Morgunblaðið - 05.01.2021, Síða 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 2021
Netverslun
www.skornir.is
ÚTSALAN ER HAFIN!
30-60%AFSLÁTTUR
SMÁRALIND
www.skornir.is
Útsöluverð
10.797
Verð áður 17.995
Stærðir 36-42
Sky 24 kuldaskór
Mjúkt leður að utan – Ullarfóður að innan – Grófur stamur gúmmísóli
„MÆTTI ÉG FARA INN Á UNDAN? ÞETTA ER
ALGERT NEYÐARTILVIK.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
... að uppgötva að hún
elskar líka ítalskan mat.
FYRSTI KAFFIBOLLI
MORGUNSINS GEFUR
TÓNINN FYRIR DAGINN
HVERNIG ER
KOFFÍNLAUSA
KAFFIÐ?
ÉG HEF ÁKVEÐIÐ AÐ ÉG ÆTLA AÐ VERÐA
BÓKAGAGNRÝNANDI AÐ ATVINNU ÞEGAR ÉG
VERÐ STÓR!
DÝRI
ER EITTHVAÐ UPP ÚR ÞVÍ AÐ HAFA? ÞVÍ ÉG
HEF SAGT ÞAÐ ÁRUM SAMAN AÐ BÆKUR ERU
TÍMASÓUN!
„SKO, ÞETTA ER ÞAÐ SEM VIÐ VITUM Á
ÞESSUM TÍMAPUNKTI …”
valinu varð borgin Leipzig í
Þýskalandi. Við hjónin ákváðum að
nýta þetta tækifæri til fulls og tók-
um tvö yngri börnin með okkur út
og fóru þau í skóla þar.“
Áhugamál Þorkels eru golf og
ferðalög. „Sjálfum finnst mér ég
aldrei spila nógu oft golf, en það
eru ekki allir á heimilinu á sama
máli. Ég byrjaði að gutla í þessu
um tvítugt en hef aldrei litið á mig
sem keppnismann heldur fyrst og
fremst til að hafa gaman af þessu
og vera með vinum mínum,“ en
Þorkell er með 11 í forgjöf og bú-
inn að fara holu í höggi.
Þorkell hefur einnig gaman af
að ferðast erlendis bæði með fjöl-
skyldu og vinum, en eins og marg-
ir Íslendingar ferðaðist hann inn-
anlands í fyrra og
enduruppgötvaði landið. „Við fór-
um á Vestfirði og leigðum svo hús
með vinum í Svarfaðardal og end-
uðum svo á hinni ómissandi árlegu
ferð í Flatey með vinafólki okkar.
Þetta var bara alveg yndislegt
sumar.“
Fjölskylda
Eiginkona Þorkels er Sigríður
Jóhanna Sigurðardóttir, f. 24.9.
1972, deildarstjóri hjá Hrafnistu í
Boðaþingi. Foreldrar Sigríðar eru
hjónin Sigurður Kjartan Lúðvíks-
son, f. 18.8. 1948 í Keflavík, og
Anna Hulda Óskarsdóttir, f. 26.8.
1949 í Reykjavík. Þau eru búsett í
Kópavogi.
Börn Þorkels og Sigríðar eru: 1)
Þórunn, f. 25.3. 1998, starfsmaður á
leikskóla; 2) Hjálmar Tumi, f. 10.1.
2002, nemi; 3) Hulda María, f. 12.4.
2006, nemi.
Systkini Þorkels eru Bjarki H.
Diego, f. 19.3. 1968, lögmaður, bú-
settur í Reykjavík, og Dagbjört
Ágústa H. Diego, f. 19.8. 1979,
viðskiptafræðingur, búsett í Kópa-
vogi.
Foreldrar Þorkels eru hjónin
Hjálmar Þorkelsson Diego, f. 2.8.
1943, skipstjóri, og Dagbjört Hilm-
arsdóttir Bergmann, f. 14.12. 1947,
verslunarmaður. Þau eru búsett í
Kópavogi.
Þorkell
Hjálmarsson Diego
Dagbjört Ágústa Jónsdóttir Bergmann
húsfreyja í Keflavík
Eyvindur Magnússon Bergmann
formaður í Keflavík
Gísllaug Bergmann
framreiðslustúlka í Reykjavík
Hilmar Sigurjón Reynir Karlsson
sjómaður og verktaki í Reykjavík
Dagbjört Bergmann
Hilmarsdóttir
verslunarmaður í Kópavogi
Þuríður Jónasdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Karl Stefán Daníelsson
prentari í Reykjavík
Arnheiður Björnsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Sveinn Einarsson
steinsmiður í Reykjavík
Jóna Sveinsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Þorkell Guðmunds Hjálmarsson Diego
forstjóri í Reykjavík
Halldóra Friðgerður Sigurðardóttir
húsfreyja í Reykjavík
Hjálmar Diego Jónsson
bókari í Reykjavík
Úr frændgarði Þorkels Hjálmarssonar Diego
Hjálmar Þorkelsson Diego
skipstjóri í Kópavogi
Þórarinn Eldjárn yrkir „Efstef“:Þéttan ljóða vef ég vef
vel bið forláts ef ég gef
ykkur svona stef og stef
sem stolið hef.
Hjálmar Jónsson sendi nýárs-
kveðjur:
Fram á veg flestu miðar,
fárið mun hníga til viðar.
Vinur minn góður,
hér vitja þín, hljóður
og óska þér árs og friðar.
Á nýársdag sendi Guðmundur
Arnfinnsson Breiðfirðingum sem
og landsmönnum öllum til sjávar og
sveita nýársósk:
Víkur senn burt veirufár,
vorið strýkur milt um brár.
Gleðilegt og gott nýtt ár
gefi öllum Drottinn hár.
Dagbjartur Dagbjartsson sendi
Breiðfirðingum til glaðnings eina
eftir Eggert Stefánsson frá Kleifum
og sagði, að hún gæti verið ort um
snemmsumarsnótt:
Kvölda tekur dagur dvín
dögg er sveipuð jörðin.
Aldrei fegri sólarsýn
sást við Breiðafjörðinn.
Hafsteinn Reykjalín Jóhannesson
sendir þessa kveðju:
Verjum þessum vetri til
varnar öllum fárum.
Höfum ennþá handar bil,
hlífum sorg og tárum.
Helgi R. Einarsson segir, að
mörgum reyndist gamla árið erfitt
og að árið 2020 sé kvatt án trega:
Enn nú eitt er runnið
út að fullu brunnið.
Ei til fjár,
feigðarár.
Fátt var í það spunnið.
Enn segir Helgi að oft sé gott að
hófstilla áramótaheitin; „Gömul
saga og ný“:
Mikils vísir er mjór
með markmiðin göfug og stór.
Samt baslinu í
oft endar á því
annarra’ að moka flór.
Helgi slær svo botninn í kveð-
skapinn með því að segja: „Verum
bjartsýn á nýju ári!“
Bjarni Stefán Konráðsson yrkir í
„Stöku-vísum“
Að vera að spá, það virðist mér
vera ljóta glíman,
sérstaklega ef það er
eitthvað fram í tímann.
Alltaf kastað út í horn
ef annað var á sveimi.
Svona er að vera sannleikskorn
í síljúgandi heimi.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Verum bjartsýn á nýju ári!