Morgunblaðið - 05.01.2021, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.01.2021, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 2021 Á árunum 1962 til 1974 reis í ind- versku borginni Ahmedabad í Guj- arat-ríki umfangsmikill nýr bygg- ingakjarni viðskiptaháskólans Indian Institute of Management (IIMA), hannaður af bandaríska stjörnuarkitektinum Louis Kahn (1901-1974). Kahn var einn kunnasti þeirra arkitekta sem á 20. öldinni voru kenndir við brútalisma og byggingarnar í Ahmedabad eru meðal hans þekktustu; margir áhugamenn um byggingarlist leggja leið sína sérstaklega þangað að skoða frægar opinberar byggingar eftir Kahn og Le Corbusier. Í síðasta mánuði fréttist að stjórn IIMA-háskólans hygðist brjóta nið- ur 14 af 18 þeim byggingum Kahns sem mynda stúdentagarða skólans og reisa nýjar. Ástæðan væri eink- um sú að byggingarnar hefðu skemmst í hinum kröftuga og mann- skæða jarðskjálfta sem reið yfir Guj- arat árið 2001. Auk þess hefðu þær ekki verið byggðar úr nógu góðum efnum og væru farnar að molna bæði niður og leka. Áætlunum skólastjórnenda var mótmælt harðlega. Margir virtustu arkitektar samtímans undirrituðu áskorun þess efnis að hætt yrði við niðurrif merkra bygginganna; um 600 arkitektar frá 30 löndum rituðu undir eitt mótmælaskjalið. Þá tóku börn arkitektsins undir mótmælin. Um helgina tilkynntu yfirvöld skólans að þau tækju mark á mót- mælunum og myndu skoða aðrar leiðir og reyna að gera við bygging- arnar, en ástand þeirra væri nú þannig að erfitt væri að bjóða nem- endum upp á að dvelja í þeim. „Þetta eru einhverjar best hönn- uðu byggingar síns tíma, og í raun allra tíma,“ skrifaði byggingarlistar- fræðingurinn William Curtis í tíma- ritið Architectural Review eftir að hann heyrði af fyrirhugaðri eyði- leggingu bygginganna. „Byggingarnar eru minnisvarði sem tilheyrir Indlandi og heiminum öllum,“ skrifaði hann og sagði um að ræða listrænt sköpunarverk í hæsta gæðaflokki. Meðal annarra frægra bygginga Kahns eru þinghúsið í Bangladess, Kimbell-listasafnið í Texas, Lista- safn Yale-háskóla, Phillips Exeter- bókasafnið í New Hampshire og First Unitarian Church í Rochester. Ljósmynd/Wikimedia Commons Skólabyggingarnar Í mótmælaskjali sem um 600 arkitektar skrifuðu undir var fyrirhugað niðurrif 14 bygginga hannaðra af Louis Kahn sagt vera „menningarlegt skemmdarverk“. Hætt hefur verið við niðurrifið. louiskahn.org/Arne Maasik Formleikur Bogadregin form og hringir einkenna byggingar Kahns. Hugðust brjóta niður hús Kahns Nýtt útilistarverk sem brasilísk myndlistarkona, Juliana Notari, hef- ur mótað í grösugri brekku í skúlp- túrgarði úti í sveit þar í landi hefur vakið umtal og deilur. Verkið kallar Notari „Diva“ og er það 33 metra löng kvenmannssköp, gerð úr stein- steypu klæddri vínylefni, og tók gerð verksins ellefu mánuði. Samkvæmt frétt The Guardian var verk Notari frumsýnt á laugar- daginn var í skúlptúrgarðinum sem er á landareign fyrrum sykurverk- smiðju í héraðinu Pernambuco þar sem mikill áhugi er á menningu og listum. Verkið hefur þegar vakið miklar deilur í fjölmiðlum og sam- félagsmiðlum þar sem annars vegar hægrisinnaðir stuðningmenn Bol- sonaros forseta og hins vegar stuðn- ingsmenn menningar og lista takast á en fyrrnefndu eru sagðir finna verkinu allt til foráttu. Í Facebook-pósti útskýrir lista- konan Juliana Notari verkið og segir markmiðið með þessari píku í fjalls- hlíðinni að velta vöngum yfir sam- bandi náttúru og menningar í mann- hverfu og karllægu vestrænu samfélagi og taka þátt í umræðunni um kynjamyndir í nútímanum. Bæt- ir hún við að umræðuefnið sé sér- staklega mikilvægt nú og virðist þar, samkvæmt The Guardian, vísa í minnkandi umburðarlyndi í Brasilíu undir stjórn Bolsonaros. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og munu þúsundir harðorðra, og margra orðljótra, umsagna hafa ver- ið skráðar á Facebook-síðu Notaris. Ljósmynd/Juliana Notari Náttúrulegt „Díva“ listakonunnar Juliönu Notaris er 33 metra langt verk. Deilt um skapaverk í brasilískri brekku Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI. TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI FRÁBÆR NÝ JÓLA TEIKNIMYND JÓLAMYNDIN 2020

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.