Morgunblaðið - 05.01.2021, Blaðsíða 4
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Hver framhaldsskóli hagar starfi
fyrstu vikur nýs árs eftir aðstæðum í
viðkomandi húsnæði. Nýjar og rýmri
kröfur um skólastarf tóku gildi um
áramót. Þær eru miðaðar við að nem-
endur geti verið í staðnámi en eigi að
síður treysta ekki allir skólar sér til
að gefa út hvenær almennt staðnám
bóklegra greina getur hafist. Það
ræðst af þróun faraldursins næstu
daga og vikur.
Kennsla hefst í flestum framhalds-
skólum landsins í dag en í sumum á
morgun. Fyrsta vikan verður í mörg-
um tilvikum með svipuðu sniði og var
lengst af haustmisseri, mest í fjar-
kennslu.
Fara varlega af stað
Skólameistari Fjölbrautaskólans í
Breiðholti ákvað eftir ráðgjöf neyð-
arstjórnar skólans að hafa eingöngu
fjarnám fyrstu vikuna, á meðan menn
væru að átta sig á þróun faraldursins.
„Við stefnum að því núna að hafa
staðkennslu í verklegum greinum á
verk- og listnámsbrautum, hjá fyrsta
árs nemum á bóknámsbrautum, hjá
nemendum á framhaldsskólabraut og
nemendum á starfsbraut,“ segir Guð-
rún Hrefna Guðmundsdóttir skóla-
meistari. Þannig verða bóklegar
greinar almennt kenndar áfram í
fjarnámi, þar til annað verður ákveð-
ið.
Guðrún Hrefna segir vandasamt að
skipuleggja námið með tilliti til sótt-
varnareglna í stórum áfangaskólum,
eins og Fjölbraut í Breiðholti. Staðan
verði metin í ljósi smita og hvort
óhætt sé talið að opna skólann meira.
Guðrún Hrefna gerir ráð fyrir að
500 til 600 nemendur mæti í skólann í
næstu viku en nemendur í dagskóla
eru alls ríflega 1.100.
Í reglugerð heilbrigðisráðherra er
kveðið á um 30 manns sem viðmið-
unarfjölda nemenda og starfsmanna í
hverju rými. Blöndun nemenda á
milli hópa í kennslu er heimil. Það
skapar möguleika fyrir kennslu í fjöl-
brautaskólum. Þá er nemendum og
kennurum skylt að nota andlitsgrím-
ur ef ekki er unnt að halda tveggja
metra fjarlægð.
Verði sem mest í stofum
Þótt þetta sé skýrt glíma skóla-
menn við óvissu og áskoranir varð-
andi ýmis önnur atriði. Dæmi um það
er sameiginlegt rými kennara þegar
allir nemendur eru komnir í staðnám.
Á að hafa mötuneyti opið? Eru til
stofur fyrir nemendur sem eru í bið?
Verslunarskólinn stefnir að því að
vera með fulla kennslu í staðnámi frá
og með næstu viku. Þangað til verður
fyrirkomulagið svipað og fyrir jól, um
helmingur þúsund nemenda skólans
verður í skólanum og helmingur
heima. Ingi Ólafsson skólastjóri segir
að huga þurfi að ýmsu, áður en allir
nemendur verði samtímis í húsi.
Hann segir að gæta þurfi þess að
nemendahópar blandist ekki í frímín-
útum. Því verði nemendur að vera
sem allra mest í skólastofum sínum á
skólatíma.
Ekki sé fært að hafa mötuneytið
opið þannig að nemendur geti fengið
sér heitan mat. Þess í stað geti þeir
pantað í gegnum símann vörur úr vef-
verslun og fái þær afhentar inni í
skólastofu. Þar verði þau að borða
matinn eða nesti sitt. Skilgreind eru
sóttvarnahólf og er eitt klósett í
hverju hólfi.
„Svo vonum við að það verði rýmk-
að seinna og hóparnir megi vera að-
eins stærri og nemendur geti hist í
frímínútum,“ segir Ingi.
Bæta viku aftan við önnina
Eins og fyrr segir eru skólarnir
með mismunandi útfærslur á reglun-
um. Þannig hefst kennsla í Verk-
menntaskólanum á Akureyri næst-
komandi mánudag, tæpri viku seinna
en venjulega. Í staðinn lengist önnin
um viku og fá kennarar þá tækifæri
til að vera með nemendum, vonandi
við betri aðstæður en nú. Allir bókleg-
ir áfangar verða kenndir í fjarnámi
fyrstu vikuna en verk- og listnám í
staðkennslu, með sama hætti og fyrir
áramót. Sigríður Huld Jónsdóttir
skólameistari segir að staðan í sam-
félaginu ráði því hvað hægt verði að
taka marga nemendur til viðbótar inn
í annarri viku.
Í Menntaskólanum við Hamrahlíð
er stefnt að því að kenna staðnám fyr-
ir hádegi mánudaga til fimmtudaga
og rafræna tíma eftir hádegi þá daga
og á föstudögum þar til fjöldatak-
markanir verða rýmkaðar.
Ekki staðnám í öllum skólum
Stjórnendur sumra framhaldsskóla bíða eftir þróun faraldursins með að opna skólana til fulls
Nemendum gert að halda sig í kennslustofum Vefverslun Versló afhendir matinn í skólastofu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Undirbúningur Kennarar og stjórnendur Fjölbrautaskólans í Breiðholti fá skólastofu til afnota til að ræða við nemendur á samskiptaforriti í tölvu um
breytingar á námsvali. Fremst er Berglind Halla Jónsdóttir áfangastjóri, þá Stefán Andrésson og fyrir miðju, aftast, situr Gabríel Daði Gunnarsson.
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 2021
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is |
Opið alla virka daga kl. 10-17
Passamyndir
Tímapantanir
í síma 568 0150
eða á rut@rut.is
Tryggjum
tveggja metra fjarlægð
og gætum ítrustu
ráðstafana
Jónína Benediktsdóttir íþróttafræðingur var jarð-
sungin frá Digraneskirkju í Kópavogi í gær. Athöfn-
ina önnuðust prestarnir séra Pálmi og séra Gunnar
Rúnar Matthíassynir, áður mágar Jónínu. Ávarp við
útförina flutti Jóhanna Vilhjálmsdóttir, vinkona Jón-
ínu. Óskar Einarsson og Gosepltónar sáu um tónlist-
arflutning og einsöngvarar voru Friðrik Ómar Hjör-
leifsson, Regína Ósk og Selma Björnsdóttir. Líkmenn
voru, í röðinni fjær á þessari mynd, fremst Tómas
Helgi Stefánsson, Helga Benediktsdóttir, Ásthildur
Björt Pedersen og Bjarni Geir Guðbjartsson. Í röð-
inni nær: Matthías Stefánsson, Inga Sara Benedikts-
dóttir, Heiða Anita Hallsdóttir og aftast er Stefán
Bjarnason.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Útför Jónínu Benediktsdóttur
Karlmaður hlaut eins árs skilorðs-
bundinn fangelsisdóm í Héraðs-
dómi Reykjavíkur í síðasta mánuði
fyrir vörslu á kvikmyndum og ljós-
myndum sem sýndu börn á kyn-
ferðislegan eða klámfenginn hátt
auk fíkniefnalagabrots. Maðurinn
var ákærður fyrir að hafa aflað sér
og haft í vörslum sínum 4.370 kvik-
myndir og 9.236 ljósmyndir sem
sýndu börn á kynferðislegan eða
klámfenginn hátt. Auk þess var
maðurinn ákærður fyrir vörslu
marijúana. Maðurinn játaði brot sín
en hann hefur ekki áður gerst sek-
ur um refsivert brot. Fram kemur
að maðurinn hafi sótt tíma hjá sál-
fræðingum og félagsráðgjafa og að
endurhæfing gangi vel. Maðurinn
hafi verið samstarfsfús og sýnt vilja
til að bæta sig en um stórfellt brot
sé að ræða. Því þyki eins árs skil-
orðsbundið fangelsi hæfileg refs-
ing.
Dæmdur fyrir vörslu barnaníðsefnis