Morgunblaðið - 05.01.2021, Side 22

Morgunblaðið - 05.01.2021, Side 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 2021 ✝ HallgrímurSigurðsson fæddist í Reykja- vík 11. apríl 1944. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 23. desember 2020. Foreldrar hans voru Sigurður Einar Einarsson, f. 13. febrúar 1899, d. 23. maí 1984, bóndi á Hólavatni í Austur- Landeyjum, og kona hans Elín Mið-Dal, Vestur-Eyjafjalla- hreppi, f. 18.4. 1896, d. 1.2. 1969, og kona hans Anný Sofie Kristófersson, f. 12.4. 1918, d. 25.11. 1965. Börn Hallgríms og Mar- grétar eru: 1) Elín Sigríður, f. 1968, maki Sigurjón Eyþór Einarsson, f. 1965, börn þeirra eru a) Hrafnhildur Elínardótt- ir, f. 1987, maki Emilian Jas- inski, f. 1990, börn þeirra eru Alexandra Barbara, f. 2011, Sigurður Einar, f. 2016, og Natalía Rós f. 2017. b) Íris, f. 1991, barn hennar er Emilía Elín, f. 2016. c) Einar Vignir, f. 1996. 2) Anna Helga, f. 1970, börn hennar eru a) Guðjón Arnar Kristinsson, f. 1989, maki Sigríður Jóhannsdóttir, f. 1990, börn þeirra eru Jó- hann Jakob, f. 2013, og stúlka óskírð, f. 2020. b) Bjarni Þór Guðmundsson, f. 1991. c) Eydís Ósk Guð- mundsdóttir, f. 1993, maki Dagur Egilsson, f. 1988, börn þeirra eru Valtýr Nökkvi, f. 2011, og Ísold Nótt, f. 2015. 3) Hafdís Björk, f. 1972, d. 2019, eftirlifandi maki Sæ- mundur Ólafsson, f. 1978, barn þeirra er Margrét Alda, f. 2006. Hallgrímur var lengst af bóndi á Hólavatni og eftir að þau hjón brugðu búi vann hann við ýmis störf, aðallega sem vörubílstjóri og véla- viðgerðamaður. Útför Hallgríms fer fram frá Áskirkju í dag, 5. janúar 2021, klukkan 13. Jónína Ingv- arsdóttir, f. 1. mars 1906, d. 17. mars 1991. Systir hans er Guðbjörg Gunnlaugsdóttir, f. 1950. Hallgrímur kvæntist 11. jan- úar 1969 Margréti Helenu Högnadótt- ur, f. 19. október 1939, d. 27. maí 2020. Foreldrar hennar voru Högni Kristófersson, bóndi í Nú ertu horfinn í himnanna borg og hlýðir á englanna tal. Burtu er kvíði, sjúkdómur, sorg í sólbjörtum himnanna sal. Þeim öllum sem trúa og treysta á Krist þar tilbúið föðurland er. Þar ástvinir mætast í unaðarvist um eilífð, ó, Jesú, hjá þér. (Ingibjörg Jónsdóttir) Elsku pabbi minn, ég þakka samfylgdina í gegnum lífið. Þín dóttir, Elín Sigríður Hallgrímsdóttir. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Ekki datt mér í hug að þú færir svona fljótt, Halli minn, en eftir að Stúlla þín kvaddi hrak- aði þér mikið. Það er sárt að geta ekki hringt í þig bara til að spjalla. Þú varst duglegur að koma og sitja hjá henni Mar- gréti Öldu afabarni þínu og mað- ur gat oft leitað til þín ef maður þurfti einhverja aðstoð. Þér fannst gaman að koma í Hjalta- bakkann til að spjalla eða bara til þess að fá þér kaffibolla. Þú varst alltaf svo opinn og ég er svo þakklátur að hafa kynnst þér en núna ertu kominn til hennar Stúllu þinnar og Hafdís- ar dóttur þinnar. Sæmundur Ólafsson. Hallgrímur Sigurðsson ✝ Elsa ÞórdísÓskarsdóttir fæddist í Tuma- brekku í Óslands- hlíð Skagaf. 8. maí 1937. Hún lést 23. des. 2020. Elsa var dóttir hjónanna Ástu Pálínu Hart- mannsdóttur, f. 10. ág. 1911, d. 25. ág. 1981, og Óskars Stefáns Gíslasonar, f. 24. jan 1907, d. 27. maí 2001. Bræður hennar: Gísli Hólm, f. 18. maí 1932, d. 25. mars 2013, og Hartmann Halldór, f. 17. feb. 1947. Elsa giftist í Grafarkirkju í Skagafirði 30. maí 1963 Ingi- mar Kr. Skjóldal lögreglu- manni, f. 29. mars 1937, frá Ytra-Gili í Hrafnagilshr. Eyja- firði. Börn þeirra eru: 1) Eygló Jensdóttir, f. 1. okt. 1957, gift Birni Austfjörð. Börn þeirra eru: 1a) Heiðar Aust- fjörð, kvæntur Guðbjörgu Eyj- ólfsdóttur. Börn þeirra eru Auður Eva, Atli Rúnar og nóv. 1969, kvæntur Nönnu Björgu Hafliðadóttur. Börn þeirra eru: 4a) Steinunn Lauf- ey, gift Jóni Kjartanssyni. Börn þeirra eru Bjartur Ingi og Guð- björg Jana. 4b) Sandra Karen, í sambúð með Andreasi P.W. Gunnarssyni og synir þeirra eru Leon Manuel og Kristofer Jaki. 4c) Kristófer Levi. 4d) Ingimar Skjóldal. Elsa ólst upp hjá foreldrum sínum í Þúfum í Óslandshlíð. Hún gekk í farskóla í Hlíðar- húsinu og var síðar í Kvenna- skólanum á Löngumýri. Til Ak- ureyrar kom hún í vist en gerð- ist svo starfsstúlka á Berkla- hælinu í Kristnesi og síðar á FSA. Þegar börnin voru komin á legg vann hún hálfan daginn á veturna á ÚA. Síðar vann hún hjá Hrímni og í Kjarna- fæði. Þau hjón ferðuðust bæði inn- anlands og utan og gerðu mik- ið af því alla tíð. Útför er frá Akureyr- arkirkju í dag, 5. janúar 2021, klukkan 13.30. Steymt verður á facebook- síðu Akureyrarkirkju. Stytt slóð á streymi: https://tinyurl.com/y9bd4tnb/. Virkan hlekk á tengil má finna á: https://www.mbl.is/andlat/. Björn Elvar. 1b) Elsa Austfjörð, gift Snæþóri Vernharð- ssyni. Börn þeirra eru: Anton Breki, Vernharður Ingi, Snædís Lind og Óskar Karel. 2) Dýrleif Skjól- dal, f. 10. apr. 1963, gift Rúnari Arasyni. Synir þeirra eru: 2a) Sævar Ingi, kvæntur Chomphu Nuatnao. Börn þeirra eru: Rún- ar Siththichai, Ragnar Kittichai og Rósa Chayani. 2b) Steinar Logi, í sambúð með Elínu Rós Jónasdóttur og dóttir þeirra er Sunna Berglind. 2c) Sindri Snær, í sambúð með Kristínu Guðmundsdóttur. 3) Hafdís Skjóldal, f. 9. des. 1964. Börn hennar eru: 3a) Ingimar Skjóldal, á dæturnar Ester Evu og Emilíu Björt. 3b) Páll, á soninn Adrian Tandra. 3c) Guðný Halla, á dótturina Ólöfu Diljá. 3d) Elsa Björg. 4) Kristján Skjóldal, f. 8. Þá er komin kveðjustund og þú að eigin sögn að dansa við pabba. Þú hafðir beðið lengi en loks fékkstu ósk þína uppfyllta og fékkst að fara. Eftir standa minn- ingar um litríka, aðallega bleika, konu sem dansaði og söng í eld- húsinu í Hlíðargötu. Mömmu sem eldaði, bakaði, saumaði, prjónaði, reifst og skammaðist, hló og dansaði, talaði og söng og lagaði stundum til. Mömmu sem átti fullt af skrítnum og skemmtileg- um hlutum. Mömmu sem fannst ekkert mál að hafa gæludýr, hvort sem það voru kettir, hundar, kanínur, naggrísir, hamstrar eða mús. Mömmu sem átti margar vinkonur sem hún hélt góðu sambandi við. Mömmu sem las allt sem hún náði í og púslaði fram á morgun ef því var að skipta. En fyrst og fremst mömmu sem elskaði sinn mann heitt og innilega. Vinnan á Krist- neshæli varð til þess að þið kynntust og urðuð ástfangin. Jafnvel þótt þú hafir talið hann vera Móra sjálfan þegar þú sást hann fyrst. „Þá var hann klæddur í mó- rauða peysu með mórauða húfu og mórauður í framan,“ varstu vön að segja og um leið færðist heitt blik í augu þín. Bæði höfð- uð þið áhuga á ferðalögum og ferðuðust víða, bæði innanlands og utan. Alls staðar unduð þið ykkur vel og höfðuð frá mörgu að segja og sýna þegar heim var komið. Elsku mamma, njóttu þess að dansa, hlæja, syngja og gleðjast, þú átt það svo sannarlega skilið. Farðu í friði, friður guðs þig blessi. Dýrleif (Dilla), Kristján (Stjáni), Eygló og fjölskyldur. Elsku mamma, nú ertu komin til pabba eins og þú hefur þráð lengi. Þegar ég var lítil varst þú alltaf heima. Saumaðir og prjón- aðir á okkur fötin, bakaðir og eld- aðir sem var ein af þínum ástríðum, áttir fulla skúffu af uppskriftum og alltaf að prufa eitthvað nýtt. Þú söngst og dans- aðir alltaf með útvarpinu og kunnir flesta íslenska texta og hafðir gaman af vísum og ljóðum. Þú elskaðir dýr og kenndir okkur að umgangast þau. Ófáa ketti höfðum við eignast ásamt hund- um, hömstrum, naggrísum, kan- ínum og mús sem þú komst einu sinni með heim og pabbi smíðaði búr handa henni, í eldhúsglugg- anum lifði hún í nokkur ár, og hún Trýna sem eignaðist fullt af kettlingum um ævina sem þú ólst upp á koddanum hjá þér. Alltaf fannst þér gaman að ferðast og á sumrin var staflað í bílinn, útilegudóti og stóru eld- hústöskunni sem þú áttir með diskum, glösum, hnífapörum og alls konar döllum sem þú fylltir á krydd, smjör og annað nytsam- legt. Á áfangastað varst það þú sem sást um að koma öllu fyrir í tjaldinu og eldaðir svo mat á prímus meðan pabbi fór með okk- ur krakkana í skoðunarferð um svæðið. Þetta eru ógleymanlegir tímar. Seinna ferðuðust þið pabbi bæði innanlands og utan, ófáar myndir eru til úr þeim ferðum. Alltaf var Hlíðargatan eins og félagsmiðstöð; aukabörn í matar- og kaffitímum. Þegar þú svo fórst að vinna úti keyptirðu þér fallega hluti og litskrúðug föt, varst allt- af svo fín og elskaðir glingur. Hafðir gaman af að dansa og skemmta þér í góðra vina hópi. Þegar svo pabbi féll skyndilega frá var eins og allur lífsvilji þinn færi líka; brosið þitt og hlátur- rokurnar hættu næstum alveg og þegar svo þú fékkst blóðtappa tvisvar með stuttu millibili þá vildir þú bara fá að fara, en löng var biðin. Það eru ótal minningar sem ég geymi í hjartanu. Ég veit að nú eruð þið pabbi saman á ný og þér líður miklu betur, dans- andi og syngjandi, því trúi ég. Hvíl í friði og hafðu þökk fyrir allt, elsku mamma mín. Þín Hafdís (Haddý). Elsa Þórdís Óskarsdóttir Raðauglýsingar Tilboð/útboð Óskað er eftir tilboðum í viðgerðir og viðhaldsaðgerðir á tveimur af fjórum árlokum (yfirfallslokum) í straumgáttum lokumannvirkis við Ísakot sem staðsett er austan við Bjarnalón, inntakslón Búrfellsstöðvar. Verktími 15.4.2021 – 15.10.2022 Vettvangsskoðun 12. janúar 2021, kl. 10 Útboðsgögn og skil á tilboðum eru í gegnum útboðsvef Landsvirkjunar utbod.landsvirkjun.is Skilafrestur á tilboðum 2.2.2021, kl. 14 Nöfn bjóðenda og heildarfjárhæðir verða birtar eftir kl. 14 sama dag á útboðsvefnum. Útboð nr. 20340 Viðgerð á árlokum við Ísakot Búrfellsstöð Félagsstarf eldri borgara Seltjarnarnes Starfsfólk félags- og tómstundastarfs óskar ykkur öllum gleðilegs árs og þakkar liðnar stundir. Nú höldum við áfram þar sem frá var horfið fyrir jólin og byrjum dagskrána í þessari viku. Námskeiðin verða í samráði við leiðbeinendur. Krókurinn er opinn fyrir íbúa á Skólabraut og jóga byrjar nk. fimmtudag með sama fyrir- komulagi og verið hefur. Minnum á opnun sundstaða, hreyfingu og almennar sóttvarnir. atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Húsviðhald Borðað of mikið yfir hátíðarnar ?, og er erfitt að gera það sem þarf að gera ? Tek að mér ýmisskonar húsaviðhald ofl.,ofl. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju við andlát og útför ástkærs föður, tengdaföður, afa og bróður, BJARNA KRISTJÁNSSONAR, fyrrverandi bónda, Þorláksstöðum í Kjós. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Hrafnistu við Sléttuveg og starfsfólki Landspítalans fyrir alúð og hlýju við umönnun Bjarna. Kristján Bjarnason Jón Bjarnason Runólfur Bjarnason Þórunn Björk Jónsdóttir Guðrún Bjarnadóttir Ágúst Bjarnason Christina Miller Inga Rún og Runólfur Kristófer Logi og Kolbrún Lind systkini og fjölskyldur Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.