Morgunblaðið - 05.01.2021, Side 1
Þ R I Ð J U D A G U R 5. J A N Ú A R 2 0 2 1
Stofnað 1913 3. tölublað 109. árgangur
ÍÞRÓTT SEM
BÝÐUR UPP Á
MÖRG ÆVINTÝRI
ÞÉTTUR, HLÝR
OG LEIFTR-
ANDI VAKUR
RAKST Á GÆFAN
HAFÖRN Í ÍSA-
FJARÐARDJÚPI
KONSERTMEISTARINN 28 ANDRI LJÓSMYNDARI 6VÆNGBRETTASPORT 11
Alls voru seldar tæplega 27 millj-
ónir lítra af áfengi í Vínbúðunum í
fyrra, meira en nokkru sinni fyrr.
Árið áður var salan 23 milljónir
lítra og aukningin nam því 18%.
Þessi aukna sala skýrist að miklu
leyti af kórónuveirufaraldrinum;
minni sölu í Fríhöfninni og lokun
bara og veitingastaða.
Sala á rauðvíni jókst um tæp 32%
milli ára og sala á gini og sénever
um rúmlega 40%. Sala á lagerbjór
jókst um 15% en sprenging varð í
flokknum „aðrar bjórtegundir“,
alls nam söluaukning þar 54%. »2
Seldu fjórum millj-
ónum fleiri lítra
22,7
26,8
Allar áfengistegundir 2019-2020
2019 2020
Sala í Vínbúðunum
H
e
im
ild
: V
ín
b
ú
ð
in
Milljónir lítra
18,3%
aukning
milli ára
Kennsla hefst í mörgum framhaldsskólum í dag. Þótt sótt-
varnareglur hafi verið rýmkaðar til þess að hægt sé að taka
við nemendum í staðnám í stað fjarnáms vilja margir skóla-
menn fara varlega af stað. Kennslan fyrstu vikuna verður því
víða með svipuðu sniði og var fyrir áramót. Síðan verða tekn-
ar ákvarðanir um frekari opnun skólanna þegar séð verður
hvernig kórónuveirufaraldurinn þróast. Kennarar við Fjöl-
brautaskólann í Breiðholti voru í gær að undirbúa skóla-
starfið með breytingum á námsvali nemenda fyrir komandi
önn. Það er allt gert í samskiptaforritum. Fremstur er Ragn-
ar Sveinn Magnússon, þá Hulda Hlín Ragnars og Sigursteinn
Sigurðsson. »4
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kennsla undirbúin í framhaldsskólum við breyttar aðstæður
Oddur Þórðarson
Veronika S. Magnúsdóttir
Þrír einstaklingar sem bólusettir
voru gegn kórónuveirunni hér á
landi hafa nú látist. Alls hafa Lyfja-
stofnun borist 16 tilkynningar um
aukaverkanir af bólusetningu gegn
veirunni, þar af fjórar um alvarleg
tilfelli. Ekki hefur komið fram hvers
eðlis aukaverkanirnar eru. Þá var
einn lagður inn á gjörgæslu vegna
aukaverkana. Þetta staðfesti Rúna
Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri
Lyfjastofnunar, í samtali við mbl.is í
gær. Hún segir að ekkert bendi til
þess að orsakasamhengi sé milli
bólusetninga og dauðsfallanna, samt
sem áður verði málið rannsakað.
„Við verðum að gera okkur grein
fyrir því að í fyrstu bólusetningu er
verið að bólusetja allra veikasta og
elsta fólkið. Þetta eru háaldraðir ein-
staklingar með undirliggjandi sjúk-
dóma,“ segir Rúna. „Við höfum bólu-
sett um eitt þúsund heilbrigðis-
starfsmenn og enginn þeirra hefur
greint frá alvarlegum aukaverkun-
um af bólusetningunni, einungis
eymsli á stungustað,“ bætti hún við.
Gísli Páll Pálsson, forstjóri Hjúkr-
unarheimilisins Markar, tekur í svip-
aðan streng. Hann segist ekki eiga
von á að nokkurt orsakasamhengi
finnist milli bólusetninga og dauðs-
falla á hjúkrunarheimilum. Einn
þeirra sem létust eftir að hafa verið
bólusettir var íbúi á Mörk.
„Ég á ekki von á því að neitt or-
sakasamhengi finnist þarna á milli
en auðvitað verður þetta rannsakað.
Þær rannsóknir geta tekið eitt til tvö
ár og væntanlega verða sams konar
tilfelli rannsökuð erlendis.“
Hann segir að bólusetning íbúa og
starfsmanna hafi gengið ótrúlega vel
og að allt því tengt hafi verið til fyrir-
myndar. Spurður um líðan íbúa í
kjölfar frétta af andlátum segir hann
að þeir láti engan bilbug á sér finna:
„Þetta er skynsamara fólk en svo.“
Ekki náðist í Þórólf Guðnason
sóttvarnalækni vegna þessa í gær-
kvöldi. »14
Þrjú andlát aldraðra til-
kynnt eftir bólusetningu
Ekkert orsakasamhengi talið á milli en málið rannsakað
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Tímamót Bólusetning við kórónu-
veirunni hófst í síðustu viku.
Finnbogi Rafn Jónsson, forstöðu-
maður viðskipta og viðskiptatengsla
hjá Nasdaq Iceland, segir að tvöföld-
un á þátttöku einstaklinga á hluta-
bréfamarkaði sé að sínu mati það
markverðasta sem gerðist á árinu
2020 í Kauphöllinni.
„Síðustu sex til sjö ár hafa um það
bil 8.000 manns verið með vörslu-
reikning hjá Nasdaq verðbréfamið-
stöð, og það hefur haldist nokkurn
veginn óbreytt milli ára, þar til nú.“
Hann segir að ástæðurnar séu ann-
ars vegar neikvæðir raunvextir og
hins vegar velheppnað hlutafjár-
útboð Icelandair. Íslendingar séu þó
enn eftirbátar hinna norrænu land-
anna með þátttökuna. »12
Morgunblaðið/Þórður
Viðskipti Einstaklingar hafa tekið við sér í
hlutabréfakaupum á markaði.
Tvöföld þátttaka
miðað við síðustu ár