Skessuhorn


Skessuhorn - 17.02.2021, Qupperneq 19

Skessuhorn - 17.02.2021, Qupperneq 19
MIÐVIKUDAGUR 17. febRúAR 2021 19 hafnir kirkjunnar og meðal ann- ars við útfarir. „Það er ákveðinn kjarni úr kórnum sem syngur oft- ast við útfarir, þeir koma sem eiga heimangengt og yfirleitt erum við um átta sem syngjum hverju sinni. Það hefur verið gefandi að taka þátt í útfarasöngnum. Mér finnst allir vera að leggja sig fram um að gera þetta eins vel og þeir geta.“ Þá hef- ur Dóri aðeins verið að syngja einn við útfarir. Söngurinn besta geðlyfið „Ég held nú að söngurinn sé besta geðlyfið sem þú getur fengið, mað- ur gleymir stað og stund. Þú ert kannski ekki alltaf upplagður að fara á æfingu en þegar þú ert mætt- ur þá gleymir þú þér, ferð að rifja upp röddina og búa til samhljóm með fólki sem þú þekkir kannski ekki neitt. Það eru alltaf einhverj- ar breytingar á hópnum. Við höfð- um ekki æft í heilt ár þar til við tók- um fyrstu æfinguna á þriðjudag í síðustu viku og það er að koma inn nýtt fólk, nýir menn í karlahópinn. Það er svo sem ekki búið að setja allan hópinn saman ennþá, það verður að bíða eitthvað. Vonandi fer að rætast úr,“ segir Dóri. Minn bátur Þegar blaðamaður spyr hvernig textinn við lagið Minn bátur eftir norska söngvarann björn eidsvåg hafi orðið til svarar Dóri: „Systir mín, Harpa Hallgrímsdóttir sem býr í Noregi sendi mér hlekk á lög eftir björn eidsvåg og sagði að það þyrfti nú endilega að gera íslenskan texta við lögin.“ Dóri hafði aldrei heyrt á þennan tónlistarmann minnst. Í framhaldi af því hlustaði hann talsvert á tónlist björns eids- våg í nokkurn tíma, þegar hann var úti að skokka eða ganga. „Síðan var ég einhverju sinni að hlusta á minn- ingarorð í útför. Karl Sigurbjörns- son, þáverandi biskup, flutti minn- ingarorðin. Þar líkti séra Karl and- látinu við siglingu til sumarlands- ins. Líkaminn deyr en sálin lif- ir og þegar við deyjum siglum við öll yfir í sumarlandið þar sem við hittum þá sem eru farnir á undan okkur. Munurinn á þessari siglingu og öðrum er að við komum ekki til baka. Ég trúi því að þetta sé svona og upp úr þessum minningarorðum samdi ég þennan texta.“ Ertu nokkuð að koma út úr skápnum? „Við fluttum einu sinni lagið Win- ters Night eftir kanadíska trúba- dorinn Gordon Lightfoot við út- för fyrir nokkrum árum, hinn látni hafði verið mikill aðdáandi hans,“ segir Dóri og heldur áfram: „Sveinn Arnar fór eitthvað að skoða þetta lag og sá þá að það var til í ótal út- setningum fluttar af einstaklingum og kórum. Hann fann síðan útsetn- ingu fyrir átta raddir, án undirleiks. Sveinn Arnar spurði mig hvort ég gæti gert texta við lagið eða þýtt textann og staðfært. Ég gerði text- ann og þegar lagið var fullmótað spilaði ég það á gítar og söng fyr- ir Guðrúnu.“ Nú þegar dimma fer og dofnar ljós á kveik drífan fellur niður og þegar hallar undan fæti í lífs- ins leik logn og nætur friður. Ég vildi að ég gæti gist þér hjá og gætt þín hverja stund og þegar norðurljósin glitra um loftin blá við lifum nýjan endurfund. Þegar norðan vindar næða kalt um storð nóttin breiðist yfir og við sem eigum ennþá fjölmörg ósögð orð áfram minning lifir. ..Og sv.fv. Að flutningi loknum horfði Guð- rún lengi á mig og spurði svo hvort ég hefði samið þennan texta? Ég játti því og spurði hvort henni litist ekkert á þetta. „Jú, jú en mér finnst þetta svolítið væmið, svona mið- að við þig,“ og bætti svo við; „ertu nokkuð að koma út úr skápnum?“ Hjartaáfall fyrir um einu og hálfu ári fékk Dóri hjartaáfall. Hann hafði stund- að íþróttir, fótbolta og golf auk þess sem hann hafði byrjað að stunda hlaup þegar hann hætti að reykja 30 árum fyrr og hefur meðal ann- ars hlaupið nokkur maraþonhlaup og Laugaveginn. Það má því með sanni segja að hjartaáfallið hafi komið honum verulega á óvart enda ekki kennt sér meins fyrr. „Það var í byrjum júlí fyrir tæpum tveimur árum sem ég var að monta mig að því í vinnunni að hafa ekki tekið veikindadag síðan ég byrjaði á spítalanum eða í meira en 30 ár, en það kom vel á vondan,“ rifjar Dóri upp. „Ég hafði í örfáa daga fund- ið fyrir andþyngslum, ekki beint verkjum en ef ég dró andann djúpt fannst mér eins og það væri eitt- hvað í lungunum á mér og að ég væri jafnvel að fá kvef. Var búinn að vera að reyna að hlaupa eitthvað en gekk ekki neitt að mér fannst.“ Á föstudegi fara þau hjónin í sumar- bústað með fjölskyldunni. „Ég fór í göngutúr með barnabörnunum en finn fljótlega að ég er orðinn laf- móður. Um nóttina gat ég eiginlega ekkert sofið og átti erfitt með and- ardrátt. Guðrúnu var hætt að lítast á blikuna og vildi að við færum og hittum lækni í borgarnesi.“ Þegar á heilsugæsluna var komið reyndist púlsinn hjá Dóra vera kominn nið- ur í 30-40 slög á mínútu og breyt- ingar á hjartalínuriti. „Ég fór beint á HVe með sjúkra- bíl og þaðan á Landspítalann í hjartaþræðingu. Þar sást að ein kransæð var alveg lokuð og tvær 50% stíflaðar. Mér fannst skrýtið að sjá á sjónvarpsskjá stífluna í krans- æðinni, hvernig æðin var opnuð og fóðruð með neti og finna ekki leng- ur fyrir verknum sem hafði ver- ið að angra mig.“ Dóri segist hafa verið heppinn og sloppið vel. „Það myndaðist smá drep í hjartavöðva en það hefur ekki háð mér neitt enda hef ég reynt að vera duglegur að þjálfa mig. Það tók mig nokkra mánuði að ná upp fyrra þreki en ég er orðinn nokkuð góður í dag. Það er svo skrýtið að þó maður sé sjálf- ur að sinna fólki sem hefur fengið hjartaáfall í sjúkraflutningum þá sér maður þetta ekki sjálfur.“ Dóri hefur stundað golf um ára- bil. „Ég byrjaði alltof seint að spila. byrjaði í rauninni bara með krökk- unum mínum Hróðmari og Sig- urbjörgu þegar þau byrjuðu ung. Ég gekk inn í stjórn klúbbsins var í henni í nokkur ár með hléum og hef verið duglegur að spila síð- an. Golfið er frábært fjölskyldu- sport og ennþá skemmtilegra eftir að Guðrún fór að taka þátt í þessu með mér og krökkunum.“ Hjónin hafa verið dugleg að ferðast innan- lands og utan undanfarin ár og ver- ið í góðum og stórum vinahópi sem kallar sig „Þúfan“. Hópurinn hefur farið saman í útilegu um verslunar- mannahelgina í yfir 30 ár auk nokk- urra utanlandsferða. Textasmíðar Dóri hefur gert talsvert af því að semja texta, bæði tækifærisvísur og lagatexta. „Ég held að fyrstu vís- urnar hafi orðið til þegar ég var að vinna með afa mínum Hall- dóri Jörgensyni. Hann var lipur við ljóða- og vísnagerð og vel hag- mæltur, eins og reyndar Sigurbjörg mamma mín líka. Árið 1983 hjálp- aði ég honum við að klæða Sól- bakkann á Akursbraut 17 að utan með Garðastáli. eftir verkið gerði ég vísu og færði honum: Oft þó veðrið angri þig ekki er nokkur vafi að Garðastálið setndur sig með stakri prýði afi. Hann tók eina hlátursroku en svaraði að bragði : Lista starf er launa vert lofið aldrei víki ekki betur gæti gert Guð í Himnaríki. Dóra hefur ástandið í þjóðfélag- inu verið hugleikið eins og flest- um og festi hann hugleiðingarnar á blað í eftirfarandi limrum eftir að fjölskyldan fékk sinn skerf af sóttkví og Covid: Ég hangi í mínu híði í hatrömmu veirustríði ég er ekkert æstur þó inni sé læstur en auðvitað hlíði ég Víði Nú næstum því lamað er landið ljóta er þetta ástandið ég reglurnar skil það rofar brátt til nú reynir á hjónabandið. Framlár af sulti og seyri ég segi ykkur ekki af fleiru það er ekki lengi að ske er líklegt ég sé kominn með kórónaveiru. eitt sinn þegar Guðrún Gunn- ars söngkona var með tónleika í safnaðarheimilinu Vinaminni varð þessi limra til. Ég góð hef af Guðrúnu kynni hún gerir mig léttari í sinni ég trúlega mæti taktu frá sæti á tónleika í Vinaminni. Mamma Dóra, Sigurbjörg Hall- dórsdóttir, lauk námi í hjúkrunar- fræði 55 ára, seinna á æviskeiðinu en flestir. Það varð Dóra tilefni í þessa vísu: Mamma er snjöll að forðast föll fær í öllum greinum hlátrasköll um víðan völl vekja tröll í leynum. Að lokum kemur texti Dóra við lagið Minn bátur eftir norska söngvarann björn eidsvåg. Minn bátur er búinn Til brottfarar úr steindri vör Með sál mína siglir hann lúinn Nú síðustu lagt er í för. Þegar lífsbókin lokast og landið mitt hverfur í haf. Í suðrænum þey burtu þokast ég þakka allt sem almættið gaf. Nú þegar tónarnir týnast Í tómið og allt verður hljótt. Myndir og minningar sýnast í móðu er fellur á nótt. Ég ykkur að síðustu segi að sitthvað ég betur gat gert gjarnan ég villtist af vegi og valdi margt ámælisvert. Ég bið fyrir byggð og fósturjörð ég bið fyrir gæfu og vonum um vinina mína stattu vörð og vaktu yfir dætrum og sonum. Nú bið ég þig Guð sem gafst mér flest og geri það bljúgur í sinni verndaðu hana sem var mér best já vaktu yfir konunni minni. Í flest skjólin fýkur allt fellur í gleymskunnar dá jarðneskri vist minni lýkur lokast í hinnsta sinn brá. Á æfileið áfangar vinnast ykkur ég sagt get jú það. Aftur svo ástvinir finnast á öðrum og bjartari stað. Ég bið fyrir byggð og fósturjörð ég bið fyrir gæfu og vonum. Um vinina mína stattu vörð og vaktu yfir dætrum og sonum. Nú bið ég þig Guð sem gafst mér flest og geri það bljúgur í sinni. Verndaðu hana sem var mér best já vaktu yfir konunni minni. Minn bátur er búinn til brottfarar úr steindri vör. Með sál mína siglir hann lúinn nú síðustu lagt er í för. Og þegar lífsbókin lokast og landið mitt hverfur í haf. Í suðrænum þey burtu þokast ég þakka allt sem almættið gaf frg Sveinn Arnar Sæmundsson og Halldór Hallgrímsson flytja lagið Minn bátur í Akraneskirkju. Sjúkraflutningamennirnir Sigríður Elín Sigurðardóttir, Halla Jónsdóttir, Maron Harðarson, Gísli Björnsson, Sigurður Þór Sigursteinsson, Guðni Kristinn Einarsson, Halldór B. Hallgrímsson, Skarphéðinn Magnússon, Einar Logi Einarsson, Sigurður Már Sigmarsson og Ólafur Frímann Sigurðsson.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.