Morgunblaðið - 05.01.2021, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 05.01.2021, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 2021 VIÐ LEITUM AÐ LISTAVERKUM Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400 ERUM AÐ TAKA Á MÓTI VERKUM Á NÆSTA LISTMUNAUPPBOÐ Skömmu fyrir áramót skrifaðiSigurður Már Jónsson blaða- maður pistil á mbl.is undir fyrir- sögninni Jafnlaunavottun leiðir til aukins skrifræðis. Þar fjallaði hann um niðurstöðu nýrr- ar rannsóknar þar sem skyggnst var inn í upplifun stjórnenda á áhrif- um jafnlauna- vottunar á kjara- umhverfi. Hann sagði engin gögn til staðar sem sýndu fram á að lögfesting jafnlauna- vottunar bæri þann árangur sem henni væri ætlað að ná. „Við úr- vinnslu gagna á upplifun stjórn- enda birtust þrjú þemu í tengslum við jafnlaunavottun en þau eru „aukið skrifræði og kerfisvæðing“, „tilfærsla ákvörðunarvalds“ og „tálsýn“. Niðurstöðurnar hljóta að fá menn til að íhuga hvort þetta sé rétt stefna,“ segir Sigurður Már.    Hann sagði einnig frá því aðjafnlaunavottunin væri stund- um nýtt til að koma í veg fyrir að fólk gæti samið um launahækkun. Stjórnendur vísuðu í vottunina og segðust vegna hennar ekki geta samið um hærri laun við starfs- manninn.    Sigurður Már benti á að með þvíað beita vottuninni á þennan hátt, sem ekki er ólíklegt að gert verði í æ ríkari mæli, væri verið að „stuðla að því að fletja út launa- mun, þeir sem skara framúr fá þannig ekki umbun“.    Þetta eru slæmar fréttir fyrirlaunamenn sem standa sig vel og gætu átt kost á launahækkun vegna dugnaðarins en lenda á þess- um vottunarvegg. Og þetta er ekki síst slæmt þegar litlar líkur eru á að þessi vottun skili þeim árangri sem hún á að gera. Sigurður Már Jónsson Mislukkuð jafnlaunavottun STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Hugbúnaðarfyrirtækið Prógramm ehf. hefur ver- ið valið til að hanna svokallaða þingmannagátt fyr- ir Alþingi. Þingmannagátt er hluti af þróun staf- rænnar þjónustu fyrir þingmenn þar sem öll gögn sem tengjast þingstörfum þeirra eru á einum stað. Alþingi samþykkti í fyrra sérstakt tímabundið fjárfestingarátak til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Þar var m.a. tilgreind þingmannagáttin og átti að verja 65 milljónum króna til verkefnisins. Verkið var boðið út og tilboð opnuð í nóvember sl. Tilboð bárust frá Advania, Deloitte ehf., Origo, Parallel Ráðgjöf ehf. og Prógrammi ehf. Ríkiskaup tilkynntu í lok síðasta árs að tilboð Prógramms hefði verið endanlega samþykkt og því kominn á bindandi samningur milli aðila. Prógramm ehf. er til húsa í Urðarhvarfi 6 í Kópavogi og hefur fyrirtækið sérhæft sig í hug- búnaðargerð. Starfsmenn eru 24 talsins. Á heima- síðu fyrirtækisins kemur fram að skrifstofa Al- þingis hafi nýlega tekið í notkun tvö ný kerfi sem Prógramm forritaði. Um er að ræða endurskrift á málakerfi þingsins þar sem haldið er utan um skráningar á flestum málum er tengjast þingfundum. Einnig var kerfið Stýra endurskrifað en það er notað m.a. til að stýra þingfundum, ræðuskráningum, tímaúthlut- unum og atkvæðagreiðslum. sisi@mbl.is Hanna gátt fyrir þingmennina Morgunblaðið/Eggert Alþingi Öll gögn þingmanna verða í einni gátt. David B. Tencer, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, hefur aflýst öll- um opinberum sunnudagsmessum og svonefndum vigilmessum á laugar- dagskvöldum. Starfsfólk kirkjunnar hefur verið beðið um að fylgja öllum sóttvarnareglum við messur á virkum dögum. Þetta kemur fram í yfirlýs- ingu sem hann sendi frá sér í gær. Of margir voru saman komnir við messu í Landakotskirkju á sunnudag en þetta var í annað skiptið á stuttum tíma sem það gerðist. „Ég lýsi yfir að þrátt fyrir góðan vilja getum við ekki fylgt öllum gild- andi sóttvarnareglum í sambandi við messuhald í kirkjum okkar. Með harm í hjarta hef ég tekið þá ákvörð- un að aflýsa öllum opinberum sunnu- dagsmessum og vigilmessum á laug- ardagskvöldum. Ákvörðunin tekur þegar gildi. Ég bið allt starfsfólk í kirkjum okk- ar að fara mjög varlega og fylgja öll- um reglum í messum á virkum dögum líka. Á sama tíma bið ég alla sem bera ábyrgð á sóttvarnareglum að breyta þeim reglum þar sem jafnræðis virð- ist ekki gætt. Kirkjur okkar eru ekki litlar. Ef hægt er að halda jarðarför eða jafnvel tónleika með 50 per- sónum, hvernig stendur þá á því að aðeins tíu manns geta verið í messu? Hvernig á ég að útskýra það fyrir sóknarbörnum okkar að margir mat- sölustaðir mega taka á móti fleiri við- skiptavinum? Hvernig á að útskýra það að í Landakotskirkju mega bara vera tíu persónur en til dæmis mega vera fleiri en tíu í gufubaði? Okkur finnst öllum erfitt að lifa við þessar aðstæð- ur en slíkar ákvarðanir gera það enn erfiðara. Ég bið fyrir öllum en sérstaklega þeim sem ráða þessum reglum að íhuga málin með visku og leiðrétta þetta óþægilega misræmi,“ segir í yf- irlýsingu sem Tencer sendi til fjöl- miðla í gær. Kirkja kaþólskra aflýsir messum Morgunblaðið/Árni Sæberg Biskup Davíð Tencer hjá kaþólsku kirkjunni er ósáttur við reglurnar.  Biskup ósáttur við sóttvarnareglur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.