Morgunblaðið - 05.01.2021, Síða 28

Morgunblaðið - 05.01.2021, Síða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 2021 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is MEÐFÆRILEG HÁGÆÐA SKÓLABORÐ Sico skólaborðin spara pláss og eru þægileg í uppsetningu. Auðvelt er að fella borðin saman og rúlla þeim í burtu þegar þau eru ekki í notkun. Nemendur sitja hver á móti öðrum þannig að hópastarf og samskipti verða auðveld. Hægt er að fá borðin í mismunandi stærðum og í hentugri hæð eftir aldri nemanda. Hafðu samband við söluráðgjafa okkar í síma 580 3900 og þeir aðstoða þig við að finna réttu lausnina fyrir þína nemendur. Björn Ólafsson fiðluleikari(1917-84), konsertmeistariSinfóníuhljómsveitar Ís-lands á fyrstu áratugum hennar 1950-72 og aðalfiðlukennari Tónlistarskólans í Reykjavík 1940- 75, markaði djúp og gjöful spor í ungri tónlistarmenningu landsins. Svo ungri, að við stofnun SÍ 1950 var sú menning enn 1-2 öldum á eftir löndunum sunnar í álfu, hvort tveggja að hljóðfærakunnáttu og al- mennri þekkingu hlustenda. En það átti eftir að færast í fram- ara horf – og á undraskömmum tíma. Ekki sízt fyrir atbeina frum- kvöðla eins og Björns, er, ef svo má segja, „ungaði út“ okkar fyrstu kyn- slóð í fiðluleik á atvinnustigi. Mætti jafnvel efast um hvort tilkoma SÍ hefði verið möguleg jafnsnemma og raun bar vitni hefði hans ekki notið við, enda skipa 1. og 2. fiðlarar sem kunnugt er hátt í helming heildar- fjölda hljómsveitarmanna. Um það uppeldissvið getur undir- ritaður trútt um talað, þar eð hann naut sem kontrabassisti í Hljómsveit Tónlistarskólans snemma á 8. ára- tug góðs af örvandi stjórn Björns, er mótaðist af jafnt innsærri fagþekk- ingu sem glaðværri ljúfmennsku, án þess að slaka í neinu á gæðakröfum. Með tilliti til þess hversu lítið hafði áður verið gefið út af leik Björns, að undanskilinnni plötu frá um 1960, var því löngu orðið tíma- bært að minnast hljómandi framlags hans til íslenzkrar tónlistarsögu. Það birtist loks fyrir fáeinum mán- uðum á hérumræddum geisladiski; sótt úr hljóðritasafni Ríkisútvarps- ins og eftir öllu að dæma aðallega fyrir frumkvæði Hlífar Sigurjóns- dóttur, fyrrverandi nemanda Björns; að líkindum í kjölfar út- varpsþátta hennar 2017 um meist- arann í tilefni aldarafmælis hans. Þar gat gömul geymsla hæglega reynzt þrándur í götu. Að reiða klassískan hljómflutning fram til nú- tímahlustunar af allt frá 80 ára gömlum 78 snúninga lakkplötum og litlu yngri segulbandsupptökum er eiga til að dofna með aldri á hátíðni- sviði hefur ugglaust reynzt tækni- mönnum RÚV áskorun. En að minni hyggju hefur það tekizt ótrúlega vel, og má eiginlega undrast hvað virðist núorðið kleift í þeim efnum. Verkefnavalið er saga út af fyrir sig – nefnilega myndarlegt sýnis- horn af íslenzkri listmúsíksköpun frá áratugunum þegar fyrstu mennt- uðu tónskáld þjóðarinnar létu að sér kveða. Fremst á diski tvö æskuverk Jóns Nordal, hið spræka Systur í Garðshorni og hin framsæknari Fiðlusónata hans, en þar á milli ein- leiksverkið Forleikur og tvöföld fúga eftir Þórarin Jónsson. Á eftir kemur Prelúdía og fúghetta Jóns Leifs f. einleiksfiðlu, síðan Húmoreska Þór- arins f. fiðlu & píanó, og loks þættir úr tveim þjóðlagasyrpum f. fiðlu og píanó; annars vegar nr. 12 og 13 úr Sex þjóðlögum Op. 6 eftir Helga Pálsson og nr. 14-16 úr Þjóðlífs- þáttum Jórunnar Viðar. Píanóleikur Lanzky-Ottos, Jóns Nordal, Jórunnar Viðar og ekki sízt Árna Kristjánssonar fellur gizka vel að fiðlunni á þessum gömlu upp- tökum og skyldi engan undra. Hitt er skrýtnara hvernig glutraðist nið- ur í grámósku minninga hvað fiðlu- tónn Björns var skemmtilega þéttur, hlýr – og leiftrandi vakur á hraðari köflum. Eða þar til þessi diskur brú- aði hálfrar aldar tímagjá með glæsi- brag við hæfi. Konsertmeistarinn „… fiðlutónn Björns var skemmtilega þéttur, hlýr – og leiftrandi vakur á hraðari köflum,“ segir um leik Björns Ólafssonar fiðlu- leikara í upptökunum á geisladiskinum „Sagan í tónum“. Geisladiskur Minningardiskur um Björn Ólafsson fiðluleikara bbbbn „Sagan í tónum“. Minningardiskur um Björn Ólafsson fiðluleikara. Jón Nordal: Systur í Garðshorni (1944; BÓ & Wil- helm Lanzky-Otto pnó.); Fiðlusónata (1952; BÓ & JN pnó). Þórarinn Jónsson: Forleikur og tvöföld fúga yfir BACH f. einleiksfiðlu (1925); Húmoreska f. fiðlu og píanó (1927; BÓ & Árni Kristjánsson pnó.). Jón Leifs: Prelúdía og fúghetta f. einleiksfiðlu. Helgi Pálsson: úr Sex þjóðlögum Op. 6 fyrir fiðlu og píanó (1962; BÓ & Árni Kristjánsson pnó.). Jórunn Viðar: Þjóðlífshættir úr svítu í 5 þáttum f. fiðlu og píanó (1974; BÓ & JV pnó.). Upptökur úr hljóðritasafni Ríkis- útvarpsins í vinnslu og meistrun Hreins Valdimarssonar og Bjarna Rúnars Bjarnasonar. Útgáfa: 4Tay Inc., CD4063, sept. 2020. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST Fiðlufaðir ÍslandsDjassbassaleikarinn Eugene Wright, sem lék með hinum rómaða kvartett Daves Brubecks, er látinn, 97 ára að aldri. Wright, sem var kallaður „senatorinn“, var síðasti eftirlifandi meðlimur þessa eins vinsælasta kvartetts djasssög- unnar. Wright lék með mörgum öðrum kunnum djassleikurum en er þekkt- astur fyrir leikinn í kvartett Bru- becks á árunum 1958 til 1968 en auk þeirra Brubecks voru í honum Paul Desmond á altsaxófón og Joe Morello á trommur. Kvartettinn hljóðritaði um 30 plötur á þessum áratug og meðal annars hin klass- ísku lög „Take Five“ og „Blue Rondo à la Turk“. Wright var eini svarti meðlimurinn og er frægt að Brubeck neitaði ítrekað að leika án Wrights í suðurríkjum Bandaríkj- anna þegar tónleikahaldarar þar vildu ekki sjá svartan mann leika með hvítum. Wright fæddist í Chicago og lék fyrst á kornett, en hann skipti yfir í bassann og lék meðal annars í hljómsveitum Counts Basies og Errolls Garners, og með Billie Holi- day og Charlie Parker áður en hann gekk í kvartett Brubecks. Wright bassaleikari Brubecks allur Félagar Eugene Wright og Dave Brubeck bera saman bækur sínar við flygilinn. Bandaríska kvikmyndagerðar- konan Joan Micklin Silver er látin, 85 ára að aldri. Silver ruddi braut- ina fyrir konur í kvikmyndagerð í Bandaríkjunum með kvikmynd sinni Hester Street frá árinu 1975 en í henni segir af fjölskyldu inn- flytjenda af gyðingaættum á Man- hattan á tíunda áratug 19. aldar. Höfnuðu mörg kvikmyndaver myndinni þar sem hún þótti of „þjóðfræðileg“ og einnig vegna kyns hins væntanlega leikstjóra. Fór svo að Silver gerði myndina með fjármögnun eiginmanns síns. Þrátt fyrir óskarstilnefningu aðal- leikkonunnar og meira en tífaldan gróða miðað við framleiðslukostn- að vildu fram- leiðendur ekki heldur fjár- magna næstu mynd Silver, Crossing De- lancey, en þó kom Steven Spielberg henni til aðstoðar og Warner framleiddi á endanum. Skilaði sú mynd margföldum tekjum umfram kostnað. Joan Micklin Silver látin Joan Micklin Silver Bandaríski rapparinn og plötu- útgefandinn Daniel Dumile, þekkt- ur undir listamannsnafni sínu MF Doom, er látinn, 49 ára að aldri. Dumile lést 31. október en ekki var greint frá andlátinu fyrr en nú um áramót. Ekki hefur verið greint frá dánarorsök en eiginkona Dumi- les, Jasmine, greindi frá andláti hans á Instagram. Dumile var breskur að uppruna en flutti á barnsaldri með fjölskyldu sinni til Long Island í Bandaríkjunum. Hann hóf að koma fram með and- litið hulið á tíunda áratugnum í Nuyorican Poets’ Cafe á Manhatt- an og árið 1999 kom út fyrsta plata hliðarsjálfs hans MF Doom. Upp frá því kom Dumile alltaf fram með grímu sem líktist þeirri sem Doctor Doom, eitt ill- menna Marvel, ber á andlitinu. Naut hann mikillar virðingar og vinsælda í heimi hipphopptónlistar. Rapparinn MF Doom, Daniel Dumile, allur MF Doom/ Daniel Dumile Gerry Marsden, leiðtogi Liverpool- hljómsveitarinnar Gerry and the Pacemakers, er látinn, 78 ára að aldri. Marsden var samstiga sveit- ungum sínum og félögum í Bítlunum út á frægðarbrautina en þekktustu lög Gerry and the Pacemakers eru „Ferry Cross the Mersey“ og „You’ll Never Walk Alone“, hinn víðfrægi einkennissöngur Liverpool- knattspyrnuliðsins. Um og upp úr 1960 komu Gerry and the Pacemakers oft fram með Bítlunum en Brian Epstein var um- boðsmaður beggja hljómsveita. Sveitirnar léku til að mynda sam- tímis í fjóra mánuði í Hamborg síðla árs 1960. Marsden átti eftir að rifja upp í viðtölum að meðlimir hljóm- sveitanna tveggja hefðu þá skemmt sér vel saman. The Pacemakers komu fyrstu þremur smáskífunum sem sveitin sendi frá sér, árið 1963, öllum á topp breska vinsældalistans: „How Do You Do It?“ – sem Bítlarnir hljóðrit- uðu fyrst árið 1962 en ákváðu að gefa ekki út, „I Like It“ og „You’ll Never Walk Alone“. Það síðast- nefnda er lag eftir Rodgers & Hammerstein úr söngleiknum Carousel. Lagið var einkennis- söngur Liverpool-liðsins, er sungið fyrir alla heimaleiki þess og félagið tísti að söngur Gerrys myndi lifa að eilífu með aðdáendum fótbolta- liðsins. Sir Paul McCartney minntist síns gamla félaga með twitter-færslu og sagði þá hafa verið vini í Liverpool í gamla daga en hljómsveit Gerrys hafi líka veitt þeim í Bítlunum mestu samkeppnina í heimabænum. Segir McCartney flutning Gerrys á hans vinsælustu lögum lifa í hjarta fólks sem minning um gleðitíma í breskri tónlist. Og Ringo Starr minntist Marsdens líka og bað honum Guðs blessunar. Gerry í The Pacemakers látinn  Leiddi afar vinsæla Liverpool-sveit AFP Liverpool-hetja Gerry Marsden hampaði OBE-orðu árið 2003.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.