Skessuhorn - 17.02.2021, Page 30
MIÐVIKUDAGUR 17. febRúAR 202130
Hvað er versta
lykt í heimi?
Spurning
vikunnar
(Spurt á netinu)
Steinunn Eva Þórðardóttir
Lyktin frá síldarverksmiðjunni
gat verið hroðaleg.
Kolbrún Líndal Guðjónsdóttir
úr refabúi.
Sigurður Már Sigmarsson
Versta lykt sem ég hef fundið er
þegar Stefnir bróðir rekur við.
Ólafur Rúnar Sigurðsson
Lyktin af íslensku brennivíni.
Víkingur fær
Skagamenn að
láni
Þeir Mikael Hrafn Helgason, Hlynur Sæv-
ar Jónsson og Marteinn Theódórsson hafa
verið lánaðir til Víkings frá Ólafsvík frá ÍA.
Mikael Hrafn er fæddur 2001 og hefur ekki
enn spilað með meistaraflokksliði ÍA. En
áður lék hann með Kára og Skallagrími í
Borgarnesi.
Hlynur Sævar er fæddur árið 1999 og lék
16 leiki með meistaraflokki ÍA í fyrra og
skorað tvö mörk í þeim leikjum.
Marteinn er miðvallarleikmaður og er
fæddur árið 2001.
Víkingur hefur verið að fá til sín unga og
efnilega leikmenn og virðast vera með
aðra nálgun á uppbyggingu sinni en áður.
se
ÍA semur
við skoskan
varnarmann
Knattspyrnufélag ÍA hefur samið við
skoska varnarmannin Alex Davey út næsta
keppnistímabil. Davey, sem er 26 ára gam-
all, kemur til liðsins frá Tampa Bay Row-
dies sem er í annarri deild í bandarísku
deildinni. Hann lék á sínum tíma með
unglingaliðum Chelsea og var þaðan lán-
aður til liða eins og Peterborough United,
Scunthorpe og Crawley áður en hann hélt
til Bandaríkjanna. Hann á auk þess að baki
unglingalandsleiki með Skotum. se
Sigur í fyrsta
leik í Lengju-
bikarnum
Skagamenn höfðu sigur gegn Selfyssing-
um í fyrsta leik vetrarins í Lengjubikarnum
sem spilaður var á laugardaginn í Akranes-
höllinni. Leikurinn endaði 3:1. Selfyssing-
ar byrjuðu betur og náðu forystunni strax
á fimmtu mínútu þegar markahrókurinn
Hrovje Tokic kom gestunum yfir, en Skaga-
menn snéru stöðunni við með tveimur
mörkum á þriggja mínútna kafla um miðj-
an hálfleikinn. Það voru þeir Brynjar Snær
Pálsson og Sigurður Hrannar Þorsteinsson
sem skoruðu mörkin. Það var síðan Gísli
Laxdal Unnarsson sem gulltryggði sigur-
inn á lokamínútum leiksins. se
Víkingur Ó
tapaði
Víkingur Ólafsvík sótti Aftureldingu heim
í Lengjubikar karla í knattspyrnu á föstu-
daginn. Heimamenn komu sterkir inn
strax í upphafi leiks og þegar rétt rúmlega
mínúta var liðin af leiktímanum fengu
þeir hornspyrnu. Þeir tóku stutta spyrnu
en boltinn endaði svo við fætur Valgeirs
Árna Svanssonar sem kom honum í netið.
Nokkuð jafnræði var með liðunum en Óls-
arar náðu þó aldrei að ógna markinu að al-
vöru. Þegar tæpar 39. mínútur voru búnar
af leiknum kom Jordan Chase Tyler heima-
mönnum tveimur mörkum yfir og hálf-
leikstölur 2-0 fyrir Aftureldingu. Heima-
menn héldu áfram að leiða og eftir tæp-
ar 48 mínútur kom þriðja og síðasta mark
leiksins þegar Mikael Hrafn Helgason kom
boltanum í netið. Lítið markvert gerðist
eftir það og Ólsarar náðu lítið að ógna og
lokatölur 3-0 fyrir Aftureldingu. arg
Knattspyrnufélagið Kári á Akra-
nesi tryggði sér 5. sætið í C-riðli á
fotbolta.net mótinu sem lauk um
helgina. Í leiknum gegn Augna-
bliki úr Kópavogi sigraði Kári 1:0.
Það var Garðar Gunnlaugsson sem
tryggði sigurinn með glæsimarki.
Kári hafði áður sigrað Knatt-
spyrnufélag Rangæinga (KfR) 6:0 í
riðlinum en tapað gegn Árborg og
KV og var því fimmta sætið hlut-
skipti félagsins að þessu sinni.
se
Víkingur Ólafsvík hefur samið við
fjóra nýja leikmenn það sem af er
ári. bjarni Þór Hafstein skrifaði
undir tveggja ára samning en hann
er tvítugur efnilegur miðjumaður
sem kemur frá breiðabliki. Hinn 22
ára gamli Vitor Vieira Thomas hef-
ur einnig skrifað undir tveggja ára
samning en hann öflugur miðju-
maður sem kom til Ólafsvíkur fyr-
ir seinasta tímabil. Hann lék þá
13 leiki fyrir liðið í deild og bikar.
Guðfinnur Þór Leósson hefur einn-
ig samið við Víking til tveggja ára.
Hann er 22 ára miðjumaður með 65
meistaraflokksleiki að baki, í deild
og bikar, auk þess sem hann hefur
leikið þrjá leiki fyrir yngri lands-
lið. úlfar Ingi Þrastarson er 16 ára
efnilegur leikmaður sem hefur und-
anfarið verið að æfa með meistara-
flokki. Hann hefur nú skrifað und-
ir sinn fyrsta samning við Víking Ó.
Þar við bætist að félagið hefur feng-
ið þrjá leikmenn að láni frá ÍA, eins
og segir í annarri frétt hér til hliðar.
arg/ Ljósm. Víkingur Ó
Karlalið Skallagríms í körfu-
bolta fær ný liðsauka frá hin-
um bandaríska Marques Oli-
ver sem hefur nú samið við
félagið, að því er kemur fram
á karfan.is. Oliver hefur leik-
ið með nokkrum liðum hér
á landi en upphaflega kom
hann til landsins og gekk til
liðs við fjölni 2016-2017.
Hann lék með Þór á Akureyri
tímabilið á eftir, 2017-2018
og fjölni og svo Haukum
tímabilið 2018-2019.
arg/ Ljósm. karfan.is
„Ég vil verða hluti af spenn-
andi uppbyggingu í knattspyrn-
unni hérna á Akranesi,“ segir eli-
as Tamporini, sem nýlega gekk til
liðs við ÍA. „Mér sýnist þetta vera
sambland af ungum og reynslu-
meiri leikmönnum í liðinu. Ég von-
ast því til þess að geta lagt mitt að
mörkum fyrir liðið í sumar og vill
verða hluti af spennandi uppbygg-
ingu hérna á Akranesi,“ segir finn-
inn elias Tampurini í samtali við
Skessuhorn.
elias sem er frá Helsinki lék með
unglingaliðum HJK Helsinki, sem
er eitt stærsta félagið í finnlandi,
og síðan með varaliði félagsins sem
reyndar leikur í 2. deild þar í landi.
„Ég ákvað síðan að fara til náms í
sálfræði í bandaríkjunum 2014 og
þar kynntist ég Íslendingi, Jóni
Ingasyni, sem var við nám í sama
skóla. Við lékum báðir með há-
skólaliðinu okkar í Virginiu. Jón er
frá Vestmannaeyjum en lék þá með
Grindvíkingum. Hann fékk mig til
að koma með sér til Íslands og æfa
með Grindvíkingum og þeir sömdu
strax við mig og þar var ég í þrjú
sumur og líkaði vel. Ég er hrifinn af
Íslandi og var aldrei spurning þeg-
ar Jói Kalli hjá ÍA hafði samband
við mig. Um leið fæ ég tækifæri til
þess að leika í Pepsí deildinni,” seg-
ir elias.
elias hefur búið í Luxemborg
undanfarin ár, en móðir hans er
finnsk og faðir hans franskur. búa
foreldrar hans nú í frakklandi.
se
Úlfar Ingi Þrastarson.
Góður liðsauki í Ólafsvík
Bjarni Þór Hafstein. Vitor Vieira Thomas. Guðfinnur Þór Leósson.
Glæsimark Garðars
Svipmynd úr leik Kára og Árborgar á fotbolti.net mótinu. Ljósm. Kári.
Vill vera í sterkri liðsheild og
spila í Pepsídeildinni
Marques Oliver gengur til
liðs við Skallagrím