Morgunblaðið - 05.01.2021, Síða 27

Morgunblaðið - 05.01.2021, Síða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 2021 Annað kvöld fer fram fyrsti leikurinn í mjög sérstöku þriggja leikja einvígi gegn Portúgal þegar liðin mætast í undankeppni Evr- ópumóts karla í handbolta í portúgölsku borginni Matosinhos. Á aðeins níu dögum mætast Ísland og Portúgal þrisvar, fyrst heima og heiman í undankeppni EM og síðan í fyrsta leiknum á heimsmeistaramótinu í Egypta- landi. Annað kvöld verður afar fróð- legt að sjá hvar íslenska liðið stendur í dag. Það fór á kostum í nóvember þegar það valtaði yfir Litháen í undankeppni EM í Laug- ardalshöll og vann þar fyrsta leik keppninnar með sextán marka mun. Nú er staðan hins vegar talsvert breytt því Aron Pálmarsson verð- ur ekki með, hvorki í þessum leikj- um né á HM. Ekki þarf að fjölyrða um hversu mikil áhrif það hefur á liðið að leika án síns besta sóknar- manns en nú þurfa Guðmundur þjálfari og leikmennirnir að bregð- ast rétt við. Þegar lykilmaður heltist úr lestinni er besta leiðin til að fylla skarðið að allir hinir bæti leik sinn um fimm prósent og liðsheildin verði þéttari. Þetta er líka tækifæri fyrir menn á borð við Ólaf Guðmunds- son og Elvar Örn Jónsson til að taka meiri ábyrgð á sínar herðar og láta ljós sitt skína svo um munar í sóknarleik Íslands. Ólafur hefur reynsluna af fjölda stórmóta og á annað hundrað landsleikja, ásamt því að vera með gríðarlega reynslu úr Meistaradeild Evrópu og Elvar hefur komið upp hratt sem einn af bestu sóknarmönnum liðsins. Boltinn er hjá ykkur, strákar. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is HANDBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Íslenska karlalandsliðið í hand- knattleik hélt í gær til Portúgal en þar mætast Portúgal og Ísland í undankeppni EM 2022. Leikurinn fer fram í Porto og markar upphafið á mikilli törn hjá íslenska landslið- inu. Þjóðirnar mætast aftur á Ás- völlum í Hafnarfirði á sunnudaginn í sömu keppni. Í framhaldinu hefst svo HM í Egyptalandi og þar er Portúgal fyrsti andstæðingurinn en í riðli Íslands á HM leika einnig Alsír og Marokkó. Ísland fór létt með fyrsta and- stæðinginn í undankeppni EM þeg- ar liðið burstaði Litháen í Laug- ardalshöll í nóvember, 36:20. Portúgal hefur unnið fyrstu tvo leik- ina gegn Litháen og Ísrael en leik Íslands og Ísrael var frestað með fremur skömmum fyrirvara. Sextán leikmenn héldu utan í gær en Björgvin Páll Gústavsson, Elliði Snær Viðarsson, Kristján Örn Kristjánsson og Magnús Óli Magn- ússon, sem eru í hópnum sem valinn var seint á síðasta ári, urðu eftir heima. Björgvin Páll og Magnús Óli leika með íslenskum liðum og hafa því ekki spilað með félagsliði í marg- ar vikur. Slæmt á margan hátt Aron Pálmarsson er ekki leikfær eins og greint var frá um helgina. Læknar landsliðsins skoðuðu hann vegna þeirra hnémeiðsla sem Aron varð fyrir og varð það niðurstaðan að hann verður ekki með. Þegar Aron lék nokkuð óvænt með Barcelona í úrslit- um undanúrslitum og úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þá kviknaði sú von að hægt yrði að tefla honum fram að einhverju leyti á HM en ekki er útlit fyrir að svo verði. Þegar menn eru á fjölmenna nafnalistanum sem sendur var mótshöldurum í nóvember þá er hægt að kippa þeim inn eftir að mótið hefst. Manni heyrist þó ekki að því sé haldið opnu í þessu tilfelli. Fjarvera Arons er vitaskuld blóð- taka enda leikmaður sem er reglulega í undanúrslitum Meistaradeildarinnar með félagsliðum sínum og nú fyrirliði íslenska landsliðsins eftir að Guðjón Valur Sigurðsson hætti keppni. Á EM í Svíþjóð snerist sóknarleikur íslenska liðsins mikið í kringum Aron sem er ósköp skiljanlegt. Nú þarf þjálf- arateymið að bregðast við og finna aðrar útfærslur. Nú fækkar þeim sem geta ógnað marki andstæðinganna með skotum utan af velli. Er það eitt af því augljósasta sem má lesa út úr fjar- veru Arons en einnig kemur ýmislegt annað til því hann á iðulega margar stoðsendingar í leikjum. Aron þarf ekki heldur að skipta um stöður á milli sóknar og varnar eins og einhverjir leikmenn þurfa að gera. Fjarvera hans er því slæm á svo margan hátt. Var ekki með á HM 2017 Ólánið hefur nánast elt Aron þegar HM er annars vegar. Hann lék með á HM í Svíþjóð 2011 og á Spáni 2013. Á HM 2015 í Katar fékk hann höfuðhögg í leik í riðlakeppninni gegn Tékkum og hafði einnig fengið höfuðhögg skömmu fyrir mótið. Var Aron ekki meira með á HM í Katar enda hafði hann fengið heilahristing. Aron missti af HM 2017 í Frakklandi vegna meiðsla en gat verið með á HM í Þýskalandi fyrir tveimur árum. Hann meiddist hins vegar þegar leið á mótið og var ekki með í síðustu tveimur leikjunum. Aron hefur því verið seinheppnari varðandi HM en EM. Hann var fyrst með á EM 2010 þegar Ísland vann til bronsverðlauna og hefur ávallt verið með á EM allar götur síðan. Í Serbíu 2012, í Danmörku 2014, í Póllandi 2016, í Króatíu 2018 og í Svíþjóð í fyrra. Flott frammistaða Ísland vann góðan sigur á Portúgal á EM í Svíþjóð í fyrra. Mættust liðin þá í milliriðlinum í Malmö og hafði Ís- land betur, 28:25. Portúgal náði hins vegar betri árangri á EM og hafnaði í 6. sæti en Ísland í 11. sæti. Lið Portú- gals hefur verið á uppleið á síðustu árum og hefur tekist betur en oft áð- ur að nýta efniviðinn úr yngri lands- liðum og setja saman sterkt A- landslið. Í gegnum tíðina hafa Portú- galir af og til átt öflug yngri landslið í handboltanum. 1990-árgangurinn var til að mynda mjög sterkur. Portúgal beitti óspart því útspili að taka markvörðinn út af þegar liðið fékk boltann á EM í fyrra og sótti því á sjö leikmönnum. Nokkuð sem mörg lið hafa nýtt sér við og við en lið Portúgals keyrði á þessu og gekk sumum andstæðingum þeirra á mótinu mjög illa að mæta því. Portú- gal vann til dæmis stórsigur á Svíþjóð sem lék á heimavelli. Íslenska liðinu gekk hins vegar mjög vel að verjast þessu sóknarafbrigði Portúgala og frammistaðan gegn Portúgal var lík- lega sú besta hjá íslensku vörninni á EM 2020. Margt gekk vel hjá íslenska liðinu í leiknum. Janus Daði Smárason sprakk út í sókninni og skoraði 8 mörk. Aron lék mjög vel í síðari hálf- leik en hann og Alexander Petersson léku þá vel með Janusi fyrir utan. Guðjón Valur nýtti allar skottilraunir sínar í horninu og Björgvin Páll var með 34% markvörslu. Íslenska liðið lék mjög vel gegn Portúgal í fyrra og þarf einnig á góðri frammistöðu að halda á morgun til að eiga möguleika á sigri. Upphafið á mikilli törn hjá handboltalandsliðinu  Fyrsti leikurinn af þremur gegn Portúgal á morgun  Portúgal hafnaði í 6. sæti á EM í fyrra  Aron er mun seinheppnari þegar kemur að HM en EM Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson EM 2020 Guðjón Valur og Aron í leiknum gegn Portúgal á EM í fyrra. Leikmenn Portúgals þurfa ekki að hafa áhyggjur af þeim á morgun. Þegar deildin er hálfnuð er PSG með 31 stig, Lyon 30 og Bordeaux 23 í þremur efstu sætunum en einu ósigrar Bordeaux á tímabilinu eru gegn hinum tveimur, 1:2 í bæði skiptin. Fyrsti leikur Svövu verður væntanlega gegn PSG 17. janúar. Bordeaux er þriðja lið Svövu á ferlinum í atvinnumennsku. Hún lék fyrst með Röa í Noregi og síð- an tvö tímabil með Kristianstad í Svíþjóð. Svava, sem áður lék með Breiðabliki og Val, er 25 ára og hefur leikið 23 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Svava Rós Guðmundsdóttir bættist í gær í hóp íslenskra landsliðs- kvenna í knattspyrnu sem taka stór skref á ferlinum fyrir loka- keppni Evrópumótsins. Hún skrifaði þá undir átján mán- aða samning við franska stórliðið Bordeaux, eða fram að lokakeppni EM sem fer fram sumarið 2022. Landsliðskonurnar Sara Björk Gunnarsdóttir (Lyon), Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Le Havre), Anna Björk Kristjánsdóttir (Le Havre), Hlín Eiríksdóttir (Piteå), Hallbera Guðný Gísladóttir (AIK) og Sveindís Jane Jónsdóttir (Wolfs- burg og Kristianstad) hafa allar farið í sterkari lið og deildir á síð- asta hálfa árinu og þær Dagný Brynjarsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eru líklegar til að feta í fótspor þeirra, ásamt fleir- um. Svava fer í lið sem er það eina sem veitir stórveldunum París SG og Lyon einhverja keppni í frönsku 1. deildinni um þessar mundir. Stórt skref hjá Svövu Rós Ljósmynd/Bordeaux Bordeaux Svava Rós Guðmunds- dóttir með treyju liðsins. Brynjar Björn Gunnarsson hef- ur gert nýjan samning við HK um að halda áfram þjálfun meistaraflokks- liðs karla hjá fé- laginu í knatt- spyrnu til næstu þriggja ára. Frá þessu er greint á heimasíðu HK. Brynjar hefur stýrt liði HK undanfarin þrjú ár. Fyrst vann það sér sæti í úrvalsdeildinni og hefur síðan endað þar í níunda sæti und- anfarin tvö ár og jafnað sinn besta árangur frá upphafi en áður hafði liðið endað í níunda sætinu árið 2007. „Ég er mjög ánægður með að semja við HK í þriðja sinn. Það hefur gengið vel hjá okkur á undanförnum árum en enn er tækifæri til frekari uppbyggingar og bætingar,“ segir Brynjar Björn m.a. á heimasíðu HK. Brynjar er 45 ára gamall og lék á sínum tíma 74 landsleiki fyrir Ís- lands hönd en hann var atvinnumað- ur í fimmtán ár, fyrst í Noregi og Svíþjóð en síðan í tólf ár á Englandi. Hann er uppalinn KR-ingur og lék með Vesturbæjarliðinu 1995 til 1997 og lauk ferlinum þar 2013. Samnings- bundinn HK til 2023 Brynjar Björn Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.