Skessuhorn


Skessuhorn - 07.07.2021, Qupperneq 26

Skessuhorn - 07.07.2021, Qupperneq 26
MIðVIKudAGuR 26. MAÍ 202126 Ólafsvík var undirlögð af bæjarhátíðinni Ólafsvíkurvöku á laugardaginn. Óhætt að segja að veðrið hafi leikið við bæj- arbúa og gesti þeirra því það var 20 stiga hiti og sól allan tímann sem hátíðin fór fram. Margt var gert til skemmt- unar frá morgni til kvölds, keppt í hinum ýmsu kappleikj- um og skemmtiatriði voru haldin bæði í Sjómannagarðin- um jafnt sem á íþróttasvæði bæjarins. Golfmót var haldið á Fróðárvelli og Einar Mikael töframaður kenndi börnum ýmsa galdra. Crossfit var á sparkvellinum þar sem foreldr- ar tóku þátt ásamt börnum sínum. Einnig var þjálfun í vatni sem var haldin í sundlauginni en hún var í umsjón Helgu Eyjólfsdóttur. Einnig var Ólafsvíkurdraumurinn haldinn, sem er skemmtilegur leikur fyrir fjölskyldur og vinahópa. Markað- ur var í Sjómannagarðinum þar sem heimamenn seldu ýms- ar vörur. Hoppukastalar voru einnig í Sjómanngarðinum og skemmtidagskrá þar sem Einar Mikael sýndi töfrabrögð og Pæjumótastelpur sýndu danslist. davíð og Hjörtur tóku nokkur rapplög og Magnús Kjartan hitaði upp fyrir brekku- söng. Tónlistarmaðurinn Siggi Hösk var með stofutónleika á heimili sínu þar sem hann ásamt Klakabandinu spiluðu í tvo tíma og var talsvert streymi fólks til þess að hlýða á þessa síungu tónlistarmenn sem engu hafa gleymt. um kvöldið var dagskránni haldið áfram í Sjómannagarð- inum þar sem hvert hverfi var með skrúðgöngu og safnast saman í brekkusöng þar sem fyrrnefndur Magnús Kjartan spilaði og söng fyrir gesti sem tóku vel undir með honum. dagskránni lauk með stórdansleik í félagsheimilinu Klifi þar sem Stuðbandið lék fram undir morgun og var dansleikurinn fjölmennur. af Ólafsvíkurvaka haldin í einmuna veðurblíðu Skrúðganga í Sjómannagarðinn. Kristinn Jónasson bæjarstjóri var ánægður með daginn. Sigurvegarar í Ólafsvíkurdrauminum verðlaunaðir. Þessir drengir á góðum stað. Stofutónleikar hjá Sigga Hösk. Kát systkini. Skrautklæddir heimamenn á sviði. Kampakát hjón í góðum söng gír; Sigrún og Illugi. Græna hverfið setti sinn svip á hátíðina. Brosmildir gestir. Pæjumótastelpurnar sýndu dans. Veðrið lék við heimamenn og gesti þeirra. Tryggvi Konráðsson vakti mikla athygli þegar hann var á svæðinu með tvo bíla sem hann hefur gert upp. Fjölmenni var í hoppukastölunum.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.