Skessuhorn


Skessuhorn - 17.02.2021, Síða 13

Skessuhorn - 17.02.2021, Síða 13
MIÐVIKUDAGUR 17. febRúAR 2021 13 SK ES SU H O R N 2 02 1 Bæjarstjórnarfundur 1328. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn þriðjudaginn 23. febrúar kl. 17:00. Fundurinn fer fram í gegnum fjarfundabúnað og því út- varpsútsending ekki fyrir hendi. Bæjarbúar eru hvattir til þess að fylgjast með beinni útsendingu á facebooksíðu Akranes- kaupstaðar. Bæjarmálafundir flokkanna verða sem hér segir: Bæjarmálafundur Framsókn og frjálsa haldinn á Zoom, • mánudaginn 22. febrúar kl. 20:00. Bæjarmálafundur Samfylkingar haldinn á Zoom, • mánudaginn 22. febrúar kl. 20:00. Bæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins haldinn á Zoom, • laugardaginn 20. febrúar kl. 10:30. SK ES SU H O R N 2 02 1 Laus störf hjá Akraneskaupstað Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar: Stjórnsýslu- og fjármálasvið Bókara í fjármáladeild. Skóla- og frístundasvið / velferðar- og mannréttindasvið Verkefnastjóri - samþætt þjónusta og barnvænt samfélag. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublað er aðgengilegt á www.akranes.is/lausstorf Verið velkomin í Reykholtskirkju Guðsþjónusta í Reykholtskirkju Fyrsta sunnudag í föstu 21. febrúar kl. 14.00. Séra Jón Ragnarsson, settur sóknarprestur, prédikar og þjónar fyrir altari. Dóra Erna Ásbjörnsdóttir leikur á orgel. Kór Reykholtskirkju leiðir sönginn. Virðum sóttvarnarreglur og grímuskyldu og eigum góða stund í Guðshúsi. Reykholtskirkja S K E S S U H O R N 2 02 1 / L jó sm . G uð la ug ur Ó sk ar ss on erling Markús Andersen tekur brosandi á móti blaðamanni á verk- stæði sínu við Ægisbraut á Akra- nesi. Á verkstæðinu smíðar erling bátalíkön en hann hefur smíðað slík líkön í 19 ár. Hann sinnir einnig viðgerðum á bátalíkönum og sýn- ir blaðamanni líkan af sportbát sem hann fékk til viðgerðar. Líkanið var keypt ósamsett í bretlandi á stríðs- árunum og sett saman hér heima. Þegar erling fékk líkanið í hend- ur var það afar illa farið og þurfti mikla viðgerð. erling á ekki langt að sækja skipaáhugann. Pabbi hans var skipasmiður svo og afi hans. „Og svo var Hans Peder Andersen, Danski Pétur, hinn kunni aflaskip- stjóri í Vestmannaeyjum afabróðir minn,“ bætir hann við. „Ég er þannig að ef eitthvað kemur á borðið hjá mér fer það ekki þaðan fyrr en það er alveg tilbúið,“ segir erling og það má sjá að hér hefur verið nostrað við hvert smá- atriði og útkoman glæsileg. „Ég hef fengið svolítið af bátum til viðgerð- ar en get tekið við fleirum.“ erling bjó lengst af í Hafnarfirði en flutti á Akranes fyrir fimm árum. Hann hefur eins og áður sagði mest fengist við að smíða og gera við bátamódel en; „manni dettur alls konar vitleysa í hug.“ Hann hef- ur undanfarið framleitt fuglahús, eplahaldara fyrir smáfugla og einn- ig pall fyrir smáfuglafóður. Pallin- um fylgir jafnframt staur til þess að festa pallinn á. einnig hefur erling smíðað platta með ýmsum þemum til gjafa. Plattarnir geta verið með ýmsu móti en meðal platta sem hann sýnir blaðamanni er einn með hestaþema. erling segir plattana hafa verið vinsæla til afmælis- og brúðkaupsgjafa. Stólarnir Undanfarið hefur erling smíðað stóla sem hafa örlítið önnur ein- kenni en aðrir stólar. Stólarnir hafa nokkur hólf þar sem geyma má glös og flöskur og geta hæglega sparað mönnum sporin. erling kemur sér þægilega fyrir í stólnum og sýnir hvernig á að bera sig að. „Ég er bú- inn að smíða þrjá stóla. Sá fyrsti hét Alki, annar hét fullur og þessi síð- asti sem hér er heitir Þunnur. Svo á ég efni í einn stól í viðbót og það má skíra hann hvað sem er, hann má heita blindfullur mín vegna,“ segir erling og brosir. „Ég veit að sá sem er með fyrsta stólinn málaði hann kolsvartan. Staupin fylgja með en ekki flöskurnar,“ bætir hann við. erling hefur ekki lagt mikla áherslu á sölumál en segir að nú verði hann að fara að losna við eitt- hvað af þessu. Þegar hann er spurð- ur um verð á smíðahlutunum seg- ir hann að fuglahúsin kosti 7.200 krónur, eplahaldari 5.200 og korn- pallurinn 5.000 og fylgir pallinum staur til að festa pallinn á. Plattarn- ir eru á 15 þúsund krónur og stól- arnir kosta 18 þúsund. frgStóllinn Þunnur í allri sinni dýrð. Smíðar stólana Alka, Fullan og Þunnan Erling hefur hér komið sér vel fyrir í stólnum Þunna. Eplahaldari, fóðurpallur og fuglahús eftir Erling. Plattar eftir Erling. Sportbátur sem Erling fékk til við- gerðar, kom ósamsettur frá Bretlandi á stríðsárunum.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.