Morgunblaðið - 05.01.2021, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.01.2021, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 2021 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Bresk stjórnvöld hófu í gær bólu- setningar með bóluefni Oxford-há- skóla og lyfjafyrirtækisins Astra- Zeneca, en stefnt er að því að um 530.000 Bretar verði bólusettir gegn kórónuveirunni í þessari lotu, en nú þegar hafa um 1,4 milljónir fengið bóluefni í Bretlandi. Kórónuveirufaraldurinn er nú í mikilli sókn í Bretlandi og ákvað skoska heimastjórnin í gær að setja útgöngubann á þær fimm milljónir sem búa í Skotlandi, sem á að vara til loka janúarmánaðar. Þurfa Skotar frá og með deginum í dag að dvelja heima við nema þeir eigi brýnt erindi út fyrir hússins dyr. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, til- kynnti svo síðar um kvöldið um út- göngubann á Englendinga, en að- gerðirnar voru sagðar nauðsynlegar til að varna frekari útbreiðslu. Von fyrir fátækari ríki? Heilbrigðisyfirvöld í Argentínu og á Indlandi hafa einnig veitt bóluefni Oxford/AstraZeneca leyfi, en það er þróað eftir hefðbundnari leiðum en mRNA-bóluefnin sem Pfizer/BioN- Tech og Moderna hafa framleitt. Það er því bæði ódýrara í framleiðslu og auðveldara að flytja og geyma held- ur en hin bóluefnin, og hafa því verið bundnar vonir við að fátækari ríki jarðar muni eiga auðveldara með að nýta sér bóluefnið. Evrópska lyfjastofnunin hefur hins vegar lýst því yfir að ólíklegt sé að hún muni veita breska bóluefninu leyfi í þessum mánuði, en gert var ráð fyrir að stofnunin myndi veita bóluefni Moderna grænt ljós í vik- unni. Stofnunin hefur orðið fyrir gagn- rýni að undanförnu, þar sem aðild- arríki Evrópusambandsins hafa kvartað undan seinagangi við bólu- setningar innan sambandsins. Þannig hafa stjórnvöld í Bret- landi, Bandaríkjunum og Ísrael hvert um sig náð að bólusetja rúm- lega milljón manns, á sama tíma og þýsk stjórnvöld hafa bólusett um 200.000 manns. Reiði í Frakklandi Þá hafa frönsk stjórnvöld fengið á sig harða gagnrýni vegna hæga- gangs í bólusetningarmálum, en rúmlega 500 Frakkar höfðu fengið bóluefni á nýársdag. Jean Rottner, forseti héraðsþings Grand Est-hér- aðs, sagði að hin hæga dreifing bólu- efnis væri hneykslismál, en héraðið hefur glímt við mikla fjölgun ný- smita síðustu daga. „Frakkar þurfa skýr og örugg skilaboð frá ríkisstjórn sem veit hvert hún stefnir. Ríkisstjórnin gef- ur ekki þá mynd sem stendur,“ sagði Rottner, en heimildir AFP-frétta- stofunnar hermdu að Emmanuel Macron Frakklandsforseti væri verulega ósáttur við hversu illa hefði gengið að dreifa bóluefninu. Jordan Bardella, varaformaður pópúlistaflokksins Þjóðfylkingarinn- ar, sagði Frakka hafa orðið að að- hlátursefni heimsbyggðarinnar. „Við bólusettum á einni viku jafnmarga og Þjóðverjarnir gerðu á hálftíma. Þetta er skammarlegt.“ Dánartölur ekki ýktar Anthony Fauci, yfirmaður kórónuveiruteymis Hvíta hússins, þvertók fyrir það í fyrrinótt að dán- artölur í landinu hefðu verið blásnar upp eða ýktar, en Donald Trump Bandaríkjaforseti gaf til kynna að bandaríska sóttvarnarstofnunin CDC hefði ýkt tölurnar. „Þetta eru raunverulegar tölur, raunverulegt fólk og raunveruleg dauðsföll,“ sagði Fauci, en rúmlega 351.000 manns hafa nú látist í Bandaríkjunum af völdum kórónuveirunnar. Búið er að bólusetja um 4,2 millj- ónir manna í Bandaríkjunum, en það er nokkuð undir áætlunum stjórn- valda. Sagði Fauci það eðlilegt að byrjunarörðugleikar kæmu upp, þar sem um flókið ferli væri að ræða. Staða bólusetninga við Covid-19 Fjöldi bólusetninga á hverja 100 íbúa 0 til 1 1 til 2 2 til 4 4 til 8 8 til 16 Heimild: Our World in Data Ísland 1,43 Bretland 1,39 Danmörk 0,70 Rússland 0,55 Þýskaland 0,29 Portúgal 0,26 Eistland 0,19 Ítalía 0,19 Króatía 0,19 Lúxemborg 0,19 Pólland 0,13 Litháen 0,08 Austurríki 0,07 Búlgaría 0,07 Rúmenía 0,07 Ungverjaland 0,05 Írland 0,04 Finnland 0,03 Grikkland 0,03 Lettland 0,03 Frakkland 0,00 Ísrael 12,59 Barein 3,57 Kína 0,31 Óman 0,14 Kúveit 0,06 Bandaríkin 1,28 Kanada 0,30 Kosta Ríka 0,05 Mexíkó 0,02 Argentína 0,07 Síle 0,05 EVRÓPA MIÐ-AUSTURLÖND OG ASÍAS-AMERÍKA N-AMERÍKA Bretar herða á aðgerðum  Skotar setja á útgöngubann til loka janúar  Byrjað að bólusetja með bóluefni Oxford og AstraZeneca  Hæg dreifing bóluefnis í Frakklandi gagnrýnd harðlega Mikil umræða spannst í Washington í gær eftir að bandarískir fjölmiðlar birtu upptöku af símtali Donalds Trump Bandaríkjaforseta við Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu-ríkis, en á upptökunni mátti heyra forsetann biðja Raffensperger um að „finna“ nógu mörg atkvæði handa sér til þess að snúa niðurstöðu forsetakosninganna í ríkinu sér í vil. Washington Post birti upptökuna í heild sinni í fyrrinótt, og töldu þeir lögspekingar sem blaðið ráðfærði sig við að beiðni forsetans gæti varðað við kosningalög, sér í lagi þar sem Trump gaf einnig til kynna að Raf- fensperger og lögmaður hans, Ryan Germany, gætu átt yfir höfði sér fangelsisvist ef þeir „leiðréttu“ ekki úrslit kosninganna. Birting upptökunnar þykir koma á vondum tíma fyrir repúblikana, en kosið verður í dag um tvö þingsæti í öldungadeild Bandaríkjaþings í Georgíu-ríki, en þau eru nú bæði í höndum Repúblikanaflokksins. Vinni demókratar þau bæði verða flokkarnir með jafnan fjölda þing- manna í deildinni og þá ræður odda- atkvæði varaforsetans úrslitum. Á miðvikudaginn verða svo niður- stöður kjörmannasamkundunnar, sem lágu fyrir 14. desember síðast- liðinn, lesnar upp á Bandaríkjaþingi og staðfestar. Venjulega væri um táknrænan gjörning að ræða, en bar- átta Trumps við að snúa við úrslitum kosninganna hefur hins vegar orðið til þess að nokkur fjöldi þingmanna repúblikana, þar af tólf í öldunga- deildinni, ætlar sér að gera athuga- semd við úrslitin. Áform þingmannanna hafa leitt til innanflokksátaka í Repúblikana- flokknum, þar sem ýmsir öldunga- deildarþingmenn flokksins hafa þeg- ar viðurkennt sigur Joes Biden, verðandi forseta, og segja þeir að- gerðirnar einungis fallnar til þess að vega að lýðræðislegum hefðum Bandaríkjanna. Vildi „finna“ fleiri atkvæði  Spennuþrungin vika í Washington AFP Þing Nýkjörnir þingmenn repúblik- ana standa á tröppum þinghússins. Leitarmenn í Noregi sögðu í gær að þeir vonuðust enn til þess að hægt væri að finna fólk á lífi í bænum Ask, og var stefnt að því að leit yrði hald- ið áfram fram á nótt. Þriggja er enn saknað eftir jarðfall 30. desember síðastliðinn þegar jarðvegur gaf sig undan þunga nokkurra íbúðarhúsa. Morten Thoresen, yfirmaður slökkviliðsins á staðnum, sagði að fólk gæti lifað í mjög langan tíma ef það væri undir byggingu sem hefði hrunið, svo fremi sem það hefði nægt loft og aðgang að vökva, auk einangrunar frá kulda. Hins vegar væru aðstæður erfiðar, en tíu stiga frost er nú í Ask. NOREGUR AFP Leitarstarf Björgunarmenn halda enn í vonina um að finna fólk á lífi í Ask. Vonast enn til að finna fólk á lífi Breskur dómstóll komst að þeirri niðurstöðu í gær að ekki væri heimilt að fram- selja Julian Ass- ange, stofnanda Wikileaks, til Bandaríkjanna, þar sem hans bíða réttarhöld vegna meintra njósna. Hafnaði Vanessa Bareitser, héraðsdómari í Lundúnaborg, beiðninni á þeirri forsendu að lík- legt væri að Assange myndi fremja sjálfsvíg í bandarískri refsivist, og vísaði meðal annars í mál Jeffreys Epstein máli sínu til stuðnings. Bandarísk stjórnvöld lýstu því yf- ir að þau myndu áfrýja málinu, og lýsti bandaríska dómsmálaráðu- neytið í yfirlýsingu sinni miklum vonbrigðum með niðurstöðuna. BRETLAND Hafnaði beiðni um framsal Assange Julian Assange

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.