Morgunblaðið - 05.01.2021, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.01.2021, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 2021 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. „Við höfum ekki séð svona sölutölur í mörg ár,“ segir Kristján Berg Ás- geirsson, betur þekktur sem Fiski- kóngurinn, um sölu á fiski á fyrsta mánudegi nýs árs í gær. „Menn vilja fá sér ferskan fisk núna og það eru allir Íslendingar á landinu, útlendingar voru ekki mik- ið að koma til okkar á mánudegi. Þetta minnti mig bara á sölutölur í kringum 1990, þegar það var vöru- talningardagur í byrjun árs og allar búðir lokaðar og brjálað að gera hjá okkur. Þetta er í raun búið að vera allt Covid-árið, rosa mikið að gera. Þegar heilsan bregst eða það kemur kreppa þá sækja menn mikið í fisk, vilja fara að lifa heilbrigðara lífi,“ segir Kristján sem bætir við að hrogn og lifur séu ætíð vinsælar vörur í upphafi árs. „Við vorum með hrogn og lifur, 300 kíló, og það klár- aðist allt. Og síðan að sjálfsögðu fersk ýsa sem var vinsæl í gær.“ Mikil fisksala á fyrsta mánudegi nýs árs Hrogn og lifur seld- ust upp Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir liljahrund@mbl.is Íbúafundur var á Seyðisfirði í gær- kvöldi vegna hættustigs almanna- varna og rýmingaráætlunar sem þar er í gildi eftir að aurskriður féllu í bænum fyrir jól. „Þetta var í raun upplýsingafund- ur og við fengum að sjá tímalínu á hreinsunarstarfinu, fórum yfir stöð- una á þessu svæði, hverjar vænting- arnar eru frekar en niðurstöður. Það voru kannski vonbrigði fyrir marga að það var engin afgerandi niður- staða um þetta en það er bara of snemmt að spá um það,“ segir Aðal- heiður L. Borgþórsdóttir, fyrrver- andi bæjarstjóri á Seyðisfirði og fulltrúi sveitarstjóra Múlaþings. Aðalheiður segir að verið sé að safna saman gögnum og vinna úr þeim áður en ákvarðanir verða tekn- ar um framhaldið. „Þeir gátu ekki sagt hvenær rým- ingu yrði aflétt eða neitt slíkt. Þetta var aðallega til að leyfa íbúum að fylgjast með því sem er verið að gera. Við stefnum á fund fljótlega aftur þegar þetta er skýrara. Það er alveg viðbúið að það verði ekki leyft að búa aftur á ákveðnu svæði og fólk vill þá vita hvernig verður með upp- kaup og annað, það er enn óljóst hvernig verður með það,“ segir Aðal- heiður. Íbúum á Seyðisfirði kynnt tímalína á hreinsunarstarfi  Íbúafundur var haldinn í gærkvöldi  Funda brátt aftur Morgunblaðið/Eggert Seyðisfjörður Langan tíma mun taka að vinda ofan af hamförunum. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Aldrei hefur meira verið selt af áfengi í Vínbúðunum heldur en árið 2020. Sala á áfengum drykkjum jókst um rúmlega 18% í lítrum talið á nýliðnu ári mið- að við árið 2019. Alls voru seldar tæplega 27 millj- ónir lítra, en hátt í 23 milljónir árið á undan. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri Vínbúðanna, seg- ir að kórónu- veirufaraldurinn skýri þessa miklu aukningu að verulegu leyti. Þannig hafi færri farið um Fríhöfnina en í venjulegu ári og barir og veitingastaðir hafi sætt takmörkunum og lokunum stóran hluta ársins. Ferðalög til út- landa hafi að stórum hluta legið niðri á árinu og Íslendingar ferðast innanlands í auknum mæli, en á móti komi að erlendum ferðamönn- um hafi fækkað mjög. Fleiri þættir eigi eflaust hlut að máli, segir Sig- rún. Stærsti einstaki dagurinn í sölu áfengra drykkja var 30. desember er 43.700 viðskiptavinir komu í Vínbúð- irnar og seldir voru 286 þúsund lítr- ar. Þorláksmessa var næststærsti dagurinn með 256 þúsund lítra og alls seldust 237 þúsund lítrar mið- vikudaginn fyrir páska, sem var þriðji stærsti dagur ársins. Vín- búðirnar eru 51, þar af 14 á höfuð- borgarsvæðinu og 37 á landsbyggð- inni. 18,9 milljónir lítra af lagerbjór Svo litið sé á sölu einstakra teg- unda þá jókst salan á lagerbjór um 14,7% í fyrra og nam salan 18,9 millj- ónum lítra. 725 þúsund lítrar voru seldir af því sem flokkað er undir aðrar bjórtegundir og nam aukn- ingin 54,4%. Tæplega 980 þúsund lítrar seldust af öli, eins og það er flokkað hjá Vínbúðunum, og þar var aukningin rúmlega 28%. Af rauðvíni seldust yfir 2,5 millj- ónir lítra og nam aukningin 31,7%, Af hvítvíni seldust tæplega 1,5 millj- ónir lítra og jókst hvítvínssalan um tæplega 23%. Loks má nefna að af gini og sénever seldust 101 þúsund lítrar og nam aukningin rúmlega 40%. Met í sölu áfengra drykkja á liðnu ári  Aukning í Vínbúðunum um 18% á milli ára  Mest selt 30. desember  Aukin sala skýrist af minni sölu í Fríhöfninni og lokun bara og veitingastaða  40% aukning í sölu á gini, 32% aukning á rauðvíni Sala áfengis í Vínbúðunum árið 2020 Þúsundir lítra Pilsner og lagerbjór: 2,4 milljón fl eiri lítrar seldust í Vínbúðunum 2020 en árið á undan Rauðvín og hvítvín: 885 þúsund fl eiri lítrar seldust í Vínbúðunum 2020 en árið á undan H ei m ild : V ín bú ði n Flokkur Þús. lítra Aukning frá 2019 Pilsner og lagerbjór 18.880 15% Rauðvín 2.548 32% Hvítvín 1.473 23% Öl 980 28% Aðrar bjórtegundir 725 54% Freyðivín 332 36% Brennivín og vodka 259 6% Viskí 147 32% Rósavín 110 31% Líkjör 109 19% Gin og sénever 101 40% Brandí 54 26% Aðrir fl okkar 1.092 Samtals 26.810 18% BJÓR BJÓRBJÓRBJÓR VÍN 2020 Sigrún Ósk Sigurðardóttir Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Annir Mikið var að gera í Vínbúðum í fyrra og oft mynduðust raðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.