Morgunblaðið - 05.01.2021, Side 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 2021
✝ Friðrik Haf-steinn Guð-
jónsson fæddist í
Reykjavík 8. febr-
úar 1927. Hann
andaðist á hjúkr-
unarheimili Hrafn-
istu við Sléttuveg
20. desember 2020.
Foreldrar hans
voru Guðjón Guð-
mundsson frá Arn-
kötludal í Kirkju-
bólshreppi, f. 11. maí 1873, d.
13. júní 1951, verkstjóri hjá
Reykjavíkurbæ, og Sigríður
Hákonía Bjarnadóttir frá
Reykhólum í Reykhólasveit, f.
26. júní 1888, d. 27. ágúst 1953.
Þau eignuðust sex börn;
Bjarndísi er lést í æsku, Jó-
hönnu Sigríði, Sigurdísi, Þor-
björgu, Jóhönnu Kristínu og
Friðrik Hafstein. Börn Guðjóns
frá fyrra hjónabandi voru Hall-
dóra, Haflína og Guðmundur.
Hafsteinn kvæntist 16. júlí
1949 Halldóru Ólöfu Jens-
ur Guðríðar er Óskar Daði Pét-
ursson, f. 24. desember 1975.
Hafsteinn kvæntist 9. febr-
úar 1974 Guðmundu Sig-
urveigu Kristjánsdóttur, f. 12.
mars 1930, d. 7. júní 1974.
Hinn 5. desember 1975 gekk
Hafsteinn síðan í hjónaband
með Ingibjörgu Jónu Jóns-
dóttur, f. í Reykjavík 5. desem-
ber 1927, d. 20. nóvember 1999.
Sambýliskona Hafsteins er
Guðbjörg Sigríður Kristjóns-
dóttir.
Hafsteinn ólst upp á Lauga-
veginum í Reykjavík. Hann fór
ungur að vinna eins og tíðk-
aðist þá um krakka en hóf síð-
an nám í skipasmíði og vél-
virkjun og lauk meistaraprófi í
þeim iðngreinum. Hafsteinn
vann í Vélsmiðju Jens Árnason-
ar við Spítalastíg 6 hjá tengda-
föður sínum og tók seinna við
rekstri smiðjunnar. Þegar
verkefnum fjölgaði byggði Haf-
steinn nýja vélsmiðju í Súðar-
vogi 14 og Dugguvogi 1b.
Rekstur vélsmiðjunnar varð
ævistarf hans.
Útför Hafsteins fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 5. janúar
2021, klukkan 11. Vegna að-
stæðna verða aðeins nánustu
aðstandendur viðstaddir.
dóttur, f. á Pat-
reksfirði 3. sept-
ember 1929, d. 19.
apríl 1979, þau
skildu. Börn
þeirra: 1) Sjöfn, f.
3. júní 1949, maki
Ólafur Snorri Sig-
urðsson, f. 26. nóv-
ember 1947. Dóttir
þeirra er Sigrún, f.
24. desember 1977,
maki Ólafur Fáfnir
Sigurgeirsson, f. 2. apríl 1972,
þau skildu. Börn þeirra: Snorri
Már, f. 27. október 2006, og
Brynja Sjöfn, f. 11. október
2011. 2) Jens Gunnar, f. 26.
október 1950, d. 26. apríl 2000.
Maki Guðríður Óskarsdóttir, f.
25. febrúar 1948. Dóttir þeirra
er Hafdís Björk, f. 27. mars
1982. Sambýlismaður hennar
er Ívar Freyr Hafsteinsson, f.
7. maí 1985. Börn þeirra eru
Gunnar Daði, f. 9. mars 2018,
og Vigdís Edda, f. 19. júní
2020. Fóstursonur Jens og son-
Mig langar að minnast tengda-
föður míns í nokkrum orðum.
Einn af okkar fyrstu fundum var
uppi í Breiðholti þegar hann var
að bjástra við útidyrahurðina hjá
sér, en hún hafði orðið fyrir smá
skemmdum. Þetta var kannski
það sem einkenndi hann, að hafa
alltaf allt í lagi hjá sér og í sínu
fyrirtæki. Hafsteinn var vélsmið-
ur og rak fyrirtækið Jens Árna-
son ehf. en fyrirtækið hafði hann
keypt af fjölskyldu fyrri konu
sinnar Halldóru. Hann fékk lóð
undir fyrirtækið í Súðarvogi í
Reykjavík og byggði tvö stór hús,
annað undir smiðjuna og hitt und-
ir lager og geymslu. Hafsteinn
átti marga trygga viðskiptavini og
naut virðingar innan sinnar
starfsstéttar. Hann var harðdug-
legur maður bæði í vinnu og öðru
sem hann tók sér fyrir hendur og
tók virkan þátt í starfi Kiwanis-
hreyfingarinnar allt til dauða-
dags.
Hafsteinn var hjálpsamur og
eigum við hjónin honum þakkir
fyrir aðstoðina við að byggja hús-
ið okkar, hann aðstoðaði okkur
meðal annars við flísalögn og
fleira. Við vorum við það að flytja
inn í húsið þegar Hafsteinn heim-
sótti okkur. Hann leit inn og sá að
engar innihurðir voru komnar í
húsið. Þá sagði hann: „Nei, þið
flytjið ekki inn í húsið hurðalaust,
það vil ég ekki.“ Hann tók mál af
öllum hurðargötum og sagði: „Við
förum og pöntum hurðir.“ Síðan
kom hann og setti allar hurðirnar
í með mér og þá var hægt að flytja
inn.
Ekki vorum við neitt mjög nán-
ir vinir, en vináttan jókst mikið
með árunum og áttum við margar
góðar stundir inni í smiðju t.d. við
að byggja stóra húsið, eins og það
var kallað. Eftir að byggingar-
vinnunni var lokið vildi Hafsteinn
hafa snyrtilegt í kringum smiðj-
una og gróðursetti aspir og
steypti plan á milli húsanna. Hann
rak vélsmiðjuna allt þar til hann
hætti rekstri, en það var nokkuð
skyndilega í kjölfar andláts Jens
sonar síns.
Í tómstundum sínum hafði
Hafsteinn gaman af að renna fyr-
ir lax, ferðast og róa til fiskjar.
Margar ánægjustundir átti hann
á Hrólfi sínum hér í Faxaflóanum
að renna fyrir fisk og skjóta svart-
fugl. Ekki var nú amalegt að fá
nýja ýsu eftir róður hjá honum.
Einnig hafði hann unun af því að
skreppa í sólina og slappa af og
fór hann ásamt Guðbjörgu sam-
býliskonu sinni nokkrar sólar-
landaferðir. Þegar kom að þeirri
stund að hann hafði ekki þrek til
að ferðast hafði hann mjög gaman
af því að fara í bíltúr um bæinn og
næsta nágrenni. Allir bíltúrarnir
enduðu inni í smiðju en hann vildi
fylgjast með öllu og spurði hvort
ekki væri allt í lagi og sagði við
mig að ég yrði að sjá um þetta því
hann gæti það ekki lengur.
Nú hefur Hafsteinn fengið
hvíldina og þakka ég fyrir allar
góðu stundirnar sem við áttum
saman. Fjölskyldu Guðbjargar og
Sjafnar minnar votta ég mína
dýpstu samúð.
Snorri Sigurðsson.
„Elskan mín, ég ætla að kveðja
þig … góða nótt“. Svo hljóðuðu
lokaorðin þegar ég kvaddi ást-
kæran afa minn eitt kvöldið í að-
draganda andláts hans. Ekki vissi
ég þá að þetta yrði hinsta kveðjan
en falleg var hún. Afi minn lést fá-
einum dögum síðar.
Afi hafði alla tíð verið mjög
vinnusamur og lagði ríka áherslu
á það. Honum vegnaði vel í sínum
störfum og þekkti marga. Hann
og pabbi voru mjög nánir enda
unnu þeir saman í smiðjunni alla
daga ásamt Sjöfn frænku. Árið
2000 reið mikið áfall yfir fjöl-
skylduna þegar pabbi varð bráð-
kvaddur, þá 49 ára gamall.
Nokkrum mánuðum áður höfðum
við einnig séð á eftir Ingibjörgu
ömmu þannig að þetta var ein-
staklega erfiður tími. Ég leitaði
mikið til afa í kjölfarið, áföllin
styrktu samband okkar því hann
var það næsta sem ég átti sem
föðurímynd. Við höfum verið náin
alla tíð síðan. Ég gladdist þegar
afi og Gígí hófu sambúð. Afi talaði
alltaf svo fallega um hana og sagði
mér margoft hversu þakklátur
hann væri fyrir hana. Gígí er líka
umvafin góðu fólki og hefur fjöl-
skylda hennar einnig reynst afa
vel og fyrir það er ég þakklát.
Afi var svo hnyttinn og með svo
skemmtilegan húmor. Hann hafði
dillandi hlátur og sló sér oft á lær
þegar hann flissaði yfir einhverju
skemmtilegu. Í gamla daga
stundaði hann böllin af fullum
krafti og rifjaði oft upp söguna af
því þegar þeir strákarnir voru
fengnir til að starta böllunum í
Gúttó. Það kostaði tíu krónur inn
en þeir drengirnir fengu frítt
enda biðu stúlkurnar í röðum eftir
að vera boðið upp í dans. Afi elsk-
aði að dansa og honum fannst
hann ekkert geta gert ef hann
gæti það ekki. Honum var oft um-
hugað um tilhugalíf mitt og í nán-
ast hvert sinn sem við hittumst
tók hann í hönd mína og leitaði að
hring, sagði svo ákveðið: „Hva,
ætlarðu ekkert að fara að gifta
þig?“ og flissaði svo. Þetta þótti
mér alltaf jafn fyndið en hann var
jú af gamla skólanum og sagði
bara hlutina hreint út. Ég fann að
hann var mjög sáttur þegar hann
kynntist Ívari manninum mínum
og sá að þarna var kominn inn í líf
mitt góður maður. Mér þótti svo
vænt um það þegar ég sat hjá afa
núna í desember að hann sagði við
mig: „Hann er svolítið líkur mér,
maðurinn þinn, hann er hörku-
duglegur.“ Þessi setning er mjög
lýsandi fyrir afa. Þrátt fyrir að
hann hafi einungis þekkt Ívar í
tæp sex ár þá fannst honum strax
mikið til hans koma.
Það var sumarið 2015 þegar ég
var að „passa“ afa eina helgina,
eins og hann sjálfur sagði og hló,
að ég kynnti honum Spotify. Ég
tók upp símann og spurði hann
hvaða lög hann vildi heyra. Fyrir
valinu urðu „Þú komst í hlaðið, Í
dag skein sól, Sestu hérna hjá
mér ástin mín og Tondeleyó.
Þetta var eftirminnileg stund og
mér þykir vænt um öll þessi lög.
Minningarnar eru óteljandi og
það væri hægt að halda endalaust
áfram en ég læt þetta gott heita.
Ég er þakklát fyrir að afi hafi
fengið að kynnast börnunum okk-
ar, Gunnari Daða og Vigdísi
Eddu. Hann spurði mikið um þau
og sýndi þeim alla tíð ást og hlýju.
Við eigum fagra minningu um
ljúfan og góðan afa.
Hvíldu í friði, elsku afi minn.
Þín
Hafdís Björk.
Í dag langar okkur að minnast
Friðriks Hafsteins Guðjónssonar
eða Hafsteins eins og hann var
ávallt nefndur.
Það var fyrir rúmlega 20 árum
sem tengdamamma og hann fóru
að fóru að líta hvort annað hýru
auga. Þau misstu maka sína með
frekar stuttu millibili, voru bæði
einmana og svo fór að þau ákváðu
að stíga danssporið saman. Það
má segja að það sé nokkuð rétt
samlíking því bæði höfðu yndi af
því að dansa.
Tengdamamma var feimin eins
og skólastelpa þegar hún sagði
okkur að þau væru orðin par. Við
fögnuðum því innilega að hún
væri komin með sálufélaga því
fátt er verra en að vera einmana.
Við skemmtum okkur yfir þessu
nýja sambandi og krakkarnir
kölluðu Hafstein gæjann hennar
ömmu.
Gígí fór fljótlega að venja kom-
ur sínar í Miðleitið og svo fór á
endanum að hún flutti sig yfir til
hans. Hafsteinn átti á þessum
tíma lítinn bát sem hann sigldi á
út Faxaflóa og veiddi fisk í soðið.
Gígí var eins og hver önnur sjó-
mannsfrú, beið heima og gerði svo
að þegar hann kom í land.
Þau áttu mjög góðar stundir
Gígí og Hafsteinn og gerðu margt
skemmtilegt saman.
Þau fóru til Kanaríeyja á
hverju ári og slöppuðu af í sólinni
og brugðu sér í minigolf o.fl. Oft
fóru þau á Hótel Örk og voru þar
yfir helgi með eldri borgurum en
hótelið bauð upp á þetta yfir vetr-
artímann. Þau kunnu svo sannar-
lega að njóta lífsins.
Það kom að því að Hafsteinn
treysti sér ekki lengur í fiskitúra
og að endingu seldi hann bátinn
með trega. Hann var ekki maður
sem naut þess að sitja auðum
höndum. Bræðurnir, synir Gígíar,
voru oft að segja honum svona í
samræðutón hvað þeir væru að
framkvæma. Hafsteinn gekk eftir
þessu og þótti þeir oft vera frekar
seinir til verks. Hann sagði þeim
gjarnan hvað hann hefði byggt
mörg hús um dagana og hvað
hann hefði afrekað í vinnu.
Svo kom að elli kerling fór að
herja á gamla manninn, hann fór
að vera gleyminn og átti erfitt
með athafnir sem voru honum
auðveldar áður. Hafsteinn gat
samt oft komið okkur á óvart og
munað einhvern atburð sem allir
voru búnir að steingleyma.
Hann fór í hvíldarinnlögn á
Hrafnistu í byrjun mars af því við
hjónin tókum Gígí með til Te-
nerife. Á meðan hann var á
Hrafnistu bauðst honum svo pláss
á Sléttuveginum og nú var ekki
annað í boði en taka því.
Hann fór svo þangað rétt fyrir
páska. Hann meðtók að það var
ástand í landinu og var ekki mjög
ósáttur að fara á Sléttuveginn.
Það var auðvitað mjög erfitt
fyrir aðstandendurna að hafa
þessar hömlur á heimsóknum en
þetta var bara staðan. Alltaf var
hann jafn glaður að sjá Gígí sína
þegar hún kom og kallaði hana
elskuna sína.
En fljótt skipast veður í lofti,
hann varð fyrir því óláni að detta
og beinbrotna og náði sér ekki eft-
ir það. Hafsteinn lést aðfaranótt
21. desember sl. Hann náði þó að
vera meðvitaður í nokkra daga og
fólkið hans fékk að koma og vera
hjá honum síðustu stundirnar og
kveðja hann. Það er mikils virði.
Við kveðjum þig, Hafsteinn
minn, og þökkum þér samfylgd-
ina í þessi ár sem þú varst einn af
fjölskyldunni.
Brynhildur Geirsdóttir.
Hafsteinn, eins og hann var
ætíð kallaður, var fæddur í
Reykjavík, sonur hjónanna Guð-
jóns Guðmundssonar, bónda í
Arnkötludal í Tungusveit síðar
verkstjóra hjá Reykjavíkurborg,
og Sigríðar Bjarnadóttur hús-
móður. Þau bjuggu á Laugavegi
165 í Reykjavík. Hafsteinn var
yngstur fjögurra systra og
þriggja hálfsystkina samfeðra. Á
hans uppvaxtarárum var eftir-
sóknarvert að komast í iðnnám.
Hann hóf nám í skipasmíði hjá
Slippnum í Reykjavík. Snemma
bar á dugnaði hans og vandvirkni.
Í náminu fékk hann oft að heyra
sem ungur lærlingur, þegar farið
var í kvöld- og næturverk: Takið
Hafstein með ykkur. Á námsár-
unum kynntist hann konu sinni
Halldóru Jensdóttur. Þau byggðu
sér stórt og myndarlegt hús á
Melabraut 2 á Seltjarnarnesi og
eignuðust tvö börn, Sjöfn og Jens.
Stórfjölskyldan var samhent,
minnisstæð eru jólaboðin sem þau
héldu til skiptis heima hjá sér.
Sem smiður smíðaði Hafsteinn
hús og innréttaði íbúð fyrir systur
sínar, allt í launalausri samhjálp.
Hafsteinn var glaðsinna maður,
nærgætinn með mjög hlýja nær-
veru, dugnaðarforkur og vand-
virkur og stóð við sitt í hvívetna.
Halldóra var dóttir Jens Árna-
sonar járnsmiðs, sem átti Vél-
smiðju Jens Árnasonar hf. Jens
bauð Hafsteini að koma til sín í
rennismíðanám með það fyrir
augum að taka við smiðjunni síð-
ar. Að þessu gekk Hafsteinn og
lærði rennismíði og rak fyrir-
tækið með mikilli prýði á meðan
hann gat. Á eftirstríðsárunum var
mikill uppgangur járniðnaðar í
landinu, nánar er vikið að þessum
þætti í aðalgreininni á internet-
inu. Í einkalífinu varð Hafsteinn
að bergja þung áföll lífsins. Hann
kvæntist þremur konum sem
hann missti allar, Halldóru, Guð-
munda dó úr berklum eftir aðeins
fjóra mánuði í hjónabandi, Ingi-
björg dó úr hjartaáfalli 1999 eftir
25 ára hjónaband. Sonurinn, Jens
Gunnar, andaðist ári síðar úr
hjartaáfalli, um það leyti sem
hann átti að taka við rekstri
smiðjunnar. Aldamótaárið varð
Hafsteini þungbært vegna mikill-
ar sorgar, á einni nóttu var samn-
ingurinn sem hann hafði gert við
tengdaföður sinn Jens Árnason
rofinn, mynd hans sem hangið
hafði á vegg á skrifstofu Haf-
steins tekin niður, nú get ég ekki
meir. Voru hans orð. Starfsemi
smiðjunnar var sjálfhætt og hann
orðinn 73 ára og einn. Síðar hóf
hann sambúð með Guðbjörgu
Kristjónsdóttur, Gígí, sem var
orðin ekkja úr vinahópi þeirra.
Hún flutti til hans í Miðleiti 7.
Sambúð þeirra varð báðum mikill
léttir, þar áttu þau sameiginlega
góða daga, þar til heilsan gaf sig.
Niðjum Guðbjargar féll sambúð
þeirra vel og naut hann fljótlega
virðingar og vináttu þeirra.
Hafsteinn skilur eftir sig ljúfa
minningu, hann er maður mikillar
persónu sem kemur og er, en
aldrei fer úr hugum samferða-
fólks síns. Þeim öllum votta ég
innilegustu samúð. Gígi votta ég
dýpstu virðingu og samúð með
þakklæti fyrir allar ljúfu sam-
verustundirnar og samveru við
Hafstein. Sjöfn dóttir Hafsteins
og Snorri maður hennar, Guðríð-
ur og Hafdís, kona og dóttir Jens
Gunnars, innilega samúð og guðs
blessun til ykkar allra.
Meira: mbl.is/andlat
Ólafur Jóhannsson,
systursonur Hafsteins.
Friðrik Hafsteinn
Guðjónsson
Fleiri minningargreinar
um Friðrik Hafstein Guð-
jónsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir og
amma,
DÓRA LYDÍA HARALDSDÓTTIR,
Geitlandi 3, Reykjavík,
varð bráðkvödd á heimili sínu
sunnudaginn 20. desember.
Útförin fer fram frá Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu fimmtudaginn
7. janúar klukkan 15. Í ljósi aðstæðna verða einungis nánustu
aðstandendur viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður streymt á
vefslóðinni: www.filadelfia.is/live
Arinbjörn Árnason Joanne Árnason
Pálína Árnadóttir
Margrét Árnadóttir Þórður Mar Sigurðsson
Haraldur Haraldsson
Páll Haraldsson
Aron James og Joshua Ben
Ástkær móðir okkar, tengdamamma, amma
og langamma,
SÍMONÍA ELLEN ÞÓRARINSDÓTTIR,
lést á aðfangadagskvöld. Útför hennar fer
fram frá Akraneskirkju 5. janúar.
Vegna fjöldatakmarkana verða aðeins
nánustu aðstandendur viðstaddir útförina
en athöfninni verður streymt á https://
www.youtube.com/watch?v=_K4iTX7iSA&feature;=youtu.be
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á að styrkja slysavarnadeildina Líf á
Akranesi eða Einstök börn.
Kristín Helga Ármannsdóttir Brynjólfur Ottesen
Stefán Gunnar Ármannsson Guðfinna Indriðadóttir
Indriði Björn Ármannsson Sif Eir Magnúsdóttir
Ármann Rúnar Ármannsson
Ólafur Bjarni Ármannsson Kristín Helga Ragnarsdóttir
ömmubörn og langömmubörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
GUÐBJÖRG SVAVA EYSTEINSDÓTTIR
frá Broddadalsá,
sem lést á Hrafnistu Hafnarfirði
þriðjudaginn 22. desember, verður
jarðsungin frá Hólmavíkurkirkju fimmtudaginn 7. janúar
klukkan 14. Vegna samkomutakmarkana verða aðeins nánustu
ættingjar viðstaddir en útförinni verður streymt á Facebook í
hópnum Útför Guðbjargar Svövu Eysteinsdóttur.
Slóðin er: www.facebook.com/groups/3768958526481442
Gunnhildur Halldórsdóttir Sigurkarl Ásmundsson
Ásdís Halldórsdóttir
Guðrún Halldórsdóttir Már Sveinbjörnsson
Torfi Halldórsson Unnur Þorgrímsdóttir
Jón Halldórsson
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
GUNNAR A. ÞORMAR
tannlæknir,
lést á hjartadeild Landspítalans við
Hringbraut sunnudaginn 3. janúar.
Kristín Þormar
Andrea Þormar Atli Már Jósafatsson
Ólafur Þormar
Sveinbjörn Þormar Kristín Þórsdóttir
og fjölskyldur