Skessuhorn


Skessuhorn - 07.07.2021, Page 17

Skessuhorn - 07.07.2021, Page 17
MIðVIKudAGuR 7. júlÍ 2021 17 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Vegna flutnings á bókalager útgefinna bóka Sögufélagsins þarf að fækka eintökum umtalsvert. Því vill félagið bjóða eftirtaldar bækur endurgjaldslaust meðan birgðir end- ast: Íbúatal frá 2011.• Borgfirðingabók 1981 og 1983- 2004 og 2006 - 2015.• Borgfirzkar æviskrár, bindi 1 - 6 og 8 -13.• Æviskrár Akurnesinga, bindi 1, 2 og 4.• Sendingarkostnaður er ekki innifalinn. Upplagt ef einhver af þessum bindum hjá ykkur eru lesin upp til agna og þarf að endurnýja bókakostinn. Útgáfa Æviskránna hófst 1969 því er ekki ólíklegt að elstu bindin séu farin að láta ásjá. Tilboðið stendur til 18. júlí. Hafið samband sem fyrst. Pantanir hjá: Guðmundi s. 6177317, Ingibjörgu s. 8948108 Sævari s. 8975187 Látið ekki happ úr hendi sleppa. Frá Sögufélagi Borgarfjarðar SK ES SU H O R N 2 02 1 S K E S S U H O R N 2 02 1 Deiliskipulagstillaga í landi Eyrar í Svínadal Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 13. apríl 2021 að endurauglýsa deiliskipulagstillögu fyrir Eyrarás og Eyrarskjól í Hvalfjarðarsveit sbr. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða breytingu á landnotkun í landi Eyrar og tekur til lóðanna Eyrarás og Eyrarskjól. Á Eyrarási eru byggingarreitir fyrir íbúðarhús og skemmu. Íbúðarhús á einni hæð allt að 300m², þar með talinn bílskúr og geymsla. Eyrarskjól er gert ráð fyrir þremur fristundarhúsunum innan byggingarreits og má hvert hús verða allt að 50m². Deiliskipulagstillagan liggur frammi á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar og einnig á heimasíðu sveitarfélagsins www.hvalfjardarsveit.is. Athugasemdum skal skilað til skrifstofu Hvalfjarðarsveitar að Innrimel 3, 301 Akranesi, eða netfangið skipulag@ hvalfjardarsveit.is merkt ”Eyri Svínadal”. fyrir 20 ágúst 2021. Bogi Kristinsson Magnusen Skipulags- og umhverfisfulltrúi Hvalfjarðarsveitar skipulag@hvalfjardarsveit.is Á fundi Byggðarráðs Borgarbyggð- ar 24. júní síðastliðinn var lagt fram bréf Húsnæðis- og mannvirkj- astofnunar (HMS) um úttekt sem stofnunin gerði á Slökkviliði Borg- arbyggðar 1. júní. Í bréfinu kemur fram að HMS tryggi samræmingu eldvarnaeftirlits og slökkvistarfs um land allt. Í því skyni skuli hún gera sjálfstæðar athuganir og út- tektir með því að leiðbeina sveitar- stjórnum um þær kröfur sem gerð- ar eru til eldvarnaeftirlits og starf- semi slökkviliða samkvæmt lög- um um brunavarnir. Markmið- ið með úttektinni var að staðreyna hvort framkvæmd starfs slökkvi- liðsins væri í samræmi við lög um brunavarnir, reglugerðum settum á grundvelli þeirra og brunavarna- áætlun sveitarfélagsins og koma á framfæri leiðbeiningum til sveit- arstjórnarinnar um það sem betur mætti fara eftir því sem við á. Var leitað umsagnar slökkviliðsstjóra við úttektina og við niðurstöður hennar var tekið tillit til fenginna athugasemda hans. Dælubifreið kæmist ekki úr húsi Athugasemdir í úttektinni eru þrenns konar; gular þýða lítið frá- vik, appelsínugular þýða að eitt- hvað þarfnist úrbóta og rauðar gefa til kynna að eitthvað sé í ólagi. Við lestur úttektarinnar vekja nokk- ur atriði athygli og þá sérstak- lega rauðu athugasemdirnar. Varð- andi húsnæði kemur fram að út- keyrsluhurðir stöðvanna á Bif- röst og Hvanneyri eru varasam- ar. Á Hvanneyri virkar handknúin opnun hurða ekki og kæmi til raf- magnsleysis gæti dælubifreið ekki ekið úr húsi. Þá er gerð athuga- semd við slökkvistöðina á Hvann- eyri um að ökuleið dælubifreiðar sé takmörkuð og varasöm. Gerðar eru athugasemdir við geymslu hlífðar- fatnaðar, óviðkomandi starfsemi í slökkvistöðvum og skort á bruna- hólfun. Athugasemd er gerð við að slökkviliðið uppfylli ekki kröfur um lágmarksbúnað til að geta tekist á við mengunaróhöpp sem teljast til eins af lögbundnum hlutverkum slökkviliðs. Appelsínugular athugasemdir þýða að úrbóta sé þörf. Þær lúta meðal annars að skorti á aðstöðu til þrifa og skorti á starfsmanna- aðstöðu. Skortur er sagður á við- eigandi undirfatnaði og eiturefna- göllum. loftpressa þarfnast úrbóta auk þess sem bent er á nokkur at- riði sem lúta að rekstri og skipulagi. Að auki eru gerðar nokkrar smærri athugasemdir, gular, sem þýða lít- ið frávik frá skilyrðum reglugerð- ar. Þar er meðal annars fjallað um skýrslugerð og skráningar, þörf á AEd hjartastuðtæki og aðgengis- mál í Skorradal sem sagt er að þurfi að bæta. Búið að lagfæra heilmikið Bjarni Þorsteinsson, slökkviliðs- stjóri í Borgarbyggð, segir í sam- tali við Skessuhorn að búið sé að lagfæra heilmikið varðandi bún- að slökkviliðsins og að myndar- lega hafi verið tekið á menntun- armálum. „Húsnæðismálin eru stóra vandamálið í okkar starfsemi. Húsin þurfa að uppfylla þá staðla og þær kröfur sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun setur til þess að slökkviliðið geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu,“ segir Bjarni og bendir jafnframt á að slökkviliðið hefur lagt fram tíu ára áætlun um uppbyggingu liðsins. „Húsnæðis- mál slökkviliðsins eru undir sveitar- stjórn Borgarbyggðar komin,“ seg- ir Bjarni enn fremur. Niðurstöðum úr úttektinni var vísað til umsagnar fagráðs Slökkvi- liðs Borgarbyggðar. jafnframt var þeim hluta athugasemda sem út- heimtir aukið fjármagn til fjárhags- áætlunargerðar, fyrir árið 2022 og tíu ára áætlunar slökkviliðsins. Að umsögn fagráðs fenginni er sveitar- stjóra falið að senda erindi til Hús- næðis og mannvirkjastofnunar með rökstuddri úrbótaáætlun sveitar- félagsins til næstu ára. frg Slökkvilið Borgarbyggðar fær rauðar athugasemdir

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.