Skessuhorn


Skessuhorn - 07.07.2021, Page 8

Skessuhorn - 07.07.2021, Page 8
MIðVIKudAGuR 7. júlÍ 20218 List í Alviðru VESTF: Í Alviðru í dýra- firði dvöldu síðustu daga tólf listamenn sem unnu að umhverfislist í landi Al- viðru. Þema verkefnisins var Milli fjalls og fjöru. Síðast- liðinn laugardag var opnun sýningar á umhverfislista- verkum í Fjárhúsunum í Al- viðru. umhverfislistin verð- ur svo uppi í sumar eða eins og veðrun leyfir. listamenn- irnir sem tóku þátt í verk- efninu voru: Thora Karls- dóttir, Steinunn Matth- íasdóttir, Aðalsteinn Þórs- son, Arna Guðný Valsdótt- ir, dagrún Matthíasdóttir, Guðrún Hadda Bjarnadótt- ir, Ólafur Sveinsson, Mireya Samper, K j Baysa, Marsi- bil Kristjánsdóttir, Guðbjörg lind jónsdóttir og Nina Iv- anova. -mm Markaður fyrir greiðslumark LANDIÐ: Markaður fyr- ir greiðslumark mjólkur verður haldinn 1. septem- ber næstkomandi. Í tilkynn- ingu frá atvinnuvegaráðu- neytinu kemur fram að há- marki sé hægt að óska eft- ir 50.000 lítrum til kaups á hverjum markaði, eða alls 150.000 lítrum árlega. Þá má hlutdeild framleiðanda eða framleiðenda sem eru í eigu einstakra aðila, einstaklinga, lögaðila eða tengdra aðila ekki nema hærra hlutfalli en 1,2% af árlegu heildar- greiðslumarki mjólkur. Ný- liðar skulu eiga forkaupsrétt á 5% af því greiðslumarki sem boðið er til sölu á hverj- um markaði, svo lengi sem þeir uppfylla skilyrði reglu- gerðarinnar um gilt kaup- tilboð og að því gefnu að þeir bjóði verð sem er jafnt eða hærra en jafnvægisverð. Samkvæmt reglugerð er há- marksverð greiðslumarks á markaðnum 305 kr. á lítra. Tilboðum um kaup og sölu greiðslumarks skal skila raf- rænt á afurd.is en opnað hef- ur verið fyrir tilboð. -mm Aflatölur fyrir Vesturland 26. júní. til 2. júlí Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu. Akranes: 24 bátar. Heildarlöndun: 29.317 kg. Mestur afli: Knolli BA-8: 3.876 kg. í einni löndun. Arnarstapi: 15 bátar. Heildarlöndun: 13.962 kg. Mestur afli: Heppinn AK-31: 2.548 kg. í einni löndun. Grundarfjörður: 20 bátar. Heildarlöndun: 373.832 kg. Mestur afli: Steinunn SF-10: 145.565 kg. í tveimur löndunum. Ólafsvík: 29 bátar. Heildarlöndun: 44.904 kg. Mestur afli: Rán SH-307: 9.296 kg. í einni löndun. Rif: 22 bátar. Heildarlöndun: 65.849 kg. Mestur afli: Bárður SH-81: 18.475 kg. í einni löndun. Stykkishólmur: 12 bátar. Heildarlöndun: 19.374 kg. Mestur afli: Fríða SH-565: 5.008 kg. í fjórum löndunum. Topp fimm landanir á tíma- bilinu: 1. Steinunn SF-10 GRU: 88.706 kg. 27. júní. 2. Hringur SH-153 GRU: 72.000 kg. 28. júní. 3. Runólfur SH-135 GRU: 63.277 kg. 28. júní. 4. Steinunn SF-10 GRU: 56.859 kg. 30. júní. 5. Björg EA-7 GRU: 47.922 kg. 1. júlí. Slysavarnafélagið landsbjörg hefur samið við finnsku skipasmíðastöð- ina KewaTec um smíði á þremur nýjum björgunarskipum. Stefnt er að því að skipin verði tekin í notk- un fyrir mitt ár 2023. Smíði á fyrsta skipinu hefst í lok október á þessu ári, en það leysir af hólmi 28 ára gamalt skip sem keypt var nýtt til Vestmannaeyja árið 1993. Afhend- ing á því fer fram í júnílok 2022. Annað skipið verður síðan afhent fyrir lok árs 2022 og það þriðja á fyrri hluta ársins 2023. KewaTec, sem annast smíðina, er í Kokkola í vestur-Finnlandi og hefur verið starfrækt síðan 1998. Fyrirtækið hefur víðtæka reynslu af smíði vinnu-, slökkvi-, björg- unarbáta og farþegaferja. Björg- unarskipin þrjú koma í stað eldri skipa landsbjargar en félagið ger- ir út 13 björgunarskip vítt og breitt um landið í samstarfi við björg- unarsveitir. Meðalaldur skipanna er nærri 35 ár en til samanburðar miða systursamtök landsbjargar á Norðurlöndunum flest við að þeirra björgunarskip verði ekki eldri en 25 ára. Meirihluti skipa landsbjargar er því kominn vel til ára sinna og þarfnast endurnýjunar. Kaupverð skipanna þriggja er 855 milljónir króna. Ríkið fjármagn- ar helming kaupverðs og Slysa- varnafélagið landsbjörg og björg- unarsveitir hinn helminginn. Að- koma ríkisins byggir á samkomu- lagi félagsins við dómsmálaráðu- neytið um að ríkið fjármagni verk- efnið að hluta en í upphafi árs rit- uðu forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, auk dóms- málaráðherra undir viljayfirlýsingu um endurnýjun skipaflotans næstu tíu árin. Hún gerir ráð fyrir endur- nýjun sjö skipa til viðbótar næstu sjö árin eftir að smíði fyrstu þriggja skipanna lýkur. mm Á vef Faxaflóahafna má finna yfirlit yfir komur skemmtiferðaskipa í sumar. Þar má sjá að heimsókn- ir slíkra skipa til Akraness verða alls sjö talsins í sumar, fram til 30. september. Það skip sem oft- ast mun hafa viðkomu er National Geographic Explorer en það kem- ur alls fimm sinnum nú í júlí en fyrsta viðkoma þess var síðastliðinn sunnudag. Skipið er 6.471 brúttó- tonn, 112 metrar á lengd, skráð á Bahamas og rúmar alls 148 farþega. National Geographic Endurance kemur einu sinni á Akranes, í lok júlí. Skipið er 12.786 brúttótonn, skráð á Bahamas og rúmar alls 126 farþega. Síðast til þess að koma í heimsókn á Akranes er svo Quest en það er skráð í Færeyjum; 1.268 brúttótonn, 45,61 metrar og rúmar 53 farþega. Ef miðað er við að skipin komi með fullfermi af farþegum þá verður heildarfjöldi farþega 919. Rútur mæta oftast við skipshlið og flytja farþegana víðs vegar um Ves- turland þar sem þeir njóta ýmis ko- nar þjónustu. Í nýlegri könnun kom fram að meðal eyðsla ferðamanns í hverri komu í höfn nam rúmum 18 þúsund krónum. Farþegar þessara skipa gætu því í besta falli skilið um 16 og hálfa milljón króna eftir í su- mar. frg/ Ljósm. Marine Traffic. Öllum 32 starfsmönnum fisk- vinnslufyrirtækisins Agustson ehf. í Stykkishólmi var sagt upp störf- um nú fyrir mánaðamótin. Starfs- mönnum voru tilkynnt þessi tíð- indi á starfsmannafundi á mánu- dag, sagði Sigurður Ágústsson einn eiganda fyrirtækisins í viðtali við mbl.is. uppsagnirnar koma til vegna viðvarandi rekstrarerf- iðleika og tapreksturs. Þá seg- ir í tilkynningu vegna málsins að við taki krefjandi endurskipu- lagningarferli með það að mark- miði að tryggja sjálfbæran rekstur til lengri tíma. Stefnt sé að því að halda úti rekstri en umsvifin verði smærri. Ákvörðunin um að segja upp starfsfólkinu er sögð óumflýjan- leg miðað við núverandi rekstr- arumhverfi þar sem smærri sjáv- arútvegsfyrirtæki hafa átt undir högg að sækja. Vísað er til hækk- andi rekstrarkostnaðar sem ekki hefur tekist að mæta með stærðar- hagkvæmni auk þess sem boðaður 13% samdráttur í útgefnum afla- heimildum á þorski á næsta fisk- veiðiári hafi komið niður á áætl- aðri afkomu fyrirtækisins. Samkvæmt ársreikningum fyr- irtækisins fyrir árið 2019 skilaði fyrirtækið 92,6 milljóna króna tapi og 100,9 milljóna króna tapi árið 2018. vaks Sigurður Ágústsson, framkvæmda- stjóri og einn af eigendum Agustson Öllum starfsmönnum Agustson í Stykkishólmi sagt upp Við tekur krefjandi endurskipulagningarferli hjá Agustson ehf. Skemmtiferðaskip koma aftur til Akraness National Geographic Explorer í Akraneshöfn á sunnudaginn. Ljósm. Hilmar Sigvaldason. Tölvugerð mynd af björgunarskipi hliðstæðu þeim sem keypt verða frá Finnlandi. Samningur um smíði þriggja nýrra björgunarskipa

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.