Skessuhorn


Skessuhorn - 07.07.2021, Síða 31

Skessuhorn - 07.07.2021, Síða 31
MIðVIKudAGuR 7. júlÍ 2021 31 Knattspyrnudeild Víkings Ólafs- vík samdi á sunnudaginn við Guð- jón Þórðarson um að taka við þjálf- un liðsins, en á föstudaginn sagði Gunnar Einarsson þjálfari upp störfum í ljósi slaks árangurs liðs- ins á Íslandsmótinu. Guðjón, sem er einn farsælasti þjálfari lands- ins, þarf ekki að kynna fyrir Ólsur- um enda þjálfaði hann liðið á síð- ari hluta tímabilsins í fyrrasumar. Samningur Guðjóns við Víking Ó. gildir út leiktímabilið 2022. „Stjórn Víkings Ó. lýsir yfir mikilli ánægju með ráðninguna og bjóðum við Guðjón innilega velkominn aftur til starfa,“ sagði í tilkynningu frá félaginu á sun- nudaginn. Strax í kjölfarið hélt Guðjón æfingu með sínum mön- num og hafði Brynjar Kristmunds- son aðstoðarþjálfara sér við hlið. „Nú reyni ég að byggja liðið upp á eins jákvæðan hátt og ég get,“ sagði Guðjón í samtali við fréttaritara Skessuhorns á sunnudaginn. mm Skagamenn léku gegn liði Vík- ings úr Reykjavík í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu á Víkingsvelli á mánudaginn. Víkingur sótti meira á Skagamenn í fyrri hálfleik og fengu dauðafæri á 25. mínútu þeg- ar Nikolaj Hansen skallaði boltann yfir nánast á marklínu eftir horn- spyrnu. Fyrsta færi Skagamanna kom eftir rúman hálftíma leik þeg- ar Morten Beck komst í gott færi en markvörður Víkings, Þórður Inga- son, sá við honum og varði vel. Á lokamínútu fyrri hálfleiks fengu Skagamenn aftur gott færi þegar Þórður missti boltann yfir sig en boltinn lak fram hjá markinu og staðan því markalaus í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var algjör- lega eign heimamanna og það var aðallega Árna Marinó Einarssyni, markmanni Skagamanna, að þakka að þeir skoruðu ekki nokkur mörk. Hann var gjörsamlega frábær á milli stanganna, varði oft vel og greip vel inn í fyrirgjafir. Skagamenn fengu þó dauðafæri á 77. mínútu þeg- ar Guðmundur Tyrfingsson sendi boltann á Eyþór Aron Wohler sem var í hörkufæri en Þórður varði vel. Víkingur hélt áfram að þjarma að marki Skagamanna og þegar fjór- ar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma fékk Víking- ur vafasama vítaspyrnu. úr henni skoraði fyrrnefndur Nikolaj Han- sen sigurmark heimamanna og lokatölur leiksins 1-0 fyrir Víking. jóhannes Karl Guðjónsson, þjálf- ari Skagamanna, var afar ósáttur eft- ir leik og þá sérstaklega með dóm- arann varðandi vítaspyrnudóm- inn: „Hann ákveður fyrst að dæma ekki víti, veifar klárlega að það sé ekki brot sem eigi sér stað þarna en skiptir svo um skoðun. Ég skil ekki svona vinnubrögð, hann sagðist hafa séð eitthvað nýtt. Hugsaði sig um og allt í einu sá hann eitthvað. Þú getur ekki séð þetta tvisvar!“ Skagamenn sitja eftir þennan leik í botnsætinu í Pepsi Max deildinni og eru nú fimm stigum frá öruggu sæti þegar mótið er nánast hálfnað. Næsti leikur Skagamanna er gegn liði leiknis úr Reykjavík næsta mánudag og fer fram á do- musnova vellinum í Breiðholti og hefst klukkan 19.15. vaks Fyrsti leikur áttundu umferðar í lengjudeild kvenna í knattspyrnu fór fram á miðvikudaginn í Mos- fellsbæ þar sem mættust lið Aft- ureldingar og ÍA. Heimastúlkur byrjuðu mun betur og á 18. mín- útu leiksins kom Guðrún Elísa- bet Björgvinsdóttir þeim yfir með fyrsta marki leiksins og eftir níu mínútna leik í þeim seinni var Guð- rún aftur á ferðinni. lítið gekk hjá Skagastúlkum að ógna marki Aft- ureldingar í leiknum og svo fór að títtnefnd Guðrún skoraði sitt þriðja mark í leiknum og öruggur sig- ur staðreynd, 3-0. Afturelding sit- ur þessa stundina í toppsæti deild- arinnar með 18 stig en ÍA er í því sjötta með níu stig og er nú aðeins fjórum stigum frá fallsæti. Næsti leikur Skagastúlkna er gegn liði Hauka á morgun, fimmtu- daginn 8. júlí, á Akranesvelli og hefst klukkan 19.15. vaks Víkingur Ólafsvík lék sinn fyrsta leik undir stjórn Guðjóns Þórðar- sonar í sumar þegar þeir mættu liði Gróttu á Seltjarnarnesi í lengu- deild karla í knattspyrnu á mánu- daginn. Í leik Víkings þar á und- an þurfti liðið að sætta sig við stór- tap gegn Þrótti; 7-0. Í kjölfar hans tók þjálfarinn Gunnar Einarsson poka sinn á föstudaginn og Guðjón Þórðarson var ráðinn í hans stað á sunnudag. Í leiknum gegn Gróttu kom Pét- ur Theodór Árnason heimamönn- um á Seltjarnarnesi yfir eftir rúm- lega hálftíma leik og skoraði ann- að mark skömmu fyrir leikhlé og staðan 2-0 í hálfleik. Anel Crnac minnkaði muninn fyrir Víking í byrjun seinni hálfleiks en Pét- ur Theodór var sífellt ógnandi og hann skoraði sitt þriðja mark á 57. mínútu og kom Gróttu í 3-1. Guð- finnur Þór leósson skoraði mark í uppbótatíma fyrir Víking en það var of seint og níunda tap liðsins í sumar staðreynd. Víkingur situr enn á botni lengjudeildarinnar með eitt stig eftir tíu umferðir og eru átta stig- um frá öruggu sæti. Það er því ljóst að ærið verkefni bíður Guð- jóns Þórðarsonar að halda þeim uppi en Guðjón sagði í viðtali eftir leik að það verði mikil áskorun en sé raunhæft með vinnu og aga og meiri vinnu og smá útsjónarsemi. Varðandi leikmannamálin sagð- ist Guðjón eiga von á styrkingu á næstu dögum: „Við eigum von á styrkingu á næstu dögum, við erum langt komnir með einn og vonandi annan innan tíðar.“ Hópurinn hjá Víkingi var frekar þunnskipaður í leiknum í gær en núna um helgina var Hlynur Sævar jónsson kallaður úr láni frá ÍA en hann hafði leikið átta leiki og skorað eitt mark í sum- ar fyrir Víking. Næsti leikur Víkings Ó verður gegn liði Grindavíkur næsta föstu- dag á Ólafsvíkurvelli og hefst hann klukkan 19.15. vaks Guðjón snýr aftur til Ólafsvíkur Jóhann Pétursson formaður Víkings og Guðjón Þórðarson handsala samninginn. Ljósm. þa. Guðjón Þórðarson og Brynjar Kristmundsson aðstoðarþjálfari á fyrstu æfingu á sunnudaginn. Ljósm. af Strax og búið var að skrifa undir samn- ing var haldin æfing á sunnudaginn Naumt tap Skaga- manna gegn Víkingi Jóhannes Karl, þjálfari Skagamanna, var ósáttur eftir leikinn. Víkingur mátti sætta sig við 7-0 tap gegn Þrótti á fimmtudaginn. Í fram- haldinu voru gerð þjálfaraskipti hjá liðinu. Ljósm. af. Tap hjá Víkingi í fyrsta leik Guðjóns James Dale, fyrirliði Víkings, í leiknum gegn Gróttu. Ljósm. Eyjólfur Garðarsson/fotbolti. net. Skagastúlkur voru í veseni í Mosó. Hér sést Sigrún Eva Sigurðardóttir hreinsa boltann í burtu frá marki Skagastúlkna í leiknum. Ljósm. sas. Skagastúlkur töpuðu fyrir Aftureldingu

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.