bæjar- og sveitastjórnum sem ákveða munu hvort fara eigi dýpra í greiningar á hagkvæmni þeirra kosta sem gætu blasað við. Skessuhorn átti af þessu tilefni samtal við forsvarsmenn sveitarfélaganna. Að sögn Sævars freys Þráinsson- ar bæjarstjóra á Akranesi hefur enn engin ákvörðun verið tekin, en að einkum þrjá sviðsmyndir eru í um- ræðunni varðandi samstarf. Í fyrsta lagi geti viðræðurnar haft í för með sér aukið samstarf slökkviliðanna, í öðru lagi samrekstur um ákveðna þætti starfseminnar og í þriðja lagi beinlínis sameining Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar og Slökkvilið borgarbyggðar í eitt. „Sveitarfélögin þrjú eru áhuga- söm um að skoða hvort aukið samstarf geti skilað öflugra starfi slökkviliðs eins og undantekning- arlaust virðist vera raunin hjá öðr- um slökkviliðum sem hafa samein- ast. Þær kynningar sem við höfum fengið fram að þessu hafa verið mjög gagnlegar og upplýsandi. Við höfum meðal annars kynnt okkur hvernig staðið hefur verið að málum t.d. hjá brunavörnum Suðurnesja, hjá slökkviliði fjarðarbyggðar og brunavörnum Árnessýslu, en það síðastnefnda varð einmitt til þegar Árnesingar sameinuðu slökkvilið- in á sínu starfssvæði. Okkar starfs- svæði er fjölbreytt að gerð og verk- efnin ólíks eðlis, en aukið samstarf slökkviliðinna á síðustu árum hefur sýnt svo ótvírætt sé að samstarf er af hinu góða. Við leituðum meðal annars til fjarðarbyggðar sem hef- ur álver á sínu starfssvæði líkt og við höfum á atvinnusvæðinu á Grund- artanga,“ segir Þórdís Sif Sigurðar- dóttir sveitarstjóri borgarbyggðar. „Ég bind miklar vonir við að þetta samtal muni leiða okkur á þann stað að starfsemi slökkvilið- anna dafni hvaða leið sem verður valin. Samstarfið sem verið hefur hingað til milli slökkviliðanna hef- ur sýnt okkur fram á að það getur styrkt varnir, eflt mannauðinn og aukið búnað að vinna saman en all- ur tæknibúnaður verður t.d. sífellt flóknari og dýrari. Þess vegna er mikilvægt fyrir okkur nú að staldra við, taka samtalið og meta stöðuna m.t.t. þess hvað skynsamlegast sé að gera til framtíðar, íbúum, fyrir- tækjum og öllum til heilla í þessum efnum,“ segir Linda björk Páldótt- ir sveitastjóri Hvalfjarðarsveitar. Sævar freyr bæjarstjóri á Akra- nesi tekur í svipaðan streng. „Við leggjum mikla áherslu á að allir sem tengjast málinu séu upplýstir um þær viðræður sem eru í gangi, hvort sem það er fólkið í sveitar- stjórnum, slökkviliðsmenn eða aðr- ir,“ segir Sævar freyr í samtali við Skessuhorn. Aðspurð vonast þau Þórdís, Linda og Sævar til þess að á þessu ári liggi niðurstaða fyrir um hvernig auknu samstarfi verður háttað. Þess má einnig geta að gild- andi samningur milli Hvalfjarðar- sveitar og Akraneskaupstaðar um rekstur slökkviliðsins rennur út í árslok 2021. mm Slökkviliðin hafa nú þegar samstarf þegar kemur að stærri verkefnum. Meðal annars í gróðureldum í Norðurárdal síðastliðið vor. Viðræður um aukið samstarf slökkviliða Birna Björnsdóttir. Breytingar á yfirstjórn Norðuráls og móðurfélags þess Húsakostur Norðuráls séður úr lofti. Gunnar Guðlaugsson. Gauti Höskuldsson. Sigrún Helgadóttir.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.