Skessuhorn


Skessuhorn - 07.07.2021, Qupperneq 20

Skessuhorn - 07.07.2021, Qupperneq 20
MIðVIKudAGuR 7. júlÍ 202120 Írskir dagar fóru fram á Akranesi um nýliðna helgi. Blaðamað- ur Skessuhorns ræddi við Fríðu Kistínu Magnúsdóttur, við- burðastjóra Akraneskaupstaðar, en hún var að klára lokafrá- gang eftir hátíðina á mánudaginn. Að hennar sögn heppnað- ist hátíðin vel og fóru þeir viðburðir sem kaupstaðurinn stóð fyrir vel fram. „Veðrið hjálpaði okkur að sjálfsögðu mikið. Það var rosalega margt fólk í bænum, mikið fjör, og allir viðburð- irnir afar vel sóttir.“ Fríða Kristín segir að fjölskylduskemmt- unin á laugardagskvöldinu standi upp úr. „Þetta er sennilega stærsta og best sótta fjölskylduskemmtunin frá upphafi Írskra daga og það var ánægjulegt að sjá hversu margt fjölskyldufólk mætti á skemmtunina.“ frg/Ljósm. Kolla Ingvars. Írskir dagar á Akranesi Írskir dagar voru formlega settir á fimmtudaginn á Akratorgi. Hér er íþrótta- álfurinn að skemmta. Valgeir Pétur, Þórður Elías og Sif voru mætt með Möggu dagmömmu á setning- arathöfnina. Fríða Kristín Magnúsdóttir verkefnastjóri var kynnir á setningarhátíðinni. Dansað í takt. Íþróttaálfurinn að stýra léttum æfingum á Akratorgi. Hér er Solla stirða að ræða við börnin. Hálendaleikarnir voru hluti af dagskránni. Að þessu sinni voru þeir við Byggða- safnið í Görðum. Helgi Björns og Reiðmenn vindanna á brekkusöngnum á laugardaginn. Vigdís Birna bar sigur úr býtum í keppninni um rauðhærðasta Íslend- inginn. Hlaut hún 50.000 kr. gjafabréf frá Icelandair. BMX Bros sýndu listir sínar á Akratorgi. Stemning í íssölunni við Frystihúsið á Akratorgi.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.