Skessuhorn


Skessuhorn - 07.07.2021, Qupperneq 19

Skessuhorn - 07.07.2021, Qupperneq 19
MIðVIKudAGuR 7. júlÍ 2021 19 Landsnet | Gylfaflöt 9 | 112 Reykjavík | Sími 563 9300 | landsnet@landsnet.is | www.landsnet.is Við hjá Landsneti óskum eftir ábendingum vegna fyrirhugaðrar tengingar í raforkukerfinu frá Klafastöðum í Hvalfirði að nýju tengivirki á Holtavörðuheiði. Svæðið hefur verið skoðað af sérfræðingum okkar og þeirra mat er að núverandi línustæði henti að mestu ágætlega. Línuleið samsíða eldri línu verður því einn valkostanna í komandi umhverfismati. Fleiri valkostir geta komið til álita og því óskum við eftir hugmyndum varðandi línuleiðir (alla leið eða hluta af leið), gerðir mastra og aðgerðir til að lágmarka áhrif. Farið verður yfir allar hugmyndir og í kjölfarið tekin ákvörðum um valkosti sem verða metnir og bornir saman í áframhaldandi samráði. Leitast verður eftir því að lágmarka áhrif á viðkvæm og mikilvæg svæði. Því óskum við jafnframt eftir ábendingum um svæði sem fólki þykir hafa sérstakt gildi. Markmiðið er að komast að skynsamlegri niðurstöðu um aðalvalkost, þar sem tekið er tillit til sem flestra þátta með hliðsjón af öryggi, umhverfi og efnahag. Hægt er að koma ábendingum á framfæri á landsnet.is til 19. júlí næstkomandi. Vefsjá Holtavörðuheiðarlínu 1 er aðgengileg hér: hh1.netlify.app Taktu þátt í að leggja línurnar fyrir spennandi framtíð Holtavörðuheiðarlína 1 HAFÐU ÁHRIF Í síðustu viku var tilkynnt að Eva Björg Ægisdóttir rithöfundur frá Akranesi hlyti „Rýtinginn,“ verð- laun Samtaka breskra glæpasagna- höfunda árið 2021 í flokknum frumraun ársins („New Blood“). Verðlaunin hlýtur hún fyrir bókina Marrið í stiganum. Þetta er í fyrsta skipti sem þýdd bók fær þessi verð- laun. Í apríl síðastliðnum var birtur svokallaður langur listi yfir þrett- án tilnefndar bækur og var Marrið eina þýdda bókin sem komst þang- að inn. listinn var síðan skorinn niður í aðeins sex bækur í lok maí. Og nú stendur Eva Björg uppi sem sigurvegari. Það er skammt stórra högga á milli hjá Evu Björgu Ægisdóttur. Á dögunum var greint frá því að þýska forlagið Kiepenheuer & Witsch hefði tryggt sér réttinn á Marrinu í stiganum en mörg af helstu útgáfu- félögum Þjóðverja bitust um bókina á æsispennandi uppboði. Eva Björg er nú stödd á Quais du polar glæpa- sagnahátíðinni í lyon í Frakklandi en þangað koma um 60.000 gestir á ári hverju. Fyrir Marrið í stiganum hlaut Eva Björg Ægisdóttir fyrst allra Svartfuglinn – glæpasagnaverðlaun sem Yrsa Sigurðardóttir og Ragn- ar jónasson stofnuðu til í samvinnu við útgefanda sinn, Veröld, árið 2018. Marrið hefur nú þegar verið gefið út á ensku og frönsku og hafa viðtökur verið afar góðar. Gagnrýn- andi The Times sagði t.d. að „þessi framúrskarandi fyrsta skáldsaga Evu Bjargar væri ekki aðeins safa- rík ráðgáta heldur líka hrollvekj- andi lýsing á því hvernig skrímsli verða til.“ Alls hefur útgáfuréttur- inn á Marrinu í stiganum nú verið seldur á sjö tungumál en viðræður standa yfir við forlög víða um heim. Eva Björg hefur sent frá þér þrjár glæpasögur á jafn mörgum árum. Stelpur sem ljúga kom út 2019 og Næturskuggar í fyrra. Hún vinnur nú að sinni fjórðu bók sem Veröld gefur út í haust. mm Samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðuneytið og félagsmálaráðu- neytið hafa tekið höndum sam- an um uppbyggingu nýrrar mann- virkjaskrár, gagnagrunns um ís- lensk mannvirki. Markmiðið er að tryggja samfélaginu á hverjum tíma áreiðanlegar rauntímaupplýs- ingar um mannvirkjagerð og stöð- una á húsnæðismarkaði. Ráðgert er að ný mannvirkjaskrá verði kom- in í gagnið 1. júní 2022. Í mann- virkjaskrá verða nákvæm og áreið- anleg gögn um mannvirki á Íslandi og byggingarstig þeirra. Það verð- ur m.a. hægt að fylgjast með fjölda íbúða í byggingu eftir byggingar- stigi. upplýsingar um fasteigna- og brunabótamat verða einnig að- gengilegar, m.a. fyrir ytri vefþjón- ustu. Húsnæðis- og mannvirkjastofn- un mun halda utan um nýju mann- virkjaskrána og þróa gagnagrunn- inn í samstarfi við aðila verkefnis- ins. Mannvirki hafa hingað til verið skráð í fasteignaskrá Þjóðskrár Ís- lands en með þessum breytingum verður mannvirkjaskrá nú aðgreind frá öðrum hlutum fasteignaskrár- innar. Þjóðskrá mun á hinn bóginn áfram halda utan um landeignaskrá og staðfangaskrá. Markmið er að lækka kostnað sveitarfélaga, fyrir- tækja og stofnana sem nýta mann- virkjaskrána en auka á sama tíma þjónustu og leita tækifæra til frek- ari umbóta. mm Ætla að byggja upp nýjan gagnagrunn um mannvirki Marrið í stiganum hlýtur virt verðlaun

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.