Morgunblaðið - 05.01.2021, Qupperneq 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 2021
✝ Rakel Guð-mundsdóttir
fæddist 8. mars
1930 í Eyðisandvík
í Sandvíkurhreppi.
Hún lést á Heil-
brigðisstofnun Suð-
urlands 29. desem-
ber 2020.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Guðmundur Sæ-
mundsson, f. 14.2.
1891 í Nikulásarhúsum í Fljóts-
hlíð, d. 15.3. 1966, og Guðbjörg
Sveinsdóttir, f. 12.9. 1889 á
Grjótá í Fljótshlíð, d. 21.3. 1937.
Rakel missti ung móður sína en
faðir hennar kvæntist aftur.
Seinni kona hans var Margrét
Garðari Þorsteinssyni, f. 16.
ágúst 1918, d. 25. janúar 1991.
Foreldrar hans voru Þorsteinn
Þorvaldsson, f. 28.8. 1880, d.
19.7. 1964, og Anna Vigfúsína
Þorvaldsdóttir, f. 11.7. 1885, d.
12.12. 1948.
Börn Rakelar og Garðars
eru: Anna, Guðmundur, Þor-
valdur Þór og Vilhjálmur Þor-
steinn. Anna er gift Eyvindi
Sigurfinnssyni og eiga þau þrjú
börn og fimm barnabörn; Guð-
mundur er giftur Guðlaugu Pál-
ínu Sigurbjörnsdóttur, fyrri
kona hans er Ingibjörg Georgs-
dóttir og eiga þau þrjú börn og
sex barnabörn; Þorvaldur Þór
er giftur Guðbjörgu Maríu
Kristjánsdóttur og eiga þau
þrjú börn og tíu barnabörn; Vil-
hjálmur Þorsteinn er giftur
Hafdísi Sigurðardóttur og eiga
þau tvö börn og tvö barnabörn.
Útför Rakelar fer fram frá
Þorlákskirkju í dag, 5. janúar
2021, klukkan 13.
Kristjánsdóttir frá
Hnífsdal.
Systkini Rakel-
ar: Sæmundur, f.
1914, d. 1985,
Þóra, f. 1916, d.
1988, Trausti, f.
1919, d. 2002,
Fjóla, f. 1920, d.
2000, Víglundur, f.
1922 d. 2010,
Gunnar Níels, f.
1924, d. 2010, Sól-
veig, f. 1927, d. 1974, Teitur, f.
1931, d. 2016, Ásta, f. 1934, d.
2013, Guðbjörg, f. 1942, Anna
Hlín, f. 1944, d. 2011, Kristín
Guðmunda, f. 1946, og Olga, f.
1953.
Árið 1948 giftist Rakel
Hinn 29. desember síðastliðinn
lést elskuleg móðir mín Rakel
Guðmundsdóttir á sjúkrahúsinu á
Selfossi.
Þótt heilsunni hafi hrakað hjá
henni síðustu vikurnar var höggið
þungt þegar Villi bróðir minn
hringdi í mig um morguninn og
færði mér tíðindin.
Mamma var yndisleg mann-
eskja og móðir og ég get ekki
hugsað yfir farinn veg án þess að
tár læðist niður vangann, ég man
fyrst eftir mér sem barn á Orms-
stöðum í Grímsnesi þar sem
mamma og pabbi bjuggu okkur
systkinum svo gott heimili við
erfiðar aðstæður, barnabörnin
mín eiga erfitt með að trúa því en
þá var ekkert net, engin tölva,
enginn gemsi, ekkert sjónvarp,
ekkert rafmagn, enginn bíll, ekk-
ert klósett, bara útikamar, og
húsið okkar var að hluta til hlaðið
úr torfi og grjóti.
En húsið var fullt af kærleik og
ást og mamma og pabbi byggðu
jörðina upp af miklum dugnaði.
Árið 1971 fluttum við til Þor-
lákshafnar og mamma fór að
vinna í frystihúsinu, þar kynntist
hún ungri stúlku sem hún vann
með í fiskinum. Einn daginn sát-
um við í eldhúsinu á Heinabergi 6
og þá fór hún að segja mér frá
þessari stelpu sem henni fannst
svo yndisleg og hún sagði að hana
hefði dreymt að hún yrði konan
mín, en mamma var berdreymin.
Ég, 17 ára unglingurinn, skellihló
að vitleysunni í „kerlingunni“ og
svo var það ekki rætt meira.
Nokkru síðar kynntist ég
stelpu á balli og ástin kviknaði,
við vorum búin að vera saman
talsverðan tíma þegar ég kom
heim með kærustuna eins og
gengur, þá kom í ljós að þær
þekktust og þetta var stelpan
sem hana hafði dreymt! Þessi
stelpa var sem sé hún Gugga mín
sem ég hef verið giftur í 45 ár.
Gugga missti móður sína barn
að aldri og missti líka föður sinn
fljótlega eftir að við kynntumst.
Mamma og Gugga urðu strax
miklar vinkonur þótt aldursmun-
urinn væri mikill og það má segja
að mamma hafi gengið henni í
móðurstað og var henni sem móð-
ir á fyrstu búskaparárum okkar
og reyndar alla tíð síðan.
Þegar fór að halla undan fæti
hjá gömlu konunni og ellin kvaddi
dyra stóð Gugga eins og klettur
við hlið mömmu og studdi hana af
öllum mætti til að geta haldið eig-
ið heimili, svo sannarlega endur-
galt hún allan kærleikann sem
mamma hafði gefið henni.
Ef Gugga þurfti að bregða sér
af bæ fór ég stundum til mömmu
til að fara í búðina fyrir hana og
þess háttar, en þá átti sú gamla til
að snúa aðeins upp á sig og sagði:
„Hún Gugga gerir þetta bara
þegar hún kemur,“ og svo lét hún
sig bara hafa það að vera mat-
arlaus í einn eða tvo daga.
Samband þeirra mömmu og
Guggu var svo fallegt dæmi um
þessa hreinu vináttu og kærleika
sem endist allt til æviloka.
Mamma bjó síðustu 20 árin eða
svo á Egilsbraut 9 í Þorlákshöfn
þar sem hún naut aðstoðar og
umönnunar þess yndislega fólks
sem þar hefur starfað og ég færi
öllu því fólki mínar bestu þakkir,
þið eruð yndisleg.
Pabbi lést hinn 25. janúar
1991, fyrir réttum 30 árum, og
eftir það fetaði mamma ein lífsins
veg af dugnaði og þrautseigju og
bjó alla tíð í sinni eigin íbúð.
Við hjónin kveðjum mömmu
með trega og tárum og þökkum
henni alla þessa ást og hlýju sem
hún gaf okkur og börnunum okk-
ar og barnabörnum, kannski
sjáumst við síðar, hver veit.
Þorvaldur Þór Garðarsson.
Elsku amma, það er erfitt að
hugsa til þess að þú sért farin frá
okkur.
Þegar ég var barn þá stakk ég
reglulega af til þín með tösku á
bakinu og ætlaði að flytja til þín
ef ég var eitthvað ósátt við
mömmu og pabba.
Ég man eftir mörgum skiptum
sem ég kom við hjá þér heim úr
skólanum og við lögðumst hvor í
sinn sófann inni í stofu og spjöll-
uðum saman.
Danmerkurferðin sem við fjöl-
skyldan fórum í þegar ég var sex
ára var mikið ævintýri og öll
ferðalögin sem við fórum í eru svo
skemmtilegar minningar núna.
Þú varst alveg með húmorinn í
lagi, ekki löngu eftir að ég og
Siggi kynntumst gafstu honum
kýl, og rifjar hann það reglulega
upp með bros á vör.
Jón Valur tengdist þér mjög
mikið og ein áramótin uppi í sum-
arbústað hjá mömmu og pabba
fór hann ekki út til að sjá flugeld-
ana, hann vildi vera inni að passa
langömmu sína, og þykir honum
ofurvænt um bangsann og stytt-
una sem þú gafst honum.
Þú fékkst að lifa löngu og góðu
lífi, vantaði ekki marga daga upp í
91 árs afmælið.
Ég veit að þú varst orðin sátt
með þitt og tilbúin að fara, hvíldu
í friði elsku amma.
Kveðja,
Jónína Guðrún.
Elsku amma. Það er skrýtið að
vera að kveðja þig en á sama tíma
veit ég að þú varst sátt með þitt
og tilbúin að kveðja þennan heim.
Samverustundirnar á Heinaberg-
inu eru mér ofarlega í minni og er
ég afar þakklát fyrir allar þær
góðu stundir sem við áttum sam-
an. Takk fyrir allar sundferðirn-
ar, sögurnar og sönginn í gegn
um tíðina og minna Guttavísur
mig alltaf á þig. Í seinni tíð var
ljúft að koma til þín á Egilsbraut-
ina og fannst Kolbrúnu og Tóm-
asi alltaf gott að koma í heimsókn
til þín og fengu þau alltaf að kíkja
í nammiskálina góðu.
Það var alltaf stutt í hláturinn
og gleðina og varst þú mikill húm-
oristi alveg fram á síðustu stund.
Þú stóðst alltaf föst á þínu og er
ég nokkuð viss um að ég hafi
fengið þrjóskuna frá þér í skírn-
argjöf. Ég hlæ ennþá að því þeg-
ar þú áttir að fara í sjónpróf á
gamals aldri til að athuga hvort
þú gætir ennþá keyrt. Þú ætlaðir
aldeilis ekki að láta eitthvert
sjónpróf stoppa þig svo þú pant-
aðir þér sjónprófsspjald hjá
Blindrafélaginu og lærðir það ut-
an bókar og að sjálfsögðu stóðstu
sjónprófið. Þú hættir nú að keyra
á þessum tíma en þú vildir að það
yrði þín ákvörðun.
Þar sem ég er alnafna þín hef-
ur nú stundum skapast ruglingur
á okkur þrátt fyrir stórt aldurs-
bil. Eitt skipti er mér ofarlega í
minni en það er þegar ég fór til
tannlæknis frekar ung að aldri og
tannlæknirinn var að fara yfir
gamlar tannlæknaskýrslur, verð-
ur frekar skrýtinn í framan og
horfir á mig og svo á mömmu og
segir síðan: „Af hverju í ósköp-
unum er barnið með falskar tenn-
ur?“
Takk fyrir allt elsku amma. Við
munum sakna þín mikið en hugg-
um okkur við yndislegar minn-
ingar.
Þín
Rakel Guðmundsdóttir.
Elsku amma mín, þá er komið
að þér. Þú sagðir alltaf undanfar-
in ár, ef einhver fór: „Ekki vildu
þeir mig núna.“ Þú fékkst langt
og gott líf. Þú sagðist ætla að ná
að halda gott partí á 90 ára af-
mælinu þínu og þá færir þú sko
sátt inn í blómalandið. Það tókst
svo sannarlega og héldum við upp
á þennan merkisáfanga með þér
síðastliðinn júní. Það var alltaf
gott að koma til þín og ég man
alltaf eftir því hversu mikil
spenna það var á laugardögum
þegar við vorum börn, því þá
fengum við barnabörnin alltaf 50
krónur – gullkrabbapening, sem
okkur fannst svo mikill peningur.
Þetta var sko æðislegt. Svo
strunsaði allur skarinn í sjoppuna
og keypti sér húbbabúbba-tyggjó
og bland í poka fyrir afganginn.
Svo var það sko best í heimi að
fara í heitt bað hjá ömmu eftir að
hafa verið úti að leika og kannski
rennandi blautur, ískaldur og of
langt að labba heim, að manni
fannst. En þá tók amma sko fagn-
andi á móti manni með sínum
mjúka og hlýja faðmi.
Ég fer yfir farinn veg og margt
rifjast upp, alls konar minningar
sem ég er svo þakklát fyrir að
eiga og mun varðveita vel, elsku
amma mín. Þú varst mjög heima-
kær en þér þótti samt svo gaman
þegar ég dró þig með mér í bíltúr
á Selfoss og Hveragerði til að
kaupa okkur föt og fá okkur eitt-
hvað gott í gogginn. En á seinni
árum fækkaði þeim ferðum mikið
því að fætur þínir voru farnir að
gefa sig og þú áttir orðið svo erf-
itt með gang. Þú varst mikill
húmoristi og blótaðir ansi oft. Ég
hafði svo gaman af þessum húm-
or þínum og hlógum við svo oft
saman að hinu og þessu, því við
vorum mjög líkar að þessu leyti.
Mér þykir afskaplega vænt um
síðustu ferðina okkar sem við fór-
um í saman. Þá héldum við saman
upp á það að afi hefði orðið 100
ára. Við fórum svo að leiðinu hjá
afa og út að borða.
Æ elsku amma mín, þrátt fyrir
háan aldur þinn er svo erfitt að
kveðja þig, en ég veit að þetta var
það sem þú varst farin að þrá og
það huggar brotið hjartað mitt.
Ég vona að afi hafi tekið vel á
móti þér og ég trúi því að núna
hlaupir þú frjáls, án göngugrind-
arinnar, og sért kvalalaus. Þín
verður sko sárt saknað, elsku
amma mín. Takk fyrir allt, góða
ferð og sjáumst aftur seinna.
Farinn ert á friðarströnd
frjáls af lífsins þrautum.
Styrkir Drottins helga hönd
hal á ljóssins brautum.
Englar allir lýsi leið
lúnum ferðalangi.
Hefst nú eilíft æviskeið
ofar sólargangi.
(Jóna Rúna Kvaran)
Innilegar kveðjur frá Sigga,
Elísabetu og Anítu.
Þín
Svanhildur.
Mig langar að minnast Rakel-
ar, elskulegrar tengdamóður
minnar, með nokkrum orðum.
Hún var mikil sveitastelpa.
Hún sagði mér oft frá því þegar
hún var barn hvað hún naut þess
að búa í sveitinni en hún var fædd
og alin upp fyrstu árin í Eyði-
Sandvík í hinum gamla Sandvík-
urhreppi. Rakel missti ung móð-
ur sína en pabbi hennar giftist
aftur Margréti Kristjánsdóttur
sem gekk henni í móðurstað. Eft-
ir að hún fluttist með pabba sín-
um og stjúpu til Reykjavíkur fór
hún um leið og skóla lauk á vorin
út á land sem kaupakona eitthvað
í sveit.
Eitt sumarið fór hún sem
kaupakona að Mosfelli í Gríms-
nesi og þar kynnist hún verðandi
eiginmanni sínum, Garðari Þor-
steinssyni, og þau giftust árið
1948 eftir að lýst hafði verið með
þeim að fornum sið. Vorið 1948
fluttust þau að Setbergi í Hafn-
arfirði og voru þar í kaupa-
mennsku yfir sumarið. Haustið
1948 fluttu þau á Korpúlfsstaði og
bjuggu þar í 10 ár. Árið 1958
keyptu þau Ormsstaði í Gríms-
nesi í félagsbúi við Gunnlaug
bróður Garðars og Ester konu
hans og bjuggu hjónin saman þar
til ársins 1962 þegar Gunnlaugur
og Ester fluttu. Rakel og Garðar
bjuggu á Ormsstöðum til 1971 en
þá fluttust þau til Þorlákshafnar.
Það þurfti meira að hafa fyrir
lífinu í þá daga. Rakel fór t.a.m. í
vinnu með elstu börnin þrjú til
bróður síns, Gunnars Níels, sem
átti og rak hótelið Fornahvamm í
Borgarfirði.
Þau Garðar fóru þó nokkrar
ferðir utan og höfðu mjög gaman
af að ferðast. Rakel hélt áfram að
skreppa í utanlandsreisur á með-
an heilsan leyfði.
Margar minningar fljúga í
gegnum hugann, sérstaklega
minnisstæð er ferð í Silla og
Valda-bústaðinn í Grímsnesinu
með fjölskyldunni, draugasög-
urnar, fjörið, veiðin.
Fjölskylduútilegurnar á sumr-
in. Dagsferðirnar með nesti eitt-
hvað út í náttúruna, alltaf var fjöl-
skyldan með. Besta berjalandið
var á ákveðnum stað í Grímsnes-
inu og ég fer ennþá þangað í
berjamó.
Hvíl í friði mín kæra tengda-
mamma.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem)
Hafdís.
Rakel
Guðmundsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
VILHELMÍNA ÞORVALDSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir/Eirarholti
19. desember.
Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju
fimmtudaginn 7. janúar klukkan 13.
Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Eirarholts fyrir frábæra
umönnun. Streymi frá athöfn er á
https://youtu.be/TAdQYrHJm7w
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Skjólið á vegum
Hjálparstarfs kirkjunnar eða bergid.is/styrkir
Elísabet Vernharðsdóttir Hans Erlandsson
Sunna Hansdóttir Joakim Ojanen
Kristján Erlandsson
Sólveig Hansdóttir
Sigríður S. Vernharðsdóttir
Vernharður Reinhardsson Tinna Björk Hilmarsdóttir
Elísabet S. Reinharðsdóttir Tómas Helgi Stefánsson
Kær bróðir og mágur,
VALUR GUÐMUNDSSON,
lést á Fellsenda, Dalasýslu,
þriðjudaginn 29. desember.
Örn Guðmundsson Hulda Guðmundsdóttir
Sólveig Guðmundsdóttir
Sævar Guðmundsson Elín Ólafsdóttir
og aðrir aðstandendur
Okkar ástkæri
SVERRIR GUNNARSSON
skipasmíðameistari,
Herjólfsgötu 38, Hafnarfirði,
lést á líknardeild Landspítalans föstudaginn
1. janúar.
Kristrún Stefánsdóttir
Inga María Sverrisdóttir Guðfinnur Einarsson
Svanhildur Kr. Sverrisdóttir Bjarni Bjarnason
Marteinn Sverrisson Margrét Halldórsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur
Elsku eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
ANNA GUÐLAUG ÞORSTEINSDÓTTIR
frá Reykholti, Fáskrúðsfirði,
til heimilis að Frostafold 14,
Reykjavík,
lést í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu
fimmtudaginn 31. desember.
Útförin verður auglýst síðar.
Ólafur Kristinsson
Kristinn Ólafsson Cecilie B. Björgvinsdóttir
Þorsteinn Ólafsson Lise M. Kaspersen
Aðalbjörg Íris Ólafsdóttir Eiríkur Ingvarsson
Brynjar Ólafsson Melanie Davíðsdóttir
Örvar Omrí Ólafsson Kolbrún Kjartansdóttir
Ástkær faðir, tengdafaðir, afi, langafi
og bróðir,
HELGI ÓLAFSSON,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans eftir
erfiða baráttu við Covid-19 mánudaginn
28. desember, umvafinn sínum nánustu.
Útförin fer fram í Garðakirkju föstudaginn 8. janúar klukkan 15.
Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verða eingöngu nánustu
aðstandendur viðstaddir. Streymi frá athöfn verður á
https://www.facebook.com/groups/424218875595333/
Heiðbjört J. Helgadóttir Willem van Beek
Gunnar Örn Helgason Rannveig Hrönn Brink
Guðrún Ólafsdóttir
Elsa Ólafsdóttir
Jóhanna Ólafsdóttir
Hulda Ólafsdóttir
Ólafía Ólafsdóttir
barnabörn og barnabarnabarn