Skessuhorn


Skessuhorn - 07.07.2021, Qupperneq 4

Skessuhorn - 07.07.2021, Qupperneq 4
MIðVIKudAGuR 7. júlÍ 20214 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 3.877 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 3.348. Rafræn áskrift kostar 3.040 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.800 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Finnbogi Rafn Guðmundsson frg@skessuhorn.is Valdimar K. Sigurðsson vaks@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Ekki vera þögull og hlutlaus Það er áhugavert að upplifa þær breytingar sem eru að verða á sýn fólks og þolinmæði um ýmsa hluti. Til dæmis um hvað er leyfilegt og hvað ekki, hvað er eðlilegt eða óeðlilegt og almennt hvar eigi að draga mörkin í samskipt- um. Á ýmsum sviðum erum við að upplifa breytingar hvað þetta snertir, þótt oft mættu umbæturnar ganga hraðar. Við lifum nefnilega tíma opnara sam- félags þar sem þöggun á sífellt erfiðara uppdráttar. Nú dugar ekki lengur að eiga valdamikinn vin eða velviljaða í ábyrgðarstöðum til að koma mönnum til hjálpar þegar allt er komið í óefni. um leið og umræðan opnast og dregur úr þolinmæði gagnvart ofbeldi gerist það á miðlum sem seint falla undir það sem kallað hefur verið ritstýrðir fjölmiðlar. umræðan kviknar þar þótt hún komist kannski í stóru miðlana þegar ekki verður lengur horft á hlutina með blinda auganu. Á þessu ári höfum við orðið vitni að því þegar þjóðþekktir einstaklingar hafa orðið uppvísir að óverjandi hegðun í garð kvenna og varpa svo alvarlegri rýrð á þeirra störf að þeim er ekki sætt lengur. Hegðun sem jafnvel hefur viðgengist í einhver ár en sífellt verið þögguð niður. Í hlut hafa til dæmis átt fjölmiðla- menn, stjórnmálamenn, tónlistarmenn og aðrir sem flokkast geta til opinberra persóna. Nú er það farið að gerast að ef þeir hafa brotið af sér gagnvart öðr- um, einkum þó konum, þá kemur það upp á yfirborðið. ljósi er varpað á sitt- hvað sem aldrei hefði litið dagsljós fyrir upphaf opinna samfélagsmiðla. Ég vil þó taka skýrt fram í þessu samhengi að ég er ekkert sérlega hrifinn af því ef dómstóll götunnar á að taka við hlutverki hefðbundinna dómstóla. En ef réttarríkið hefur ítrekað brugðist, skort hefur á beinharðar sannanir, þá hafa gerendur verið látnir njóta vafans, jafnvel svo árum skiptir. Rétt eins og einelti sem viðgengist hefur í skólum, vinnustöðum og hvar sem er í samfélaginu. Að sjálfsögðu þurfa alvarlegar ásakanir að byggja á staðreyndum, nú sem fyrr. En þegar í hlut á ofbeldi þar sem viðstaddir eru kannski einungis gerandinn og þolandinn, þá verður sönnunarbyrðin erfið. Hinsvegar í þeim tilfellum þegar á annað hundrað konur stíga fram og benda á að tiltekinn einstaklingur hafi sýnt af sér allt frá vafasamri hegðun til grófs ofbeldis í árafjöld skal láta þolandann/ þolendurna njóta vafans. Ekkert elsku þetta eða hitt. Góður vinur minn hefur um margra missera skeið höfðað til annarra karla í tali sínu og skrifum. Honum finnst að nú sé runninn upp sá tími sem karlar verða að leiðbeina öðrum körlum í samskiptum við konur, öðruvísi fáum við ekki betra samfélag. Hann segir að menn verði að hefja umbótaferlið hjá sjálf- um sér, sonum, frændum, vinnufélögum og í sínu nánast umhverfi. Þeir verða að standa upp og taka málstað gegn ofbeldi hvar sem það er að finna. Ég ætla, með hans leyfi, að vísa í nýleg skrif hans: „Taktu afstöðu gegn búningsklefa- tali félaganna. Taktu samtalið við vin þinn, þennan sem verður svo „slæmur með víni,“ honum er ekki sjálfrátt… Taktu upp talið um að slík hegðun sé óá- sættanleg, alltaf. Kæfðu kvenfyrirlitningarbrandara í fæðingu, skakkaðu leik- inn þegar verið er að áreita konur á götum úti eða inni á skemmtistöðum, taktu afstöðu gegn ofbeldisklámi, skoraðu á hólm karlmennskuhugmyndir sem byggja á því að upphefja sjálfan sig á kostnað annarra, styddu Kvennaathvarfið og Stígamót. Mættu á ráðstefnurnar, lestu og deildu pistlunum sem fjalla um vandamálið, hlustaðu þegar konur lýsa veruleika sínum, sýndu stuðning þinn í verki fyrir jafnrétti kynjanna, ekki bara í launum og lögum, heldur líka í þeim sjálfsagða rétti að geta lifað lífinu án stöðugs ótta við ofbeldi. Ekki eingöngu vegna þess að þannig viðurkennir þú mennsku kvenna, heldur vegna þess að þín eigin mennska er í húfi.“ Þessi vinur minn bendir á að eitt af stærstu réttlætismálum samtímans sé að karlar hagi sér betur í samskiptum við konur; það sé óverjandi lengur að sitja hjá þögull og hlutlaus. Þögnin, þöggunin gagnvart ofbeldi í garð kvenna, er einn mesti smánarblettur samfélagsins í dag. Magnús Magnússonz Síðastliðinn miðvikudag var í Bíó- höllinni á Akranesi frumsýnd stutt- myndin Emil og tímaflakkið. Það er starfsfólk Fjöliðjunnar á Akranesi sem vann að gerð myndarinnar og lék í henni undir leikstjórn Heið- ars Mar Björnssonar. Emil og tíma- flakkið fjallar um Emil í Kattholti sem flakkar fram og aftur um árin með ýmsa hrekki. Fyrir sýningu var sungið um Emil. Vel var mætt í höllina, nánast fullt hús. Myndin var að sögn tíðindamanns Skessu- horns aldeilis frábær skemmtun frá upphafi til enda. Salurinn bókstaf- lega veltist um af hlátri. ki Mikill gangur er í vegagerð á sunn- anverðum Vestfjörðum. Samkvæmt frétt á vef Vegagerðarinnar er nú unnið við vegagerð beggja vegna við dynjandisheiði og ganga fram- kvæmdir vel. Þá er hálfnað að koma fyrsta vegi út í Þorskafjörð en auk þess unnið við vegagerð í Gufufirði og útboð væntanlegt hjá Vegagerð- inni vegna framkvæmda í djúpa- firði. loks er stefnt að því að bjóða fljótlega út fleiri áfanga í Gufudals- sveitinni. mm Mánudaginn 28. júní var hópur skilnaðarráðgjafa útskrifaður við hátíðlega athöfn. SES (Samvinna eftir skilnað) er annars vegar raf- rænn fræðsluvettvangur fyrir for- eldra í skilnaðarferli og hins veg- ar sérhæfð skilnaðarráðgjöf á veg- um félagsþjónustu sveitarfélaga. Verkefnið er unnið að danskri fyr- irmynd og byggir námsefnið á nýj- ustu þekkingu, rannsóknum fræði- manna og reynslu fagfólks. Meðal þeirra sem hlutu starfs- leyfi sem SES skilnaðarráðgjafar var Sólveig Sigurðardóttir, félagsmála- stjóri Hvalfjarðarsveitar en Hval- fjarðarsveit og Akraneskaupstaður hafa tekið þátt í tilraunaverkefni SES frá áramótum ásamt sex öðr- um sveitarfélögum. Þá fengu þær Hrefna Rún Ákadóttir og Ásta jóna Ásmundsdóttir frá Akraneskaup- stað einnig starfsleyfi en samvinna hefur verið á milli Hvalfjarðarsveit- ar og Akraneskaupstaðar í þessu verkefni. SES verkefninu hefur verið vel tekið af foreldrum og samstarfs- aðilum og talið nýtast vel til að draga úr ágreiningi milli foreldra og auka vellíðan og öryggi barna. Næsta árið er stefnt að því að SES verði aðgengilegt fyrir alla for- eldra í skilnaðarferli á Íslandi. For- eldrar barna sem standa í skilnað- arferli eða hafa áður slitið samvist- um eru hvattir til að nýta sér þetta úrræði. Einnig nýtist það vel fyrir þá foreldra sem búa ekki saman en hafa það að markmiði að draga úr ágreiningi sín á milli við uppeldi barns eða barna sinna. vaks Tölvugerð mynd af brúnni yfir Þorskafjörð eins og hún kemur til með að líta út. Nú er hálfnað að þvera fjörðinn. Góður gangur í vegagerð á sunnanverðum Vestfjörðum Framkvæmdir við Dynjandisheiði ganga vel. Ljósm. Vegagerðin. Aðstandendur sýningarinnar fagna að henni lokinni framan við Bíóhöllina. Frumsýndu Emil og tímaflakkið Nýútskrifaðir skilnaðarráðgjafar: Frá vinstri: Hrefna Rún Ákadóttir, Ásta Jóna Ásmundsdóttir og Sólveig Sigurðardóttir. Ljósm. Hvalfjarðarsveit. Útskrift skilnaðarráðgjafa á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.