Skessuhorn - 07.07.2021, Síða 24
MIðVIKudAGuR 7. júlÍ 202124
Elísabet Ösp Pálsdóttir og vinkona
hennar og vinnufélagi, Sigurbjörg
Helga Sæmundsdóttir, skelltu sér
í fjallgöngu á Akrafjall á mánu-
dagskvöldi fyrir rúmlega viku síð-
an. Ætlunin var að ganga hinn svo-
kallaða Akrafjallshring. Þegar þær
lögðu af stað um kl. 19 þetta kvöld
var dásemdarveður, logn og sólskin
og ætla mætti að þetta gæti orð-
ið hin besta ferð. Þær byrjuðu að
ganga upp á Geirmundartind og
gekk vel upp á toppinn og síðan lá
leið niður með fram brún fjallsins.
dulítill drungi læddist þá að þeim.
Á leiðinni niður villtust svo stöll-
urnar aðeins af leið, það byrjaði að
hellirigna og svartaþoka í ofaná-
lag. Þær gengu rammvilltar um tíu
kílómetra og vissu ekkert hvar þær
voru staddar á fjallinu. Þeim leist
alls ekki á blikuna, fóru þó varlega
til að slasast ekki enda þaulvanar
göngukonur og þó þær hugsuðu á
leiðinni í verstu hremmingunum
að hringja í 112 þá fannst þeim það
hálf vandræðalegt að segja að þær
væru týndar á Akrafjalli!
Eftir um 2-3 klukkustunda gang,
sem þær þurftu að fara mjög hægt
því þær sáu ansi lítið í svartri þok-
unni, þá römbuðu þær loks á Há-
hnjúk og þvílík gleði og léttir. Þær
örkuðu þá niður klettabeltið og
ákváðu að fara mýkri leiðina niður
í átt að Berjadalsá, þar yfir og svo
niður Selbrekkuna. Það voru því
tvær þreyttar en þakklátar meyj-
ar sem skriðu inn í bíl á bílastæð-
inu klukkan þrjú að nóttu til eftir
að hafa gengið í átta klukkustundir
og rúmlega 18 kílómetra á bæjar-
fjallinu.
Það má segja að það sé alltaf líf
og fjör í kringum Elísabetu því 16.
júní síðastliðinn var henni boðið í
eftirminnilegt fertugsafmæli æsku-
vinkonu sinnar þar sem tæplega 30
vinkonur toppuðu Snæfellsjökul í
blindbyl og kulda. Þá voru þær oft
að bugast á leiðinni í þessu válynda
veðri eins og gefur að skilja og fæt-
urnir og hugurinn að skiptast á um
að sannfæra hver annan en á end-
anum tókst þetta hjá vinkonunum
og mikil gleði ríkti í hópnum að
hafa náð þessu í þessum erfiðu að-
stæðum.
Það er því mjög líklegt að Elísa-
bet og Sigurbjörg hafi slakað vel á á
Írsku dögum um síðustu helgi eftir
hremmingarnar en þó alls ekki víst
því þeir sem þekkja Ellu og Sibbu
eru þær hressar með endemum og
aldrei lognmolla á þeim bæjum.
vaks/ Ljósm. úr einkasafni.
Góð aðsókn er í landbúnaðarháskóla
Íslands næsta haust en alls sóttu yfir
200 væntanlegir nemendur um nám
á háskólabrautum eða í búfræði. Ekki
verður tekið inn í garðyrkjunám við
skólann í ár. Flestar umsóknir bárust
í BSc nám í búvísindum og næstflest-
ar í landslagsarkitektúr. Allar náms-
brautir landbúnaðarháskóla Íslands
heyra undir þrjár fagdeildir sem eru
Ræktun & Fæða, Náttúra & Skógur
og Skipulag & Hönnun.
Nemendafjöldi hefur tvöfaldast
við skólann á undanförnum árum
og á það við um öll námsstig; starfs-
menntanám á framhaldsskólastigi,
grunnnámið (BSc) og framhaldsnám-
ið (MSc og Phd). Rannsóknatengt
framhaldsnám hefur verið að eflast
með nýjum samstarfsverkefnum og
uppbyggingu innviða. Þá hafa meist-
ara- og doktorsnemendur aldrei ver-
ið fleiri í sögu skólans. loks eru öll
fagsvið skólans nú í sókn. Þetta kem-
ur fram í tilkynningu frá lbhÍ. Þar
kemur einnig fram að haustið 2019
var áhugi nýrra nemenda mestur á
skógfræði og náttúru- og umhverf-
isfræði. Ári síðar, eða haustið 2020,
féllu öll met í umsóknafjölda í lands-
lagsarkitektúr og garðyrkju, nánar
tiltekið í lífræna ræktun matjurta og
ylrækt. Í ár eru það svo búvísindin
sem heilla mest.
mm
Nemendum fjölgar við Landbúnaðarháskóla Íslands
Nemendur í plöntugreiningu á engjunum neðan við gömlu byggingarnar á
Hvanneyri. Ljósm. LbhÍ.
Áætlað er að nemendur verði 617 við skólann í haust en þá eru ekki taldir þeir sem sækja nám í einingabærum námskeiðum
eins og Reiðmanninum, Grænni skógum og á vegum Endurmenntunar LbhÍ.
ÞINN STUÐNINGUR ER
OKKAR ENDURHÆFING
Ljósavinir hafa snert líf mitt án þess að vita það. Komdu í hópinn!
www.ljosid.is
Lentu í svartaþoku á Akrafjalli
Það má ekki tapa gleðinni þó útlitið og þokan séu ansi svört.