Skessuhorn


Skessuhorn - 07.07.2021, Side 13

Skessuhorn - 07.07.2021, Side 13
MIðVIKudAGuR 7. júlÍ 2021 13 Þjóðbúningahátíðin Skotthúfan var haldin í Stykkishólmi í blíð- skaparveðri síðastliðinn laugardag. Að sögn Önnu Melsteð, eins af að- standendum hátíðarinnar, mætti fjöldi fólks á hátíðina og heppn- aðist hún mjög vel. um morgun- inn fór fram sögugangan Í fótspor fjallkonu um Stykkishólm þar sem göngufólkið var í þjóðbúningum. Börnum var boðið að koma og máta sig í þjóðbúninga og sagði Anna að um fjörutíu börn hefðu notað tækifærið og verið klædd í þjóðbúninga og máttu síðan fara út að leika sér. Íslenski þjóðbún- ingurinn kláraðist og var gripið til þess að leyfa börnunum að máta þjóðbúninga frá öðrum löndum, meðal annars Póllandi og Austur- ríki. Gestum sem mættu í þjóðbún- ingum í Norska húsið var boðið upp á kaffi og rjómavöfflur auk þess sem sett var upp í fyrsta skipta lít- ið pop up kaffihús á jarðhæð húss- ins þar sem gestir gátu keypt sér kaffi og með því. Þá var haldin þar sýning á þjóðbúningum barna frá ýmsum löndum. Búningar á sýn- ingunni komu víðs vegar að. Hið 90 ára gamla Heimilisiðnaðarfélag lagði til búninga, búningar komu einnig frá Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla auk þess sem fólk lagði til búninga í einkaeigu. Há- tíðinni lauk síðan með tónleikum hljómsveitarinnar Kólgu í gömlu kirkjunni í Stykkishólmi. frg / Ljósm. af Facebooksíðu Skotthúfunnar og hljómsveitar- innar Kólgu. Þjóðlagasveitin Kólga hélt tónleika í gömlu kirkjunni í Stykkishólmi. Þjóðbúningahátíðin Skotthúfan í Stykkishólmi Gestir í þjóðbúningum á Skotthúfunni. Börn voru sérstaklega velkomin og var boðið upp á að máta þjóðbúninga og fara svo út að leika sér. Gestir á hátíðinni prúðbúnir.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.